Læknablaðið - 15.07.2001, Blaðsíða 13
FRÆÐIGREINAR / LIFRARMEINVÖRP
Lifrarmeinvörp frá krabbameini
í ristli og endaþarmi
Yfirlitsgrein um skurðmeðferð
Tómas
Guðbjartsson1,
Jónas Magnússon2’3
‘Hjarta-og lungnaskurödeild
Háskólasjúkrahússins í Lundi,
2handlækningadeild
Landspítala Hringbraut,
'læknadeild Háskóla íslands.
Bréfaskipti, fyrirspurnir:
Tómas Guðbjartsson,
Algskyttevágen 37, S 226 53
Lund, Sverige. Netfang:
tomas.gudbjartsson@
lund.mail.telia.com
Lykilorö: lifrarmeinvörp,
lifrarúrnám, yfirlitsgrein.
Ágrip
Lifrarmeinvörp eru tíður fylgifiskur krabbameina í
ristli og endaþarmi. í vissum tilvikum er hægt að
lækna slík meinvörp með skurðaðgerð. í þessari yfir-
litsgrein er greint frá bættum árangri lifrarskurðað-
gerða og hvernig best er að velja sjúklinga sem hafa
gagn af slíkri skurðaðgerð.
Inngangur
Krabbamein í ristli og endaþarmi var þriðja
algengasta krabbameinið á íslandi á árunum 1995-
1999 hjá báðum kynjum. Árlega greinast um það bil
110 einstaklingar með sjúkdóminn og tæplega
helmingur þeirra deyr af völdum hans (1). Við
greiningu eru 10-25% sjúklinganna með meinvörp í
lifur (synchronous metastases). Síðar bætast 30-40%
sjúklinga í þennan hóp (metachronous metastases)
(2-8) en án meðferðar lifa flestir þessara sjúklinga í
kringum hálft ár og fáir lengur en tvö ár (2,9-11).
Krabbameinslyfjameðferð lengir líf sjúklinga með
lifrarmeinvörp, en þó aðeins upp að vissu marki og
ekki er hægt að búast við lækningu nema í algerum
undantekningartilvikum (12-16). Engu að síður hafa
krabbameinslyf hlutverki að gegna sem líknandi
meðferð og sama á við um geisla- og frystimeðferð
(cryo-surgery) (19-23).
Lifrarúrnám sem læknanadi meðferð
Brottnám lifrarmeinvarpa með skurðaðgerð, eða
svokallað lifrarúrnám (resection), er á hinn bóginn
vel rannsökuð meðferð með talsverðum möguleika á
lækningu. í dag eru skráðar í gagnabönkum líf-
vísindagreina (Medline) 25 afturvirkar rannsóknir,
með að minnsta kosti 100 sjúklingum hver, sem
gengist hafa undir lifrarúrnám vegna meinvarpa í
kjölfar ristil- og endaþarmskrabbameins. Samtals
náðu rannsóknirnar til rúmlega 7000 sjúklinga og
fimm ára lífshorfur þeirra voru 29% (miðtala, bil 22-
43%) og skurðdauði 3,3% (dauði innan 30 daga eftir
aðgerð) (miðtala, bil 0-6%) (24-49). Ein rann-
sóknanna tók til 24 bandarískra sjúkrahúsa og 859
sjúklinga sem gengust undir lifrarúrnám á árunum
1948-1984. Fimm ára lífshorfur reyndust 32% og
sjúkdómsfrí fimm ára lifun 24% (25), en síðarnefnda
talan er víða notuð sem mælikvarði á fjölda þeirra
sem læknast eftir lifrarúrnám (50). Stærsta rann-
sóknin er frá Memory Sloan-Kettering Cancer
Center í New York. Par var framkvæmd 1001 aðgerð
á 13 árum, með 37% fimm ára og 22% 10 ára
ENGLISH SUMMARY
Guðbjartsson T, Magnússon J
Colorectal liver metastasis. An evidence based
review on surgical treatment
Læknablaðið 2001; 87: 609-12
Liver metastases are common in patients with colorectal
cancer, liver resection being the only well documented
curative treatment. In this evidence based review,
improved results after liver resection are presented and
stated how patients are best selected for surgery using
specific selection criteria.
Key words: colorectal liver metastasis, liver resection,
review.
Correspondence: Tómas Guðbjartsson. E-mail:
tomas.gudbjartsson@lund.mail.telia.com
lífshorfum (miðtölur) (46). í sænskri rannsókn með
111 sjúklingum voru fimm ára lífshorfur heldur lakari
en í bandarísku rannsóknunum sem nefndar voru
áður, eða 25% (48). Engin rannsóknanna 25 sem
nefndar voru hér á undan voru slembaðar og vel
skilgreindur viðmiðunarhópur því ekki til staðar.
Engu að síður er ljóst að árangur eftir lifrarúrnám er
miklu betri en þar sem engin meðferð eða eingöngu
krabbameinslyfjameðferð er veitt (11,12,16,39).
Lifrarúrnám er því fýsilegur kostur i völdum
tilfellum en er þó ekki lækning fyrir alla sjúklinga
sem hún er reynd á. Lifunartölurnar eftir skurð-
aðgerð gefa til kynna að meirihluti sjúklinga deyi
innan fárra ára frá aðgerð og alvarlegir fylgikvillar
eins og sýkingar, blæðingar og lifrarbilun eru fylgi-
fiskar aðgerðar. Ábending fyrir aðgerð er því ekki
fyrir hendi nema ákveðnum ströngum skilmerkjum
sé fullnægt. Ef þeim er ekki fylgt er lifrarúrnám ekki
möguleg læknandi aðgerð.
Val á sjúklingum fyrir lifrarúrnám
Til þess að vanda sem best valið á sjúklingum fyrir
lifrarúrnám er hægt að kanna forspárþætti lífshorfa.
Á síðustu 20 árum hafa birst 29 rannsóknir þar sem
litið er sérstaklega á forspárþætti lífshorfa í þessum
hópi sjúklinga (28-32,34,35,40,41,43,46-49,51-65).
Rannsóknirnar eru allar afturskyggnar en að öðru
Læknablaðið 2001/87 609