Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.2001, Page 93

Læknablaðið - 15.04.2001, Page 93
Ljósmynd: Ljósmyndadeild Landspítala Hringbraut. UMRÆÐA & FRÉTTIR / LÆKNAR OG STJÓRNUN það kostar erfiði fyrir kennara, sem þurfa að eyða meiri tíma í hana en áður. Kennslan er heldur betur borguð nú en áður var og einnig hafa laun spítalalækna hækkað. Pess vegna mætti hugsa sér að starfið yrði hóflegra á hvorum vængnum fyrir sig og unnt yrði að ráða inn fleira fólk. Menn væru í 80% stöðu á spítalanum og 37% eða 50% stöðu við kennslu og hefðu þá einn dag í viku helgaðan háskólahlutverkinu á háskólasjúkrahúsinu. Ekki spara til að eyða meiru í stjómsýslu eða með því að halda gangandi ofrausn í heilbrigðisþjónustu, heldur á að nota það fé sem kynni að sparast tii þess að leggja upp læknanámið, hækka laun og bæta við kennslutitlum til sérfræðinga spítalans og þeirra sem þar hafa akademíska menntun að baki. Um leið má þá vænta meiri framlegðar þeirra í kennslu- og rannsóknarhlutverk háskólasjúkrahússins." Horfast verður í augu við breyttar aðstæður Hefur verið sest niður og farið í saumana á samstarfi Háskóla íslands og Landspítalans með tilliti til verkaskiptingar, hlutverks og ákvarðanatöku? „Margar tillögur hafa komið fram á síðustu 15 árum eða svo. Þær hafa aðallega komið frá háskóla- mönnum sem velta því fyrir sér hvemig á að byggja upp háskólasjúkrahús og bæta kennslu- og fræða- hlutverk sjúkrahússins, jafnhliða því að halda uppi fjölbreyttri þjónustu vegna sjúkdóma. Til eru skýrslur um hvemig megi stuðla að þessu en það er einkum núna sem komin er veruleg alvara í málið vegna samninganna sem gera þarf í kjölfar breytinga á háskólalögum og eftir sameiningaferli Hringbrautar- og Fossvogshluta spítalans. Landspítalinn var skírður upp á nýtt í fyrra og formlega gefið nafnið háskóla- sjúkrahús. Áður höfðu menn talað um að Land- spítalinn væri háskólasjúkrahús og kallað gamla Borgarspítalann kennslusjúkrahús. Nú er þessu öllu steypt saman og búnar til nýjar, sterkari einingar og um leið þarf að efla háskólastarfsemina. Menn hafa valið að fara þessa leið meðvitað. Þá þurfum við líka að tryggja akademísk áhrif á þjónustu, kennslu og fræðastarfsemi, þessi þrjú meginverkefni spítalans. Stjórnendur verða að vera þannig menntaðir að við getum gert til þeirra kröfur um þekkingu úr háskólastarfi og akademíska reynslu á öllum fag- sviðum sjúkrahússinus og í öllum stéttum. Við eigum að velja vel menntað fólk inn, og það þarf að fá nægilega góð laun, má ekki vera ofhlaðið verkefnum og nægilega margt til að geta höndlað þau verk sem þarf að sinna. Aukastarfavenjan íslenska þarf að víkja. Þeir sem eru með besta akademíska bak- grunninn eiga að hafa ákveðna forystu í uppbyggingu í heilbrigðisþjónustu á Landspítalanum. Það hggur í eðli málsins að frá háskólasjúkrahúsinu á að síast þekking út í þjóðfélagið. Þar með skal ekki gert lítið úr minni sjúkrahúsum á landsbyggðinni, en hlutverk þeirra hefur breyst. Það þarf að endurskipuleggja hvert fjármagn heilbrigðisþjónustunnar fer, færa til það sem ekki þarf lengur, nota fé frá Háskólanum vel og sjá til þess að það fé sem fer í ríkisrekinn íslenskan einkarekstur gegnum Tryggingastofnun nýtist einnig vel.“ Hver ber ábyrgð á að leiðrétta þetta? „Það er í verkahring Heilbrigðisráðuneytisins. Þar Læknablaðið 2001/87 365
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.