Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.2001, Qupperneq 94

Læknablaðið - 15.04.2001, Qupperneq 94
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LÆKNAR OG STJÓRNUN ræður þó á endanum pólitísk stefna. Byggðasjónar- mið í þessum málaflokki ganga stundum út á að vernda starfsemi sem mönnum finnst að ætti að vera fyrir hendi en er það ekki. Parna þarf að hugsa hlutina upp á nýtt og peninga sem losna mætti nýta til að stofna nýjar stöður við háskólasjúkrahúsið um leið og vinnuálagi er jafnað og stöðugildi færð nær raunveruleikanum. Öll launamál eru hins vegar viðkvæm, þar sem þau fjalla um hvað menn telja sig eiga að bera úr býtum fyrir vinnuframlag sitt. Það gengi til dæmis ekki að taka á einu bretti stöðu yfirlæknis og prófessors sem er ígildi 150% starfs og launa og skera launin niður að 100% starfi. Við verðum að finna einhverja millileið og geta boðið upp á góð laun fyrir fullt starf sem væru sambærileg við það sem gerist í löndunum í kringum okkur en um leið dreift verkunum á fleiri herðar. Það þarf líka að vera hægt fyrir lækna og aðra að færast úr stjórnunarstöðum og loka þeim ekki of lengi fyrir öðrum.“ Sárt að sjá menn vinna of lengi Ertu eftil vill að tala um að endurskoða ráðningar á ákveðnu árabili? „Já, innan heilbrigðisgeirans þarf slíkt að vera hægt. Ég tel kerfið sem verið er að koma á í Uppsölum mjög athyglivert. Þar eru menn ráðnir til þriggja ára í senn í yfirmannsstöðu og endurráða má þá tvisvar, mest í níu ár. Þá er gert ráð fyrir að menn fari aftur að vinna í starfi venjulegs sérfræðings. Allir hætta við 62 ára aldur í yfirmannsstöðum og eru endurþjálfaðir, ef með þarf, til að vinna sem almennir sérfræðingar þann starfstíma sem þeir eiga eftir. Enginn á að enda starfsævina í yfirmannsstöðu. Ég hef séð það gerast að yfirmenn eldast og hafa ekki sama starfsþrek og áður. Þeir hafa heldur ekki sömu getu til að fylgjast með og þar af leiðandi geta þeir ekki veitt sömu forystu og áður. Þeir draga sig til hliðar og verða lítið virkir og það er erfitt fyrir deildinar. Við verðum að bíða hér á íslandi þar til menn hafa náð 70 ára aldri áður en þeir hætta. Þetta er ekki gert í nágranna- löndunum, nema í Danmörku. Eftirlaun manna hér á landi ráðast af því í hvaða stöð þeir enda. Það þyrfti að vera hægt að miða við hæstu tekjur til eftirlauna en gefa mönnum frí til léttari starfa þegar þeir eldast og senda þá út á golfvöllinn mun fyrr en nú gerist. Sama máli gegnir um háskólastöður. Þær eiga ekki að vera eilífar. Ég held að það sé rangt að ráða prófessora til æviloka eða starfsloka um sjötugt. Um sextugt verð ég ekki með þá þekkingu á líftækni sam- tímans að ég verði nægilega góður leiðandi á mínu sviði. Eftir sextugt, og örugglega við 62-63 ára aldur, ætti ég að vera farinn að gera eitthvað annað en að vera prófessor. Sama máli gegnir um yfirlækna og annað háttsett starfsfólk innan hvers geira. Þú verður að geta fært þig til, en haft möguleika á að halda þinni reisn og launum. Mér finnst dálítið sárt að sjá menn stundum vinna of lengi. Svo þegar þeir eiga að fara að njóta lífsins á þeim launum sem þeir hafa vænst og eiga inni, þá bilar heilsan eða fólk er komið á þann aldur að það getur ekki notað sér þau eftiriaun sem unnið hefur verið fyrir. Við erum með of háan eftirlaunaaldur og hann þarf að vera sveigjanlegri en hann er nú. Sumir halda sér vel til sjötugs, aðrir brenna mun fyrr út. Nú eru fimm ára tímamörk á dósents- og lektorsstöður. Það er starfshvetjandi að þurfa að sækja aftur um stöðu og fá hana. Mér finnst að prófessorar eigi að vera undir það sama settir, en þeir þurfa lengri tíma. Tíu ár eru mátulegt í upphafi. Við erum ekki með sama starfsumhverfi og fyrir 90 árum þegar Háskólinn var stofnaður. Þá voru prófessorar í virðingarstöðu sem þeir héldu svo lengi sem þeir entust. Það á ekki við í samkeppnisumhverfi dagsins í dag. Eitt af baráttumálum í samningum um háskóla- sjúkrahús er að tengja saman háskóla- og sjúkrahús- stöður þannig að hægt sé að fá háskólatitil ef við- komandi er virkur í kennslu, rannsóknum og fræða- starfsemi á háskólasjúkrahúsinu, jafnvel þó menn séu ekki í hinum formlegu háskólakennslustöðum. Þá þurfa menn líka að eiga möguleika á framgangi eins og í háskólakerfinu. Það þarf líka að vera svigrúm til að lækka úr háskólatitli eða í launum þá sem ekki eru nægilega virkir. Læknafélag Reykjavíkur hefur komið með athygliverðar hugmyndir um að menn séu í byrjun fyrst og fremst í klínískri vinnu en ef þeir sýna árangur þar, með því að takast á hendur rannsóknir jafnhliða, þá geti þeir fengið stöður sem eru meira kennslu- og rannsóknatengdar og jafnvel farið út í að sinna nær eingöngu rannsóknum. En það er ekki nóg að hafa bara möguleika á framgöngu, það þarf líka að vera möguleiki á „afturgöngu", ef menn standa ekki undir væntingum." Á fleygiferð Telur þú að nú sé lag til breytinga? „Já, með stofnun háskólasjúkrahúss er lag að bæta spítalann. Það eru vissulega ýmis ljón á veginum og það verður að gera kröfu til sanngjarnrar mála- miðlunar og samráðs við fólk og leyfa breytingunum að gerast með þeim hraða sem þarf. Einhver hafði orð á því á fundi nýlega að við væru á fleygiferð og ég sagði að rútan mætti ekki aka svo hratt að sumir dyttu af henni, öðrum liði illa og bílstjórinn vissi ekki hvert hann væri að fara. Hann verður jafnvel að ráðgast við farþegana um hversu hratt skuli farið og hvaða leið sé best að aka.“ aób 366 Læknablaðið 2001/87
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.