Læknablaðið - 15.07.2001, Blaðsíða 18
FRÆÐIGREINAR / LIFRARMEINVÖRP / SJÚKRATILFELLI
Lifrarmeinvörp eftir ristilkrabbamein
Tuttugu og átta ára gömul kona læknuð
með endurteknu lifrarúrnámi
Sjúkratilfelli
Ágrip
Tómas
Guðbjartsson',
Nick Cariglia2,
Shreekrishna
Datye2,
Lífshorfur sjúklinga sem greinast með lifrarmeinvörp
frá ristilkrabbameini eru slæmar og án meðferðar eru
flestir dánir innan árs (1,2). Lifrarúrnám er eina
læknandi meðferðin (3). Aðgerðinni má beita við
endurtekin meinvörp (4,5). Lýst er tilfelli af
endurteknu lifrarhöggi hér á landi.
Sjúkratilfelli
ENGLISH SUMMflRY
Guðbjartsson T, Cariglia N, Datye S, Magnússon J
Cure after re-resection of colorectal liver
metastases in a 28 year old woman. A case report
Læknablaðið 2001; 87: 614-7
Jónas Magntásson3'4
' Hjarta- og lungnaskurödeild
Háskólasjúkrahússins í Lundi,
2Fjóröungssjúkrahúsiö á
Akureyri, ’handlækningadeild
Landspítala Hringbraut,
iæknadeild Háskóla Islands.
Fyrirspurnir, bréfaskipti:
Tómas Guðbjartsson,
Algskyttevágen 37, S 226 53
Lund, Sverige. Netfang:
tomas.gudbjartsson@lund.
mail.telia.com
Lykilorö: rístilkrabbamein,
lifrarúrnám, sjúkratilfelli.
Tuttugu og átta ára áður hraust kona var lögð inn á
handlækningadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akur-
eyri (FSA) í júní 1990 vegna kviðverkja sem höfðu
ágerst á tæpu ári. Þremur vikum fyrir innlögn fæddi
hún sitt annað barn og gekk fæðingin vel. Eftir
fæðinguna ágerðust verkirnir og hægðir urðu tregar.
Vegna versnandi kviðverkja leitaði hún á bráða-
móttöku FSA. Þar var hún illa haldin af verkjum en
hitalaus og með eðlileg lífsmörk. Kviður var þaninn
og eymsli við þreifingu í hægri mjaðmargróf. Ekki
fundust merki um lífhimnubólgu og garnahljóð voru
lífleg. Þreifing á lifur var eðlileg og engar hægðir í
endaþarmi. Blóðhagur og sökk voru eðlileg við
komu.
Figure 1. Plain abdominal x-ray showing obstruction in
the descending colon with dilatation ofthe cecum.
Liver resection is the only well documented curative
treatment for colorectal liver metastases but without
surgery survival is dismal. Liver resections can be done for
re-metastatic colorectal cancers if the tumors are localized
in the liver. The first case of re-resection of colorectal liver
metastases in lceland is presented.
Key words: colorectal metastases, liver resection, case
report.
Correspondence: Tómas Guðbjartsson. E mail:
tomas.gudbjartsson@lund.mail.telia.com
Vegna gruns um garnastíflu var fengið kviðar-
holsyfirlit sem sýndi stíflu í vinstri hluta ristils
(colon descendens) með þenslu á digurgörn
(coecum) og þverristli (mynd 1).
Magasondu var komið fyrir og sjúklingnum
gefinn vökvi og sýklalyf í æð. Ristilspeglun daginn
eftir sýndi þrengingu í efri hluta vinstri ristils og
neðan við hann stóran ristilsepa. Einnig var fengin
tölvusneiðmynd af kviði sem sýndi fyrirferð við
áðurnefnda þrengingu auk tveggja þéttra fyrir-
ferða hvora í sínu lifrarblaði (mynd 2).
Síðar sama dag versnuðu kviðverkirnir og var
því gerð bráðaaðgerð þar sem kom í ljós fimm cm
stórt ristilæxli rétt fyrir neðan miltissveigju.
Framkvæmt var vinstra ristilbrottnám með teng-
ingu milli þver- og bugðuristils. Auk þess voru
tekin nálarsýni úr báðum lifraræxlunum en aðrar
fyrirferðir þreifuðust ekki í lifur.
Gangur eftir aðgerð var góður. Æxlið sem var
5,5 x 2,5 cm stórt reyndist miðlungi vel þroskað
slímfrumumyndandi kirtilkrabbamein (adenocar-
cinoma coli) og óx í gegnum öll vefjalög ristils og út
í hengisfitu. Krabbameinsvöxtur greindist í stærsta
af fjórum hengiseitlum. í námunda við æxlið
fundust auk þess sex separ, fimm þeirra um 0,5 cm