Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.2001, Side 81

Læknablaðið - 15.04.2001, Side 81
UMRÆÐA & FRÉTTIR / VIÐHORFSKÖNNUN GALLUPS Hver ræður spurningum og birtingu? Þorlákur Karlsson framkvæmdastjóri hjá Gallup á Islandi er sennilega sá maður sem besta mynd getur gefið af framkvæmd Gallup-könnunar- innar sem rætt er um í þessu yfirliti. Hann var fenginn til að svara nokkrum spurningum Læknablaðsins varðandi könnunina sem fyrirtækið sá um fyrir Islenska erfðagreiningu. Ein af þeim spurningum sem hefur vaknað er hver ráði ferðinni varðandi spumingar í slíkum könnunum. Er það viðskipta- vinurinn sem öllu ræður eða hafa fyrirtækin sem sjá um framkvæmdina eitthvað um málið að segja? „Það fer að nokkru leyti eftir því um hvað er verið að fjalla. Ég vil skipta spurningunni í þrennt, efni spurningarinnar, spurninguna sjálfa og síðan svar- möguleikana. Efni spumingarinnar kemur viðskipta- vinurinn með. Það er okkar faglega ábyrgð að breyta því efni í spurningu og svarkosti sem eru eins vel gerðir og fræðin og reynslan leyfa. Og við erum sérfræðingar í því. Við höfum mikla reynslu í að orða spumingar og styðjumst bæði við eigin rannsóknir og erlendar í tugi ára. Þetta er mjög flókið mál og margir pyttir sem þekkjast í orðalagi spuminga. Einn er sá að koma með fullyrðingu og spyija fólk hvort það sé sammála eða ósammála henni. Þar þekkist fyrirbrigði sem nefnist samþykkishneigð og verður til þess að of hátt hlutfall fólks segist vera sammála, svo dæmi sé tekið. Þannig er það á okkar ábyrgð að vera með rétt orðalag og rétta svarkosti. Við höfum hafnað við- skiptum vegna þess að það var ágreiningur um orða- lag sem ekki leystist. Það gerist hins vegar ekki oft, auðvitað sannfærum við viðskiptavini okkar oftast.“ Eitt af því sem hefur komið fram í kjölfar könnunarinnar er að sumir þeirra lœkna sem hafa haft samband við Lœknablaðið segjast hafa verið tregir til að svara eðafundist að skilyrta spurningin sem varðar gagnagrunninn hafi verið til þess fallin að kalla á jákvœtt svar. „Spumingar sem fela í sér skilyrðingu eru al- gengar. Oft er nauðsynlegt að gefa forsendur til að fólk viti hverju það er að svara. Spurningin sem við stöndum frammi fyrir er hvort allir skilji forsenduna eins. Ég velkist ekki í vafa um að nánast hver einasti læknir skilur hvað átt er við með alþjóðasamtökum lækna og vísindasamfélaginu. Ef ég hefði ekki haft þessa viðbót og aðeins spurt: Ertu fylgjandi eða andvíg(ur) uppbyggingu á miðlægum gagnagmnni á heilbrigðissviði?, þá hefði það verið gölluð spuming. Læknar vita of mikið um málið. Þeir hefðu spurt: Attu við með þeim skilyrðum sem læknar vilja að settar séu, eða er átt við að byggja eigi upp gagnagrunninn eins og fyrirtækinu sýnist? Þessi útskýring er að mínu mati alveg nauðsynleg fyrir þennan hóp, það er að segja lækna.“ En almenningur var spurður annarrar spurningar? „Almenningur hefur ekki tekið mikinn þátt í umræðunni um það sem alþjóðasamtök lækna og vísindasamfélagið hafa lagt áherslu á. Þegar almenningur er spurður held ég hins vegar að allir átti sig á því að verið er að tala um þann gagnagrunn á heilbrigðissviði sem íslensk erfðagreining hefur verið að fást við.“ Er það ekki ótvírœtt að þessar spurningar eru ekki sambœrilegarl „Þær eru ekki sama spurningin ef sami hópur er spurður. En ég tel að til þess að fá sem besta mynd af afstöðu til miðlægs gagnagrunns á heilbrigðissviði hafi verið nauðsynlegt að hafa spurninguna með þessari viðbót þegar læknarnir voru spurðir. Þá verður líka að skoða niðurstöðuna hjá þeim með það í huga að það verði farið eftir öllum skilmálum alþjóðasamtaka lækna og vísindasamfélagsins. Spurningin sem við beindum til almennings er vissulega almennar orðuð. En þetta er vandmeðfarið, það skal ég viðurkenna.“ En hvað með þœr athugasemdir úr hópi lœkna að með því að setja þessa skilyrðingu fram sé verið að gefa til kynna að niðurstaðan verði sú aðfarið verði að þessum skilmálum, sem engin niðurstaða hefur fengist um á þessari stundu, og þar með geti það kallað á jákvœðari svör en ella? „Við vitum að minnsta kosti að tæp 84% lækna eru fýlgjandi uppbyggingu, að þessum skilyrðum upp- fylltum. Ég skoða þennan hóp auðvitað fyrst og Porlákur Karlsson framkvœmdastjóri hjá Gallup á íslandi. Læknablaðið 2001/87 353
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.