Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2001, Síða 71

Læknablaðið - 15.04.2001, Síða 71
UMRÆÐA & FRÉTTIR / VIÐHORFSKÖNNUN GALLUPS upplýsingar um sjálfan sig hvenær sem er úr grunninum. Þetta áréttar doktor Human í bréfinu til mín. Forstjóri íslenskrar erfðagreiningar lét líka þau orð falla að Alþjóðafélag lækna væru regnhlífasamtök stéttarfélaga. Sú túlkun eríhæsta máta óeðlileg þegar í hlut á það félag sem hefur um áratuga skeið verið í forystu fyrir læknafélög um allan heim, bæði stéttarfélög og önnur félög lækna. Hlutverk Alþjóðafélagsins í stefnumótun í heilsufarsmálum, siðfræðilegum málum og mann- réttindamálum er óumdeilt. Allt þetta rekur doktor Human í bréfi sínu, og bætir því reyndar við að Alþjóðafélag lækna hafi engra fjárhagslegra hagsmuna að gæta í þessu máli. Hann spyr: Er hægt að segja hið sama um gagnaðila? Alþjóðafélag Iækna hefur fengið öll gögn er varða málið send í heild, þýdd af löggiltum skjala- þýðanda, sem eru nauðsynleg vinnubrögð, svo ekki sé hætta á geðþóttaþýðingum. Það er ekki valið úr hvað sent er til félagsins heldur mótar félagið afstöðu sína í samræmi við allt sem fram kemur í málinu. Svona formsatriði verða að vera í fullkomnu lagi og eru það.“ Túlkunin á 11. grein vinnuplaggs um gagnagrunna hefur verið talsvert í umrœðu eftir að forstjóri íslenskrar erfðagreiningar gafút þá yfirlýsingu að hún vœri sniðin fyrir gagnagrunninn semfyrirtœki hans er að vinna að. Er merkingin eitthvað óskýr? „Nei, hún er alveg skýr og ekki eins og Kári Stefánsson túlkar hana. Þannig að hún stendur alveg fyrir sínu. Læknafélag íslands hefur hins vegar komið með breytingartillögur við skjalið í heild, meðal annars við þessa grein. Það hlýtur að vera verkefni okkar að orða textann þannig að það sé ekki hægt að rangfæra hann. Læknafélög annars staðar í heiminum munu eflaust einnig koma með ábendingar og niðurstaðan gæti orðið þriðja orðalagið, en aðalatriðið er eftir sem áður að textinn sé svo skýr að ekki sé hægt að takast á um túlkun á honurn." Efvið víkjum að skoðanakönnuninni á nýjan leik, þá hefur síðari spurningin sem lögð varfyrir lœknana verið talsvert rœdd, aðallega vegna þess að hún fól í sér skilyrðingu. Varðst þú var við að hún ylli einhverjum vandrœðum? „Ég er ekki fræðimaður á þessu sviði en ég lét þau orð falla við fulltrúa Gallups að orðalag spurningarinnar gæti varla staðist. Einn læknir sem ég hef heyrt í sagðist ekki hafa svarað vegna þess að hann vissi ekki hvað „vísindasamfélagið" stæði fyrir. Og læknir sem ekki hefur tjáð sig áður við mig um gagnagrunninn sagði eftir að niðurstöðurnar voru birtar að hann teldi sig hafa verið prettaðan. Það voru nákvæmlega hans orð. Læknafélagið hefur alltaf sagt það skýrt að það væri ekki í herferð gegn gagnagrunninum, ef vissum skilyrðum væri fullnægt. Það er ekki stefna félagsins að koma í veg fyrir þennan gagnagrunn." Hvernigsérð þúframhald þessa máls? „Það er sama hvaða lausn finnst á þessu máli, það verður að taka á henni pólitíska ábyrgð. Meðal annars í ljósi gildandi laga, reglugerðar sem sett hefur verið á grundvelli hennar og þeirra samninga sem sérleyfishafinn hefur gert og þarf að standa við. Stjórnmálamenn í ábyrgðarstöðum hafa nýlega endurtekið eða ítrekað að engu verði breytt. Það þýðir að við erum áfram í sömu stöðu og getum átt von á að skoðanir lækna verði ekki virtar, í krafti gildandi lagaákvæða. Sérleyfishafinn hefur lofað heilbrigðisráðherra að standa að grunninum á ákveðinn hátt og sam- kvæmt lögum. Meðal annars á hann að standa skil á heilbrigðisskýrslum, en landlæknir hefur sett fram efasemdir um að þær verði fullnægjandi. Kjarni málsins er sá að nú þegar er búið að lofa að framkvæma verkið á ákveðinn hátt og ef það verður gert á annan hátt, til dæmis með því að fara að kröfum Læknafélagsins, þá gæti ríkið strangt til tekið sakað sérleyfishafa um vanefndir, nema lögunum verði breytt. Það er mjög mikilvægt í þessari stöðu að læknar geri sér grein fyrir því að þeir þurfa ekki að skipta um skoðun eða láta af skoðunum sínum, þó að þessar skoðanir séu ekki virtar. Þeir þurfa að halda skoðunum sínum á loft áfram, vegna þess að það er mjög mikilvægt að þessi mannréttindi séu virt. Samþykki sjúklings og rétturinn til úrsagnar eru öryggishnappar sem á að vera hægt að virkja. Þessi öryggishandföng á þjóðin að hafa í hendi sér. Hún á að geta stoppað grunninn með réttinum til að segja sig úr honum. Þetta eigum við að draga fram. Þetta er réttur þjóðarinnar.“ Læknablaðið 2001/87 343
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.