Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2001, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 15.07.2001, Blaðsíða 14
FRÆÐIGREINAR / LIFRARMEINVÖRP leyti eru þær mismunandi að gæðum, ekki síst hvað varðar fjölda sjúklinga og tölfræðilega úrvinnslu. Sumir forspárþættir hafa reynst veigameiri en aðrir. Þegar lilið er á sex stærstu rannsóknirnar, sem allar eru með yfir 200 sjúklingum og tölfræðileg úrvinnsla gerð með fjölbreytugreiningu, kemur í ljós að eftirfarandi þættir reyndust sjálfstæðir/óháðir áhættuþættir í þeim öllum: 1. krabbamein staðbundið í lifur (það er ekki vöxtur utan lifrar); 2. út- breiðsla/dreifing æxlisins innan lifrar; 3. stærð og 4. fjöldi meinvarpa í lifur. I fjórum rannsóknanna reyndust horfur síðri við lifrarmeinvörp sem greinast samtímis frumæxlinu og þar sem stuttur tími líður frá greiningu frumæxlis og meinvarps í lifur. Einnig eru lífshorfur taldar verri, komi í ljós við aðgerð að frumæxli hafi sáð sér í eitla í garnahengi (stig Dukes C) og ef CEA (carcinoembryonic antigen) mælisl hátt í sermi. Aðrar rannsóknir hafa þó ekki getað staðfest þetta og sennilega eru síðastnefndu þættirnir ekki eins sterkir forspárþættir og þeir fjórir fyrstnefndu (30,51,56,57,59). Aldur og kyn hafa óverulega þýðingu hvað varðar lífshorfur sjúklinga eftir skurðaðgerð. Hins vegar eru krabbameinsfríar skurðbrúnir eftir lifraraðgerð mikilvægar og í mörgum rannsóknum er miðað við yfir 10 mm til að telja megi lifraraðgerðina mögulega læknandi (25,30,31,57,59,46,47). Svokölluð útskots- æxli (satelite lesions) í lifrinni eru einnig slæmt teikn og benda til dreifingar krabbameinsins innan lifrarinnar (29-31). Áðurnefnda rannsókn frá Memory Sloan Kettering Cancer Center verður að telja þýðingar- mestu rannsóknina í þessu sambandi, bæði vegna fjölda sjúklinga og hversu vel rannsóknin er uppbyggð (46). Þar er stungið upp á stigakerfi (Clinical Score System) til þess að velja út sjúklinga fyrir lifrarúrnám. Kerfið byggir á sex þáttum sem hver vegur eitt stig. Þættirnir eru: 1. ífarandi krabbameinsvöxtur utan lifrar; 2. ristilæxli sem sáð hefur sér í garnahengiseitla; 3. innan við 12 mánuðir líða frá greiningu lifrarmeinvarps og frumæxlis í ristli; 4. fjöldi lifrarmeinvarpa er meira en eitt; 5. stærsta lifrarmeinvarp er yfir 5 cm og 6. CEA er yfir 200 ng/ml. Niðurstaðan var sú að horfur sjúklinga með færri en tvö stig voru góðar eftir skurðaðgerð en enginn með fleiri en fimm stig læknaðist (46). Svipuðu stigakerfi hefur verið lýst í að minnsta kosti þremur öðrum rannsóknum (34,47,59). Frábendingar lifrarúrnáms Meinvörp annars staðar en í lifur, þar á meðal í svokölluðu lifrarbandi (hepatic ligament), eru frá- bending lifrarúrnáms (31,46-49). Útbreiðsla krabba- meinsins innan lifrar hefur einnig þýðingu. Sænsk rannsókn sýndi 22% fimm ára lífshorfur við meinvörp sem náðu til innan við 25% lifrarinnar en 0% fimm ára lifun ef meira en helmingur lifrarinnar var undirlagður (7). í flestum rannsóknanna virðast lífshorfur lakari ef meinvörp í lifur eru fleiri en þrjú (3,25,40,47,51,53,61). Nýlegar rannsóknir hafa þó ekki getað staðfest þetta. Auk þess eru fjölmörg dæmi um sjúklinga með fleiri en fjögur meinvörp, jafnvel í báðum lifrarblöðum, sem eru á lífi mörgum árum eftir aðgerð (30,31,48,55). Því getur orkað tvímælis að neita sjúklingi, sem hefur mörg skurðtæk lifrarmeinvörp, um lifrarúrnám enda þótt búast megi við að lífshorfur séu lakari en hjá sjúklingum með færri en þrjú lifrarmeinvörp. Endurtekið lifrarúrnám Eftir lifrarúrnám fá 50-70% sjúklinganna endurvakinn sjúkdóm, oftast að nýju í lifur (29,66- 68). Ekki hefur tekist að sýna fram á sannfærandi aukningu í lifun með því að bæta við krabba- meinslyfjum fyrir eða eftir lifraraðgerðina (adju- vant), hvort sem um er að ræða staðbundna (intrahepatic/intraportal) eða hefðbundna krabba- meinslyfjameðferð (3,25,48,54,69). Endurtekið lifrar- úrnám kemur til greina ef meinvörp eru bundin við lifur (20-30% sjúklinganna) (34,68,70,71). Árangur er oft góður en í samtals 24 rannsóknum gekkst 191 sjúklingur undir endurtekið lifrarúrnám með 1,2% skurðdauða og 26% fimm ára lifun (71,74). Önnur meðferðarúrræði Þegar meinvörp ristil- og endaþarmskrabbameina greinast er meirihluti þeirra (þrír fjórðu) óskurð- tækur (71,72). I völdum tilvikum hefur verið reynt að gefa krabbameinslyf og freista þess að fá óskurðtæk lifrarmeinvörp til að skreppa saman þannig að þau verði skurðtæk. Bismut og félagar lýstu nýlega marktækri stiglækkun (downstaging) hjá 16% af 330 sjúklingum með óskurðtæk lifrarmeinvörp. Með- ferðin samanstóð af 5-Fu og oxaliplatíni og 53 þessara sjúklinga gengust undir lifrarhögg með 40% fimm ára lifun (73). Niðurstöður sem þessar vekja vonir um bættan árangur eftir skurðaðgerðir en fleiri rannsóknir eru nauðsynlegar áður en hægt er að beita slíkri meðferð í stórum stíl. Svipað á við um frystimeðferð þar sem æxlið er fryst staðbundið í lifur (in situ), en slík meðferð kemur fyrst og fremst til greina við óskurðtæk lifrarmeinvörp (19-23). í rannsókn Ravikumar og félaga lifðu 28% af 32 sjúklingum tveimur árum eftir frystimeðferð (20). Aðeins ein rannsókn er framskyggn og slembuð þar sem frystimeðferð er borin saman við lifrarúrnám. I þessari tiltölulega litlu rannsókn reyndust sjúklingar sem fengu frysti- meðferð (n=63) hafa betri lífshorfur en þeir sem gengust undir hefðbundna skurðmeðferð (n=60), eða 44% miðað við 36% fimm ára lifun (21). Fleiri rannsóknir þarf þó til áður en hægt er að mæla með frystingu sem fyrstu meðferð skurðtækra lifrar- meinvarpa. 610 Læknablaðið 2001/87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.