Læknablaðið - 15.07.2001, Blaðsíða 60
UMRÆÐA & FRÉTTIR / PERSÓNUVERND OG FRIÐHELGI E I N K A L [ F S
við að samtengingarheimildin hafi í för með sér að
verja þurfi mun minni tíma og mannafla til að
persónugreina þá einstaklinga sem upplýsingarnar
varða.
I fjórða lagi má velta því fyrir sér hversu vel til-
skipunin frá 1995 nr. 95/46/EC sé í takt við þann
tæknilega raunveruleika sem við lýði er nú, sex árum
síðar. Eins og tilskipunin er upp byggð, tekur hún
einkum mið af hinum svokölluðu móðurtölvum
(mainframes). Pegar slíkar vélar voru og hétu, voru
tölvur fáar og tölvukerfið þrepaskipt (hierarchical)
með einn aðila, ábyrgðaraðila, sem öllu réð. Vegna
tækniþróunarinnar er veruleikinn nú hins vegar sá,
að milljónir lítilla einkatölva tengjast í gegnum alls
kyns net, innri net fyrirtækja, háskólanet og svo
internetið. Þar er engin tölva öðrum æðri og enginn
einn aðili getur haft stjórn á öllu því flæði upplýsinga
sem þar á sér stað (16).
4.2. Eftirlit með framkvæmd GRL
Til þess að friðhelgi einstaklinganna sé tryggð
með sem órækustum hætti, svo og önnur þau réttindi
þeirra sem vernduð eru í lögum um persónuvernd og
meðferð persónuupplýsinga, er eftirlit með fram-
kvæmd laganna í höndum sjálfstæðrar, óháðrar
nefndar, Persónuverndar. Með því móti er talið að
sem best verði tryggt að hvorki stjórnvöldum,
einstaklingum né lögaðilum verði heimiluð vinnsla
persónuupplýsinga í bága við lögin. I 6. gr. GRL er
gert ráð fyrir sérstakri nefnd um gerð og starfrækslu
gagnagrunns á heilbrigðissviði, og er það meðal
annars hlutverk nefndarinnar að sjá um að gerð og
starfræksla gagnagrunnsins sé í samræmi við ákvæði
GRL og reglugerða sem settar eru á grundvelli þeirra
og skilyrði sem sett eru í rekstrarleyfi, „að því leyti
sem ekki er um að ræða lögbundið hlutverk Persónu-
verndar“. Af hinum ýmsu ákvæðum laganna og
reglugerðar nr. 32/2000 má sjá að auðveldlega getur
komið til skörunar á valdsviði nefndanna, og ekki
verður í fljótu bragði séð í höndum hvorrar
nefndarinnar ákvörðunarvaldið liggi. Ef til vill mætti
hafa hliðsjón af 37. gr. PVL um verkefni Persónu-
verndar, en þar segir í 2. mgr., að Persónuvernd
úrskurði í ágreiningsmálum sem upp kunni að koma
um vinnslu persónuupplýsinga. Ekki er það þó
vafalaus niðurstaða.
Einnig kann að vera ástæða til að velta því fyrir sér
hvort hlutleysi starfrækslunefndar sé nægilega tryggt
með þeirri skipan nefndarmanna sem kveðið er á um
í 6. gr. GRL og 15. gr. rg. nr. 32/2000, það er að þeir
skuli skipaðir af heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðherra, án tilnefningar. Þannig sé sá möguleiki fyrir
hendi að ráðherra, sem hefur fyrir hönd ríkisins
fjárhagslegra hagsmuna að gæta af starfrækslu
gagnagrunnsins, skipi í starfrækslunefnd þá nefndar-
menn sem hann sé fyrirfram búinn að ganga úr
skugga um að vinni í þágu hagsntuna ríkisins.
Þegar tillit er tekið til framangreindra atriða,
vaknar óhjákvæmilega sú spurning, hvort eftirlit með
framkvæmd GRL sé nægilegt.
4.3. Undanþágur í 3. mgr. 71. gr. stjskr. og 2. mgr. 8.
gr. MSE
í 7. gr. GRL felst rýmkun á aðgangi að sjúkra-
skrám og heimild til vinnslu upplýsinga úr þeim til
flutnings í miðlægan gagnagrunn, án upplýsts sam-
þykkis sjúklings. Spurning er, hvort þetta ákvæði
laganna samrýmist 71. gr. stjskr. og 8. gr. MSE um
friðhelgi einkalífs.
8. gr. MSE hljóðar svo:
1. „Sérhver inaður á rétt til friðhelgi einkalífs síns,
fjölskyldu, heimilis og bréfaskipta.
2. Opinber stjórnvöld skulu eigi ganga á rétt
þennan nema samkvœmt því sem lög mœla fyrir um
og nauðsyn ber til í lýðrœðislegu þjóðfélagi vegna
þjóðaröryggis, almannaheilla eða efnalegrar far-
sœldar þjóðarinnar, til þess að firra glundroða eða
glœpum, til verndar heilsu manna eða siðgœði eða
réttindum ogfrelsiannarra."
Eins og að framan er greint, var mannréttinda-
ákvæðum íslensku stjórnarskrárinnar breytt með
stjórnskipunarlögum nr. 97/1995, MSE til samræmis.
Eftir þá breytingu er ákvæðið um friðhelgi einkalífs
nú að finna í 71. gr. stjskr. og sbr. 9. gr. laganna, er 71.
gr. stjskr. nú svohljóðandi:
1. „Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og
fjölskyldu.
2. Ekki má gera líkamsrannsókn eða leit á manni,
leit í húsakynnum hans eða munum, nema samkvæmt
dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild. Það sama á
við um rannsókn á skjölum og póstsendingum,
símtölum og öðrum fjarskiptum, svo og hvers konar
sambœrilega skerðingu á einkalífi manns.
3. Þrátt fyrir ákvœði 1. mgr. má með sérstakri
lagaheimild takmarka á annan hátt friðhelgi einkalífs,
heimilis eða fjölskyldu efbrýna nauðsyn ber til vegna
réttinda annarra. “
Fyrir breytinguna 1995 var ákvæðið um friðhelgi
einkalífs að finna í 66. gr. stjskr. og hljóðaði það svo:
„Heimilið er friðheilagt. Ekki má gera húsleit né
kyrrsetja bréf og önnur skjöl og rannsaka þau nema
eftir dómsúrskurði eða eftir sérstakri lagaheimild. “
4.4. Hrd. (1989):28
I þessu sambandi verður að geta dóms Hæsta-
réttar frá árinu 1989, í dómasafni réttarins á bls. 28. í
dómi þessum reyndi á það hvort ákvæði í lögum um
Ríkisendurskoðun, sem heimilaði stofnuninni
skoðun á frumgögnum eða skýrslum sem færðar
væru samhliða reikningsgerð á hendur ríkinu (það er
að segja sjúkraskrá í þessu tilviki), stæðist einka-
lífsvernd sjúklinga og leyndarskyldu lækna. Var á því
656 Læknablaðib 2001/87