Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.2001, Qupperneq 82

Læknablaðið - 15.04.2001, Qupperneq 82
UMRÆÐA & FRÉTTIR'/ VI Ð H 0 R F S K Ö N N U N GALLUPS fremst með tilliti til viðbótarinnar í spurningunni. Við verðum að gera það. Við vitum ekki hvað hefði komið út úr þessari könnun ef önnur forsenda hefði verið gefin eða alls engin.“ Fréttir fjölmiðla gátu gefið það til kynna að leggja mœtti þessar tvœr spurningar að jöfnu, með og án skilyrðingar. Gerist það stundum að bornar eru saman niðurstöður sem eru ekki sambœrilegar? „Já, það gerist vissulega. Reyndar fylgdist ég ekki með fréttum þennan föstudag, þegar blaðamanna- fundur Islenskrar erfðagreiningar var haldinn. Eg var staddur í sumarbústað úti á landi. Þar af leiðandi fylgdist ég ekki nógu vel með umræðunni þessa helgi og þori ekki að segja til um hvort eitthvað var mistúlkað. Varðandi spurninguna sem lögð var fyrir almenn- ing, þá hefur hennar verið spurt þrisvar á síðastliðnum tveimur árum og niðurstaðan er nánast óbreytt í öll skiptin. Nú síðast voru það einungis 9% sem ekki tóku afstöðu, sem er lágt hlutfall. Auk þess voru þeir fáir sem svöruðu: Hvorki né. Það má því fullyrða að á þessu tveggja ára tímabili hafi yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar stutt uppbyggingu gagnagrunns á heil- brigðissviði. Ég sé ekki að öðruvísi orðuð spurning myndi breyta miklu í dag. Hún hefði breytt meiru á meðan málið var nýtt og menn að móta sér skoðun. Núna held ég að mikið þyrfti að vera að í orðalagi til að fá mjög ólíka niðurstöðu.“ Ef við snúum okkur að túlkun spurninganna, eru þá einhver ákvœði um það hvernig kannanir skuli kynntar, eða er það alveg í höndum viðskipavinarins? „Yfirleitt er lögð mikil áhersla á það að við séum viðstödd þegar könnun er kynnt, ef um mjög flókin mál er að ræða. Til dæmis ef við erum með stórar kannanir fyrir viðskiptavini þar sem oft koma upp spurningar um túlkun. Þar á ég við tölfræðilega túlkun eða aðferðafræðilega, vikmörk og óvissu til dæmis. I þessu tilfelli hafði ég engar áhyggjur af slíku, fyrirtækið hefur fengið slíkar skýrslur áður og þekkir túlkunina og það sem í henni felst mæta vel. Spurningarnar voru að miklu leyti hliðstæðar spurningum sem spurt hafði verið áður. Síðan er til önnur túlkun sem snýr að því hvaða ályktanir má til dæmis draga af þessari könnun, um samskipti við lækna og fleira. Það sem snýr að íslenskri erfðagreiningu er að mikill meirihluti vill að farið sé eftir því sem alþjóðasamtök lækna og vísindasamfélagið vill. Það er ekkert vafamál, en hvað það þýðir í framtíðinni varðandi samskipti við lækna er erfitt að túlka. Það vill svo til að ég starfa einmitt um þessar mundir í hópi með fleirum sem standa af rannsóknum af þessu tagi, það er að segja PriceWater- houseCoopers, Félagsvísindastofnun, Rannsóknum og greiningu, DV og Hagstofunni og við erum að semja siðareglur fyrir svona samtök. Við horfum að sjálfsögðu til útlanda þegar við erum að skoða þetta. Þar eru til ákvæði þess efnis, að það sé skylda okkar, ef viðskiptavinur mistúlkar niðurstöður gróflega aðferðafræðilega og tölfræðilega, að leiðrétta það. Þanng að þetta er nokkuð sem vonandi verður gert í ríkari mæli. Við höfum gripið inn í nokkrum sinnum, þegar okkur hefur til dæmis fundist að auglýsingar væru villandi. Stundum má lesa í auglýsingum eitthvað á þessa leið: Samkvæmt Gallup-könnun... en framsetning í auglýsingunni getur verið þannig að hægt sé að misskilja hana og fá röng skilaboð ef maður þekkir ekki til málsins. Við höfum gripið inn í þegar svoleiðis gerist. Þetta á ekki við um íslenska erfðagreiningu.“ Skiptið þið ykkur eitthvað að þvíhvort niðurstöður eru kynntar í heild eða einungis hluti þeirra? „Nei, því getum við ekki stjórnað. Það verða fulltrúar fyrirtækisins að ákveða. Þegar við skilum skýrslu upp á 200 blaðsíður þarf alltaf að velja og hafna. Það orkar kannski frekar tvímælis þegar um stutta könnun er að ræða, en það er ekki okkar að ákveða. Við getum staðið við hvora niðurstöðuna sem er. Við getum ekki gert þá kröfu að allt sé birt, en það kom reyndar í ljós í þessu tilviki að það varð að birta það sem eftir stóð seinna.“ Er þessi könnun sú fyrsta sem þýðið „Starfandi íslenskir lœknar" er notað í? „Nei, það hefur verið notað oftar, meðal annars áttum við í góðu samstarfi við rannsóknarmenn vegna könnunar um bakflæði í fyrra. Hins vegar er þetta í fyrsta sinn sem við notum þetta þýði í könnun fyrir Islenska erfðagreiningu. Það má reyndar nefna það að samkvæmt fræðunum eru sumir hópar erfiðari en aðrir og fræðin segja að hópar á borð við lækna, lögfræðinga og fleiri slíkar stéttir séu erfiðir hópar. Þá er oft mælt með sérstakri þjálfun fyrir spyrla. Fyrstu sekúndurnar í könnunum skipta höfuðmáli og sagt er að læknar séu meðal þeirra sem neiti oftar en aðrir að taka þátt í svona könnunum. Að þessu sinni fengum við nánast 75% svörun á fjórum dögum og þar af voru aðeins 12% sem neituðu að svara. Við fáum stundum allt að 20% neitanir. Að vísu var þetta kynnt sem stutt könnun en ég var samt ánægður og undrandi hve vel hún gekk.“ Getur það spilað inn í að þetta er mál sem margir hafa mjög sterkar skoðanir á? „Kannski, ef ég væri læknir væri ég forvitinn, þetta eru bara tvær spurningar, hvaða spurningar ætli það séu? A framkvæmdafundi hjá okkur á þriðjudeginum eftir könnunina spurði ég yfirspyrilinn okkar hvemig hefði gengið og henni fannst hafa gengið alveg sérlega vel. Læknamir komust að vísu ekki í sama hóp og uppáhaldssvarendurnir okkar, bændur og sjómenn, en þeir hringja gjarnan aftur í okkur og vilja ræða málin betur.“ aób 354 Læknablaðið 2001/87 J
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.