Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.2001, Page 92

Læknablaðið - 15.04.2001, Page 92
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LÆKNAR OG STJÓRNUN hlutina hratt og vel en oft á að gera þá svo hratt að það sem gera á vel fer forgörðum. Stjórnendur færast oft út í fen þar sem þeir komast hvorki afturábak né áfram og þá er erfitt að leysa málin, eins og hefur kannski verið að gerast í sumum stjórnunarathöfnum á háskólasjúkrahúsinu síðustu misserin.“ Skattur vegna sameiningar Nú eiga sér stað ýmsar breytingar, hefur þú trú á að hœgt sé að breyta stjómunarmálum í þá átt sem þú telur œskilegast? „Pað er verulegt rúm til breytinga og til þeirra þarf einnig tíma. Ég vona að við komumst yfir í léttari stjórnunartíma þegar við erum búin að koma okkur saman með samningi um háskólasjúkrahúsið, í hverju svoleiðis stofnun á að felast, og starfsfólk jafnt sem almenningur verður meðvitaður um hvað háskólasjúkrahús er. Mér finnst að ráðuneyti heilbrigðis- og menntamála verði að gera okkur kleift að vinna vel að uppbyggingu háskólasjúkra- hússins og skilji að til þess þarf einhverja peninga. Fyrst og fremst þarf að losna við hallann sem nú er til staðar. Horfurnar eru ekkert allt of góðar. Nú á til dæmis að taka skatt af öllum deildum sjúkrahússins vegna sameiningarinnar. Hvað þýðir það annað en skerta þjónustu, minni rannsóknargetu og verri kennsluaðstæður? Við vitum að víða á spítalanum þarf í raun að auka starfsemina, bæta við fólki, svo við getum rekið almennilegt háskólasjúkrahús sem er að verulegu leyti kennslu- og fræðastofnun. Pað er ekki hægt að sinna rannsóknum, þjónustuhlutverki og kennslu nema hafa til þess nægan tíma og til þess að fá hann þarf nægt starfslið, ekki síst lækna, enda eru þeir forystusveitin í mjög miklu af starfsemi spítalans. Það þarf að fjölga störfum en auðvitað eru ekki til þess endalausir peningar. Hvaðan á þá að taka þá peninga? Það er fljótlegt að benda á ráðuneytin og ríkiskassann og vissulega verða þau að koma stöðugt til móts við þarfir spítalans sem meginsjúkrahúss, rannsókna- og kennslustofnunar heilbrigðisstétta. En ef við lítum fyrst á það sem er okkur næst, þá er landlægt hér á landi að vera í fleiri en einu starfi. Það er kannski í raun og veru ekki eðlilegt að ég sé í 100% yfirlæknisstarfi sem spítalinn kaupir af mér og 50% prófessorsstarfi, sem Háskólinn kaupir. Sumir vinna þar að auki önnur störf, utan við spítalann, sem gætu farið upp í önnur 30-50%. Þannig að það er augljóst að þó menn vinni mikið, kannski 60-80 klukkustundir á viku að jafnaði, eða meira en Evrópusambandið leyfir, þá dugar það tæplega til. Menn verða að klípa af störfum sem verið er að kaupa þá til. Mín skoðun er sú að læknar eigi að hafa ágæt laun eftir langa skólagöngu. En það er stundum spurning hversu hátt þarf að fara, áður en það fer að koma niður á lífsgæðunum. Stundum væri betra að við réðum fleira fólk til þess að sinna störfunum og dreifðum þeim á fleiri herðar, jafnvel þótt það kostaði það að lækka eitthvað í tekjum. Ef til vill þarf að byggja hugmyndina um eitt starf á spítalanum betur inn í kjarasamningana og háskóla- sjúkrahússamninga líka, þannig að menn geti unnið utan hans, til dæmis í Háskólanum eða í einkarekstri með ákveðnu hámarki áður en spítalahlutinn færi að lækka." Er ekkert slíkt fyrir hendi núna? „í raun og veru ekki. Þetta þýðir að ef maður er 100% sérfræðingur og tekur að sér 37% dósentsstarf að auki, þá verður hann í sama vinnutímanum að fá starfsfélaga til að vinna störf, sem háskólakennarinn er keyptur til að vinna, ef hann á að geta sinnt kennsluhlutverkinu vel. Að vísu ber háskólakennar- inn meiri ábyrgð á kennslunni en starfsfélagamir sem eru ekki ráðnir af Háskólanum í kennslu, en þeir komast heldur ekki sem sérfræðingar á háskóla- sjúkrahúsi undan vissri ábyrgð á henni og fá ekki umbun fyrir það eins og sjúkrahúskerfið er nú. Fjármagni er misskipt í heilbrigðisþjónustu. Fjár- magnið hefur ekki alltaf fylgt eftir þeim breytingum sem orðið hafa í þjóðfélaginu. Fólk hefur flutt á suð- vesturhorn landsins en þjónustan eykst ekki í takt við það. Dæmi eru um heilbrigðisstarfsmenn utan Reyk- javíkur, þó kannski ekki í hópi lækna, sem hafa orðið tiltölulega litlu hlutverki að gegna. Mikið af því fólki sem þeir önnuðust er nú sent eða það velur að fara annað, en starfsfólkið fylgir ekki með. Nærtækt dæmi er í ljósmæðrastörfum. í stað þess að færa til fjármagn þangað sem þess er þörf þegar álagið eykst, er okkur gert að sæta flötum niðurskurði. Á minni deild hefur gengið þó nokkuð vel að spara og afla sértekna, en þrátt fyrir það er þjónustan í járnum. Fólk hættir ekki að vera veikt, konur hætta ekki að fæða og við losnum ekki við krabbamein og þó kröfur um meiri og betri þjónustu aukist með fleiri skjólstæðingum að auki, þá fylgir fjármagnið ekki með. Ef við mætum niðurskurðinum sem nú á að fara í með lokunum og minni þjónustu þá verður stjórn- unarhlutverkið þyngra og erfiðara. Við verðum að eyða meiri tíma í að finna lausnir á fjárhagsvandan- um í stað þess að fá umbun fyrir að standa okkur vel og meira fjármagn til að mæta fleiri verkefnum sem samfélagið vill að við sinnum.“ Læknadeildin þarf á uppbyggingu að halda „Læknadeildin stendur frammi fyrir því á næstu árum að þurfa að fjölga læknanemum til að mæta þörf fyrir lækna. Störf lækna hafa breyst og spár sem gerðar voru fyrir 10 árum eiga ekki við í dag. Læknar fara í fleiri og fjölbreyttari störf en áður. íslendingar eru ekki aðeins að framleiða lækna fyrir heima- markað, heldur fyrir víðari markað í öllum heiminum. Við verðum að efla og bæta kennsluna og 364 Læknablaðið 2001/87 J
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.