Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2001, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 15.07.2001, Blaðsíða 45
UMR/EÐA & FRÉTTIR / ÚTSKRIFT ÚR LÆKNADEILD Nýkandídatar í móttöku LÍ. Ljósm.: Bára. Hvert svo sem lífshlaup ykkar verður þá skuluð þið fyrst og fremst leggja stund á uppbyggilega gagnrýni fremur en persónulegan meting og muna það eitt, að með bestu eigindum mannsins er að kunna að deila kjörum hvert með öðru og gleðjast yfir velgengni hvers annars. í Hannesar Árnasonar fyrirlestrum sínum Einlvndi og marglyndi segir Sigurður Nordal: „Mertn dástað metorðum og titlum, alls konar persónulegu glingri og glysi, í stað þess að leita sjálfs manngildisins. Menn festa hugann við alls konar sjónhverfingar þjóðfélagsins og grímubúninga menningarinnar í stað hlutanna sjálfra. Hver manneskja er aðdáanleg í sjálfri sér, það afhenni sem er satt og eðlilegt, enþaðer ekki víst,aðsú falsmynd af sjálfri sér sem hún vill vera, eða aðrir vilja dást að, eigi sér nokkurn rétt til aðdáunar. “ Pað er hollt hverjum lækni að leggja stund á rannsóknir, hafi hann til þess metnað. Sá metnaður að leita sannleikans er heilbrigður. Þær rannsóknir, sem stundaðar eru af sköpunarþörf, metnaði og ástríðu verða yfirleitt samferðamönnum til gagns, fylgi þeim hin barnslega óspillta undrun og lotning fyrir viðfangsefninu, manninum sjálfum. En engin er rós án þyrna. Menn eiga að finna kröftum sínum viðnám við vísindaiðkun og með þeim hætti einum leiðir hún til aukins þroska og full- nægju. Rannsóknir sem og starf læknisins eru ekki teknar út með sældinni og það vissi Hippókrates: „Ars longa vita brevis, occasio praeceps, experientia fallax, judicium difficile. “ I áðurnefndum fyrir- lestrum gerir Sigurður Nordal undrunina að umtalsefni með eftirfarandi hætti: „Bak við eyði- mörkina er ný útsýn og nýr skilningur. Þar undrast menn stjörnurnar og blómin sem vísindamenn, manneskjurnar sem skáld og sálfrœðingar, yftrborð hlutanna sem málarar. En alltaf undrast menn ef rétt er séð. Því undrunin er ekki eingöngu upphaf allrar visku og speki, eins og Platón sagði, heldur líka endir hennar. Hvar sem við leitum fyrir okkur að vita og skilja, finnum við að lokum ómœlandi haf og óleysandi gátur. Og gagnvart því er aðeins ein afstaða til: að beygja kné sín og undrast. “ Að þessum orðum sögðum vil ég óska ykkur, nýir kandídatar, til hamingju með þennan áfanga í lífi ykkar og bjóða ykkur velkomin í Læknafélag íslands, sem er stéttarfélag ykkar, hagsmunafélag og fagfélag eins og segir um lilgang félagsins í lögum þess. Af þessu tilefni vil ég biðja ykkur um að taka við lögum félagsins og viðaukum um dómstóla þess og Codex Ethicus íslenskra lækna um leið og þið undirritið eiðstafinn. Að svo mæltu vil ég gefa Reyni Tómasi Geirssyni, forseta læknadeildar orðið.“ Heitorð lækna Ég sem rita nafn mitt hér undir, lofa því og legg við drengskap minn að beita kunnáttu minni með fullri alúð og samvizkusemi, að láta mér ávallt annt um sjúklinga mína án manngreinarálits, að gera mér far um að auka kunnáttu mína í læknafræðum, að kynna mér og halda vandlega öll lög og fyrirmæli er lúta að störfum lækna. Hildur Björg Ingólfsdóttir undirritar Heitorð lœkna. Ljósm.: Bára. Læknablaðið 2001/87 641
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað: 7-8. tölublað (15.07.2001)
https://timarit.is/issue/378313

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

7-8. tölublað (15.07.2001)

Aðgerðir: