Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.07.2001, Page 56

Læknablaðið - 15.07.2001, Page 56
UMRÆÐA & FRÉTTIR / PERSÓNUVERND OG FRIÐHELGI EINKALÍFS tryggja öryggi einstaklinganna hvers gagnvart öðrum í innbyrðis samskiptum þeirra (2). Þannig leggja ákvæði 1. mgr. 71. stjskr. og 8. gr. MSE ákveðnar skyldur á ríkið til lagasetningar og er sú skylda í meginatriðum tvíþætt. í fyrsta lagi er um að ræða skyldu til að þessum réttinduni einstaklinganna sé að vissu marki veitt vernd með ákvæðum refsilaga, sem gera brot annarra einstaklinga á þessum réttindum refsiverð. Skyldur ríkisins í þessum efnum eru þó ekki bundnar við að veita refsivernd, heldur beinast þær í öðru lagi til dæmis að því að binda í löggjöf skýrar reglur um öflun, skráningu og meðferð persónuupplýsinga, hvort sem um er að ræða meðferð stjórnvalda eða einkaaðila á upplýsingum, og að einstaklingur eigi rétt til aðgangs að upplýsingum um sjálfan sig (3). Tekið er sérstaklega fram í athugasemdum við 9. gr. stjórnskipunarlaga nr. 97/1995 (um breytingu á mannréttindaákvæðum stjórnarskrárinnar), að þörf á ákveðnum reglum um þetta svið hafi aukist mjög á undanförnum áratugum, samhliða ört vaxandi tækni við öflun og meðferð persónuupplýsinga. Við þessu hafi íslenski löggjafinn brugðist með setningu laga 121/1989 um skráningu og meðferð persónuupplýsinga, þar sem skýrar reglur komi fram um þessi efni og eftirlit með framkvæmd laganna sé falið sérstakri nefnd, Tölvunefnd (4). Er hér átt við „tölvulögin“ gömlu sem nú hafa verið leyst af hólmi með lögum nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupp- lýsinga (hér eftir skammstafað PVL). Samkvæmt PVL ber eftirlitsaðilinn nú nafnið Persónuvernd. 2.1.3. Réttur einstaklinga til að njóta fríðar um persónitupplýsingar er þáttur t mannréttindavernd: Samkvæmt þeim orðum athugasemdanna við lög nr. 97/1995 sem hér voru tilfærð, er réttur einstaklinga til að njóta friðar um persónuupplýsingar þáttur í vernd þeirra mikilvægu mannréttinda sem teljast til frið- helgi einkalífs og vernduð eru af íslensku stjórnar- skránni. Setning lagareglna um skráningu og meðferð persónuupplýsinga, nú PVL, er einn ríkasti þáttur- inn í viðleitni hins opinbera til að verða við þeirri stjórnarskrárbundnu skyldu sem lögð er á hinn almenna löggjafa, að tryggja einstaklingum friðhelgi einkalífs. Hefur löggjafinn brugðist við þeirri skyldu sinni með setningu tölvulaganna og síðan PVL, en meginmarkmið þeirra laga er að tryggja einstak- lingum að ekki séu misnotaðar um þá upplýsingar sem skráðar hafa verið með kerfisbundnum hætti (5). 2.2. Mannréttindasáttmálar og þjóðréttarlegar skiildbindingar, alþjóölegt sanistarf á sviði verndar persónuupplýsinga og friðhelgi einkalífs Vegna hinna sífelldu og öru tækniframfara hafa áhugi og áhyggjur fólks af vernd persónuupplýsinga og friðhelgi einkalífs aukist mjög frá því sem áður var 652 Læknablaðið 2001/87 og ný tækni og víðtækari möguleikar á söfnun upplýsinga og samkeyrslu þeirra hafa vakið upp margar spurningar, bæði lagalegar og siðferðilegar. Vegna þessa hefur aukist til muna alþjóðlegt samstarf á sviði verndar persónuupplýsinga og friðhelgi einkalífs. Árangur þess samstarfs eru fjölmargir alþjóðasamningar, reglugerðir og tilmæli Evrópu- sambandsins. Allir eiga þessir sáttmálar, tilskipanir og tilmæli það sameiginlegt, að þegar um er að ræða vinnslu persónuupplýsinga, er kveðið á um tilteknar ráðstafanir til að tryggja öryggi einstaklinga og virða sjálfsákvörðunarrétt þeirra. Þessar ráðstafanir felast einkum í því, að í fyrsta lagi er krafist samþykkis þess einstaklings sem upplýsingarnar varða. I öðru lagi að upplýsingum sé aðeins safnað í fyrirfram ákveðnum og skýrt skilgreindum tilgangi. í þriðja lagi að hinum skráða sé veittur aðgangur að upplýsingunum. I fjórða lagi að aðgangur annarra að upplýsingunum sé háður mjög ströngum takmörkunum. I fimmta lagi að hinum skráða séu veittar tilteknar upplýsingar. I sjötta lagi að hinum skráða sé veittur réttur til leiðréttingar eða afmáunar rangra eða villandi upplýsinga um sig. Hinar helstu þessara þjóðréttarlegu skuldbind- inga eru eftirfarandi, en ekki verður fjallað hér sérstaklega um hverja og eina (6). 1. Mannréttindasáttmáli Evrópu, 1950. 2. Alþjóðasamningur um borgaraleg og stjórn- málaleg réttindi, 1966. 3. Sáttmáli Evrópuráðsins um vernd einstaklinga varðandi vélræna vinnslu persónuupplýsinga, 28. janúar 1981. 4. Tilmæli ráðherranefndar Evrópuráðsins um heimild opinberra aðila til að veita þriðja aðila upp- lýsingar um persónur (R(91)10), 9. september 1991. 5. Tilmæli ráðherranefndar Evrópuráðsins um erfðarannsóknir fyrir heilbrigðisþjónustu (R(92)3), 10. febrúar 1992. 6. Tilskipun Evrópuþingsins og ráðherraráðsins um persónuvemd og frjálst flæði upplýsinga (nr. 95/46/EC), 24. október 1995. 7. Tilskipun Evrópuþingsins og ráðherraráðsins urn lögverndun gagnagrunna (nr. 96/9), 11. mars 1996. 8. Sáttmáli Evrópuráðsins um mannréttindi og líf- lækningar, 19. nóvember 1996. 9. Tilmæli Ráðherranefndar Evrópuráðsins um verndun heilsufarsupplýsinga (nr. R(97)5), 13. febrúar 1997. 10. Tilmæli Ráðherranefndar Evrópuráðsins um vernd persónuupplýsinga sem safnað er og unnið úr í tölfræðilegu skyni (R(97)18), 30. september 1997. 11. Helsinkiyfirlýsing Alþjóðafélags lækna frá 1964. 2.3. Islensk liiggjöf til verndar friðhclgi einkalífs Til viðbótar framangreindum alþjóðasamningum, er friðhelgi einkalífs tryggð með ýmsum >

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.