Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.2001, Side 79

Læknablaðið - 15.04.2001, Side 79
UMRÆÐA & FRÉTTIR / VIÐHORFSKÖNNUN GALLUPS hvaða kröfur þær þurfa að uppfylla. Skaðinn sem orðið hefur er hins vegar sá, að fólk er ekki eins reiðubúið að taka þátt í rannsóknum og fyrr, þótt fylgt sé öllum settum reglum. Pað er slæmt ef umræðan leiðir til þessa. Petta er ekki síður pólitískt mál en vísindasiðfræðilegt. Pað á enginn að geta gengið í þessar upplýsingar án þess að spyrja fólk um leyfi. Mér finnst pólitíkusarnir hafa brugðist í þessu, ekki síst þeir sem kenna sig við frelsi einstaklingsins. Skoðun mín er að stór hluti af íslenskum stjórn- málamönnum hafi litið á þetta sem einfalt fyrir- greiðslumál, eins og því miður er of algengt í íslensk- um stjórnmálum. Petta mál snýst um grundvallarrétt einstaklinganna og yfirráðarétt yfir upplýsingum sem varða einkahagi þeirra. Ef fólk kýs að taka þátt í rannsóknum þá á það að ráða því sjálft. Ef það vill það ekki, þá á hvorki að þurfa að spyrja nokkurn, gefa skýringar né verja sig með því að segja sig úr gagnagrunninum, það á að leita fyrirfram samþykkis fyrir þátttöku. Ætlað samþykki er ekkert samþykki og býður upp á margvíslega misnotkun. Hingað hafa komið fulltrúar allra stærstu fjöl- miðla heims. Pessu fólki þykir mjög undarlegt að vestrænt þjóðfélag, með langa lýðræðishefð, skuli samþykkja lög sem þessi. Við erum eins og dýr í dýragarði sem umheimurinn kemur til að skoða og skemmta sér yfir. Það er reyndar mjög sérkennilegt að lög eins og þessi skuli vera sett í algerri andstöðu við meginþorra lækna og vísindasamfélagsins. Niðurstaðan er sú að á meðan ekki er farið að almennum reglum í máli eins og þessu, þá verður enginn gagnagrunnur til. Það er ekkert flóknara en það. Það er hægt að semja um ákveðin mál en um önnur er ekki hægt að semja og hagsmunir allra felast í því að farið sé að reglum alþjóðlega vísindasam- félagsins. Pær eru að sumu leyti settar af biturri reynslu og um þær er mikil eining. Eftir að hafa setið nokkra fundi hjá Alþjóðafélagi lækna hef ég komist að raun um að læknar úr öllum heimshornum eru sammála um þessar reglur. Þarna er verið að safna saman á einn stað viðkvæmustu upplýsingum sem nokkur einstaklingur gefur öðrum. Pótt þær séu dulkóðaðar og eigi ekki að vera persónugreinan- legar, þá eru þær það engu að síður. Upplýsingarnar eru dulkóðaðar í eina átt, samt er hægt að rekja þá kóðun til baka með uppflettitöflu. Annað sem gerir upplýsingamar persónugreinanlegar er, að í fámenn- inu er samhengi upplýsinganna gegnsætt og fjöl- skyldumynstrin einstök. Tökum sem dæmi 54 ára geðlækni, kvæntan hjúkrunarfræðingi. Þau eiga fjögur böm, þrjár dætur og einn son. Hér þarf engar ítarlegri upplýsingar til þess að vita um hveija er að ræða. Allar heilbrigðisupplýsingar eru viðkvæmar, að minnsta kosti á það við um þorra fólks. Einhverjir kjósa reyndar að tala um heilsufar sitt í viðtölum blaða og tímarita. Það er allt í lagi, það er val, og einstaklingurinn tekur ákvörðun um það.“ Það sem þú ert að rœða kemur að meira eða minna til kasta þeirrar nefndar sem þú situr í og er að móta reglur um gagnagrunna á heilbrigðissviði. Hvernig sérð þú framhald þess starfs? „Vinnuplaggið sem nú er verið að fjalla um er samið af doktor James Appleyard gjaldkera Breska læknafélagsins, mjög reyndum manni á þessu sviði. Við, sem sitjum í nefndinni, tókum ekki beinan þátt í samningu þess. Við höfum rætt við hann um þá agnúa sem við sáum strax á því og Læknafélag íslands hefur gert skriflegar athugasemdir og tillögur um breyt- ingar. Eg reikna með því að önnur læknafélög muni senda inn athugasemdir og nefndin fái þetta efni til umfjöllunar. Ég hef ekki trú á öðru en samstaða verði um þessar reglur á fundum Alþjóðafélags lækna, í maí og október.“ Býstu við að athugasemdir Lœknafélagsins verði teknar til greina? „Það er mjög líklegt í ljósi þeirra umræðna sem átt hafa sér stað á síðustu þremur árum. Sú afstaða sem stór hluti íslenskra lækna hefur verið að berjast fyrir er engin sérskoðun þeirra, heldur afstaða sem þorri lækna um allan heim styðst við eða fer eftir. Það sem er ef til vill athygliverðast er að íslensk erfðagreining hefur lýst því yfir við fleiri en eitt tækifæri að fyrirtækið muni fara eftir þessum niður- stöðum. Þá verður að breyta lögunum um gagna- grunninn. Enda eru þau um margt sérkennileg og að stofni til skrifuð af fyrirtækinu.1' aób Læknablaðið 2001/87 351
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.