Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.07.2001, Side 49

Læknablaðið - 15.07.2001, Side 49
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SKÝRSLA RÍKISENDURSKOÐUNAR endahópanna þriggja, rekstrariegra stjórnenda, lœkna og hjúkrunarfrœðinga. Hvað viltu segja um það? „Munur á viðhorfum faghópanna er mjög áberandi og vel þekktur innan heilbrigðiskerfisins, þótt hingað til hafi ef til vill ekki verið mikið rætt um hann. Það sem við erum að segja í skýrslunni er að ákveðin rök hníga að þvr að þjónusta af þessu tagi sé veitt á sjúkrahúsunum. Það er einfaldlega skynsamlegt og hagkvæmt að aðstaða sjúkrahúsanna sé fullnýtt. En við teljum nauð- synlegt að fyrirkomulagið feli ekki í sér að faghópum sé mismunað í starfskjörum. Almennt álítum við nauðsynlegt að stjórnvöld axli betur þá ábyrgð að stýra þjónustunni. Eins og málum er nú háttað getur það ráðist af staðbundnum eða jafn- vel einstaklingsbundnum þáttum hvernig starf- semin þróast. Við teljum mikilvægt að heilbrigðis- yfirvöld móti skýrari stefnu en hingað til um það hvar, hvernig og í hvaða mæli þjónusta af þessu tagi skuli veitt.“ aób staðsetningu stofnana og eðli starfseminnar. Einnig var reynt að hafa ákveðna breidd í valinu, þannig að valdar væru úr ólíkar stofnanir. Til dæmis var ákveðið að hafa með þar sem vitað var að fyrirkomulagið var öðru vísi en annars staðar. í sumum tilvikum urðu fyrir valinu stofnanir sem vitað var að höfðu lent í vanda vegna kostnaðar við ferliverkastarfsemi." Pið komið fram með ákveðnar tillögur til úrbóta, innan hvaða ramma eru þœr unnar? „Við tökum ekki ákvarðanir um hversu miklir fjármunir eru settir í heilbrigðismál. Það er pólitísk ákvörðun hverju sinni. Hins vegar bendum við á að unnt er að nota ákveðið verklag og skapa umhverfi til að nýta þá fjármuni sem ákveðið er að verja til málaflokksins. Við getum líka bent á að þörf sé á stefnumótun, ýmist í heild eða um einstök atriði, en þar látum við staðar numið.“ / skýrslunni birtast talsverð skil milli stjórn- Sigurður Pórðarson rikisendurskoðandi. Læknar á íslandi Leiðrétting vegna rangrar Ijósmyndar Þau leiðu mistök urðu við FRÁGANG 4. ÚTGÁFU bókanna Læknar á Islandi, sem út kom á síðastliðnu ári, að röng mynd birtist með æviágripi Guðjóns Klemenzsonar. f. 4. janúar 1911. Ritstjórn og Þjóðsaga, útgáfufyrirtæki bókarinnar, harma þessi mistök og biðja afkomendur Guðjóns og alla aðra afsökunar á þeim. Til að bæta um hefur Þjóðsaga látið prenta límmiða með hinni réttu mynd til að leiðrétta megi þetta í þeim bókum, sem farið hafa í dreifingu. Því miður er ekki til listi yfir kaupendur bókanna, þannig að brugðið hefur verið á það ráð að láta myndina fylgja þessu eintaki Læknablaðsins, þar sem gera má ráð fyrir að flestir kaupenda ritsins fái blaðið. Einnig má hafa samband við Þjóðsögu í síma 533 1277 eða skrifstofu Lækna- félags íslands í síma 564 4100 og fá myndina senda. Hvetjum við ykkur til að koma leiðréttingunni í bækur ykkar sem fyrst, því mikilvægt er að þessa leiðréttingu verði sem víðast að finna í þeim bókum, sem nú eru komnar í dreifingu. Fyrir hönd hlutaðeigandi aðila Sigurbjörn Sveinsson formaður LÍ Læknablaðið 2001/87 645

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.