Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2001, Blaðsíða 53

Læknablaðið - 15.07.2001, Blaðsíða 53
UMRÆÐA & FRÉTTIR / PERSÓNUVERND OG FRIÐHELGI EINKALÍFS fyrirvari skuli vera meiri gagnvart grunni sem hefur meira öryggiseftirlit en allir þekktir grunnar til þessa, en þessi staðreynd segir okkur að freisting til misnotkunar er meiri en áður þekkist. Nátengd þessu er sú umræða sem hefur verið um það hvort upp- lýsingar verði persónugreinanlegar eða ekki. Sam- kvæmt skilgreiningu laganna er svo ekki en ýmsir sérfræðingar sem skoðað hafa hugmyndir um upp- setningu hans meina að svo sé, meðal annars sá sér- fræðingur sem Læknafélag íslands leitaði til. 5. Sérlög: Sú staðreynd að ástæða þótti til að setja sérlög um þennan grunn segir út af fyrir sig að hann sé sérstakur. í upphafi voru átaksmálin öll þau sem hér greinir að meira eða minna leyti. Smám saman einskorðaðist umræðan við eitt atriði. Ef aflað yrði samþykkis sérhvers ntanns væri hægt að flytja ábyrgðina á þessum álitamálum til þegnanna sem hver um sig gæti tekið afstöðu til þeirra. Ætlað samþykki er út frá þessum forsendum ekki nægilegt enda ljóst að ótalmörg atriði geta orðið til þess að einstaklingar hafi ekki frumkvæði að því að segja sig úr grunninum. Nægir að vitna í þátttöku í kosningum þar sem í ljós kemur að margir þeirra sem ekki taka þátt hafa engu að síður skoðun á tilefninu og telja jafnvel að það sé mjög mikilvægt. Mögulegar leiðir til sátta í þeim viðræðum sem rekstrarleyfishafi miðlægs gagnagrunns, Islensk erfðagreining, og Læknafélag Islands átlu voru stigin ntikilvæg skref. Fyrirtækið féllst á að leitað yrði til sérhvers ntanns með sam- þykki og félagið féllst á það að þetta fyrirkomulag yrði algilt fyrir allar afturskyggnar rannsóknir en einskorðaðist ekki við umræddan, miðlægan grunn. Pó náðist ekki samkomulag og verður það ekki rakið hér hvernig á því stóð, enda flestum kunnugt. Undirbúningur að stofnun gagnagrunnsins er langt kontinn. Enn er mikið ósætti meðal lækna, vísindamanna og fyrirtækisins og fyrirsjáanlegt að notkun grunnsins án frekari umleitana til sátta verður erfiðleikum háð fyrir alla aðila. Rekstrar- leyfishafi hefur öll tilskilin leyfi og hefur þegar stofnað til samninga við margar heilbrigðisstofnanir á sama tíma og margir starfsmenn þeirra hafa lýst yfir andstöðu og leggja jafnvel störf sín að veði. Hvað er til ráða? Benda má á þrjár leiðir: 1. Fyrirtækið beiti sér fyrir því að leita til allra landsmanna um samþykki og ákvæðum laga verði breytt þannig að samrýmist því. Þetta er afar ólíkleg Jón Snœdal írœðupúlti á leið, því ekki er fyrir því neinn pólitískur vilji og ef málþingi lœkna og fyrirtækið ætlaði sér að fara þessa leið væri það löngu lögmanna. búið að því. 2. Réttindi sjúklinga verði aukin frá því sem nú er með því að þeir geti hvenær sem er látið farga gögnum um sig sem komin eru í grunninn. Þessi leið var talin tæknilega ófær þegar lögin voru sett og löggjafinn gat því ekki tekið afstöðu til þessarar réttarbótar. Þetta gerir þeim kleift að taka virka afstöðu sem af ýmsum ástæðum hugsa ekki mikið um gagnagrunnsmálið en vegna breyttra aðstæðna gera það síðar þegar flutt hafa verið gögn um þá í grunninn. Þetta eykur einnig réttindi unglinga sem samkvæmt lögum geta ekki sagt sig úr grunninuni fyrr en þeir eru orðnir 18 ára. Einnig má segja að þjóðin öll hafi þarna möguleika á að setja fyrirtækinu stólinn fyrir dyrnar ef það eða forsvarsmenn þess ganga fram af henni á einhvern hátt. 3. Bíða með óbreytt ástand þar til Alþjóðafélag lækna hefur sett fram yfirlýsingu sem tekur á þessu, en hana hafa þau í vinnslu. Yfirvöld og fyrirtækið hafa lýst því yfir, og það kemur frarn í reglugerð og rekstrarleyfi, að þessum reglum verði hlýtt. Sá hængur er á að lítil líkindi eru til þess að yfirlýsingin verði samþykkt fyrr en að hausti árið 2002 og þótt mestar líkur séu á því að Alþjóðafélag lækna gefi út yfirlýsingu getur það einnig gerst að ekki náist samkomulag meðal læknafélaga heims urn neina tiltekna skipan á þessum málum á næstu árum. Lokaorð I þessu stutta erindi hefur verið stiklað á stóru í ágreiningsmálum varðandi miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði og skoðað hvaða lausnir eru hugsanlegar til að sætta aðila málsins og auka réttindi sjúklinganna sem í þessu tilviki eru allir þegnar landsins. Það er von mín að ntálþing eins og þetta skýri málið og geti leitt okkur fram á við. Læknablaðið 2001/87 649
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
0023-7213
Tungumál:
Árgangar:
110
Fjöldi tölublaða/hefta:
938
Skráðar greinar:
Gefið út:
1915-í dag
Myndað til:
2024
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Undirtitill frá 59. árg. 1973: The Icelandic medical journal
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað: 7-8. tölublað (15.07.2001)
https://timarit.is/issue/378313

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

7-8. tölublað (15.07.2001)

Aðgerðir: