Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.2001, Page 108

Læknablaðið - 15.04.2001, Page 108
f FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Staða sérfræðings í almennum lyflækningum og hjartalækningum Laus er til umsóknar staða lyflæknis með undirgrein í hjartasjúkdómum við lyflækningadeild. Umsækjandi skal hafa fullgild réttindi í lyflækningum og hjartalækningum. Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu í öllum hefðbundnum störfum hjartasérfræðings, sérstaklega í hjartaómskoðunum og gangráðsísetningum. Einnig skal umsækjandi hafa góða reynslu í almennum lyflækningum. Staða sérfræðings í almennum lyflækningum Laus er til umsóknar staða lyflæknis við lyflækningadeild. Umsækjandi skal hafa fullgild réttindi í almennum lyflækningum og einhverri undirgrein lyflækninga, til dæmis meltingarfærasjúkdómum, krabbameins- eða blóðlækningum eða nýrnasjúkdómum. Störfunum fylgir vaktaskylda á lyflækningadeild, þátttaka í kennslu heilbrigðisstétta og þjálfun aðstoðar- og deildarlækna, auk þátttöku í rannsóknavinnu. Við ráðningu verður lögð áhersla á faglega þekkingu ásamt hæfileikum á sviði samskipta, samvinnu og sjálfstæðra vinnubragða. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningum sjúkrahúslækna og möguleiki er á ferliverkasamningi við sjúkrahúsið. Umsóknum skulu fylgja ítarlegar upplýsingar um náms- og starfsferil ásamt upplýsingum um fræðilegar rannsóknir og ritstörf auk kennslustarfa. Umsóknarfrestur um framangreindar stöður er til 20. apríl 2001. Stöðurnar veitast frá 1. júní eða eftir samkomulagi. Umsóknir á þar til gerðum eyðublöðum, ásamt fylgiskjölum, skulu berast í tvíriti til Þorvaldar Ingvarssonarframkvæmdastjóra lækninga. Nánari upplýsingar gefa Jón Þór Sverrisson forstöðulæknir lyflækningadeildar, í síma 460 3100, Nick Cariglia yfirlæknir meltingasjúkdóma á lyflækningadeild og Þorvaldur Ingvarsson framkvæmdastjóri lækninga í síma 460 3100, tölvupóstur thi@fsa.is Staða yfirlæknis á meinafræðideild Staða yfirlæknis á meinafræðideild er laus til umsóknar. Við deildina vinna fimm starfsmenn en verður fjölgað um tvo innan tíðar, jafnframt stendur fyrir dyrum flutningur í nýtt húsnæði. Deildin, sem er vel tækjum búin, þjónar um 40 þúsund manna byggðarlagi, það er mestöllu Norðurlandi og Norðausturlandi. Árlega berast skurðsýni úr 2.400-2.500 sjúklingum og krufningar eru á bilinu 45- 50, um helmingur þeirra réttarfræðilegur. Vaktskylda er innifalin. Starfsfólk deildarinnar hefur annast meinafræðikennslu við heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri og vinna við rannsóknaverkefni er orðin veigamikill þáttur í daglegu starfi. Hefur sérstök rækt verið lögð við rannsóknir á sjúkdómum í meltingarvegi í samvinnu við speglunardeild. Á döfinni er samstarf við líftæknifyrirtæki og áform um samstarfsverkefni með Háskólanum á Akureyri eru á umræðustigi. í umsókn skal gerð grein fyrir náms- og starfsferli, rit-, kennslu- og stjórnunarstörfum, svo og sérstökum áhugasviðum faglegs efnis. Við ráðningu verður sérstaklega tekið mið af sem víðtækastri reynslu í klínískri vefjameinafræði. Færni í túlkun ónæmisfræðilegra litunaraðferða er áskilin. Lagt verður mat á framlagðar ritsmíðar. Staða sérfræðings á meinafræðideild Staða sérfræðings á meinafræðideild er laus til umsóknar. Óskað er eftir ítarlegum upplýsingum um nám og fyrri störf, þar með talin rannsóknavinna og kennsla. Umsækjandi þarf að geta unnið sjálfstætt, meðal annars sinnt frystiskurðarþjónustu. Auk hefðbundinnar vinnu við sjúkdómsgreiningu, er ætlast til þátttöku í rannsóknaverkefnum og kennslu. Umsóknarfrestur um framangreindar stöður á meinafræðideild er til 1. júní 2001, en stöðurnar veitast frá 1. september eða eftir samkomulagi. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningum sjúkrahúslækna. Við ráðningu verður lögð áhersla á faglega þekkingu ásamt hæfileikum á sviði samskipta, samvinnu og sjálfstæðra vinnubragða. Umsóknum skulu fylgja ítarlegar upplýsingar um náms- og starfsferil ásamt upplýsingum um fræðilegar rannsóknir og ritstörf auk kennslustarfa. Umsóknir á þar til gerðum eyðublöðum, ásamt fylgiskjölum, skulu berast í tvíriti til Þorvaldar Ingvarssonar framkvæmdastjóra lækninga, sem jafnframt veitir nánari upplýsingar í síma 463 0109, tölvupóstfang: thi@fsa.is Öllum umsóknum um stöðurnar verður svarað. 380 Læknablaðið 2001/87
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.