Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.07.2001, Side 79

Læknablaðið - 15.07.2001, Side 79
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÚR ERLENDUM LÆKNABLÖÐUM Enn Ijón á veginum Enn eru uón á veginum fyrir þá Suður- Afríkubúa sem þurfa á ókeypis lyfjum að halda vegna alnæmis. Eins og sagt var frá í maíhefti Lækna- blaðsins lyktaði langri baráttu milli suður-afrískra stjórnvalda og stórra lyfjafyrirtækja á þann veg að lyfjafyrirtækin féllu frá málsókn vegna notkunar á ódýrum eða ókeypis eftirlíkingarlyfjum sem notuð eru við alnæmi og fleiri alvarlegum sjúkdómum. En nú hefur dr. Manto Tshabalala-Msimang, heilbrigðismálaráðherra Suður-Afríku, lýst því yfir að jafnvel ódýrustu lyfin séu stjórnvöldum ofviða og því muni ekki verða af dreifingu þeirra til sjúklinga, eins og hugur Nelsons Mandela stóð til er hann sagði hindrunum lyfjafyrirtækjanna stríð á hendur. Þrátt fyrir yfirlýsingar heilbrigðisráðherrans hafa tvö héruð í Suður-Afríku ákveðið að standa fyrir ókeypis dreifingu á alnæmislyfjum. Það er Gauteng, þar sem stórborgirnar Jóhannesarborg og Pretóría eru, og KwaZulu-Natal þar sem dánartíðni af völdum al- næmis er hæst í Suður-Aríku. Þau gera þetta í trássi við stefnu stjórnvalda og án þess að hafa gert grein fyrir því á hvern hátt kostnaðurinn verði greiddur, eða innheimtur síðar hjá stjórnvöldum. Grannríkið Botswana, þar sem lífskjör eru einnig mjög bág, hefur einnig ákveðið að kosta dreifingu á lyfjum sem lyfjafyrirtæki afhendir stjórnvöldum landsins frítt. í umfjöllun um kostnað vegna alnæmis í sunnanverðri Afríku á aþjóðlegri alnæmisráðstefnu síðastliðið sumar, kom fram að tíðni greindra HTV-smita jókst 43-falt á árunum 1991-1998 í KwaZulu-Natal. Kostnaður, bæði einstaklinga og stjórnvalda, er að sliga íbúa sunnanverðrar Afríku. Líklegt er að baráttan, sem háð var til að aflétta lögsókn lyfjarisanna gegn stjórnvöldum í Suður-Afríku, beini sjónum heimsins enn um sinn að Suður-Afríku og leiðir verða vonandi fundnar til að dreifa lyfjum til þeirra sem mest þurfa á þeim að halda. Afríka sunnan Sahara hefur orðið verst úti af völdum alnæmis og er talið að hlutfall HlV-jákvæðra þar sé um 8%. Næsthæsta tíðni er að finna í Karíbahafi þar sem um 2% íbúa eru HlV-jákvæðir. Hæst er hlutfallið á Haítí þar sem 5% fólks ber veiruna í sér en lægst á Kúbu 0,02%. Víða á eyjum Karíbahafs er litla eða enga lyfjameðferð að hafa og íbúar svæðisins óttast að svo muni verða áfram, þar sem fátækl er víða mikil, almenn fáfræði um smitleiðir og varnir og fáir þekki til vandans sem þar er við að etja. í nýlegri umfjöllun í JAMA, tímariti amerísku læknasamtakanna, segir Bilali Camara að tilhneiging sé til gleyma eyjunum í Karíbahafi vegna þess að þar búi svo fáir, en íbúar svæðisins séu hins vegar fullar 36 milljónir. Camara, sem er læknir og stjórnmálamaður, ávarpaði nýlega Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna og minnti á að ef ekkert yrði að gert stefndi hraðbyri í sama ástand í Karíbahafi og í sunnanverðri Afríku. Heiniildir: BMJ 2001 ;322:1441 (16. júní 2001); Umfjöllun á Medscape.com frá: XIII International AIDS Conference, 16. júlí 2000 um kostnað stjórnvalda í Afríku vegna alnæmis; JAMA 285/23,20. júní 2001. aób Tyrkneskir læknar sæta þvingunum stjórnvalda Tyrknesk stjórnvöld hafa að undan- förnu reynt að fá tyrkneska lækna til að taka þátt í að neyða fæðu ofan í pólitíska fanga sem fóru í hungurverkfall tii að mótmæla versnandi aðbúnaði. Fangarnir hófu aðgerðir fyrir liðlega hálfu ári, þegar ákveðið var að færa þá í nýtt fangelsi þar sem þeir óttast að fangaverðir hafi meiri möguleika til að beita þá harðræði og/eða pyntingum. Um 800 fangar og ættingjar fanga hafa tekið þátt í aðgerðunum. Yfirvöld í Tyrklandi halda því fram að það heyri undir læknismeðferð að neyða mat ofan í þá sem eru í hungurverkfalli en læknar í landinu hafa mótmælt harðlega og neita að taka þátt í þvingununum. Yfirvöld hafa svarað með því að draga lækna fyrir rétt. Læknarnir vísa meðal annars til alþjóðlegra sáttmála er fjalla um siðfræði og siðareglur lækna. Meðal annars benda þeir á Hamborgaryfirlýsinguna, sem sam- þykkt var í nóvember 1997, og fjallaði sérstaklega um rétt lækna til að neita að eiga aðild að eða sitja hjá ef beitt er ómannúðlegri meðferð eða pyntingum (World Medical Association Declaration Concerning Support for Medical Doctors Refusing to Participate in, or to Condone, the Use of Torture or Other Forms of Cruel, Inhuman or Degrading Treat- ment). Þann 22. desember síðastliðinn sendi Læknafélags Tyrklands frá sér frétta- tilkynningu þar sem greint var frá stefnu félagsins varðandi samskipti lækna við yfirvöld og fanga sem eru í hungur- verkfalli. I fréttatilkynningunni voru tyrk- nesk stjórnvöld einnig gagnrýnd fyrir að beita fanga ofbeldi og harðræði, meðal annars með því að handjárna rúmliggjandi fanga við rúm sín. Nokkrum dögum áður, þann 19. desember, hafði soðið upp úr milli fanga og lögreglu vegna fanga- flutninganna með þeim afleiðingum að 20 fangar og tveir öryggisverðir létu lífið. Ugeskrift for læger 2001; 163, bls. 3495.18. júní 2001. aób Læknablaðið 2001/87 675

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.