Læknablaðið - 15.07.2001, Blaðsíða 41
FRÆÐIGREINAR / FRÆÐILEG ÁBENDING
samanburðar við aðra utanaðkomandi fósturskaða,
svo sem náttúruleg litningaafbrigði, eitranir, reyk-
ingar og fleira (1).
Hjá konum, sem starfa í umhverfi þar sem fengist
er við jónandi geislun, er mælt með því að endur-
teknar mælingar tryggi, að geislun á barnshafandi
starfsmann, umreiknuð í jafngildi geislunar á fóstrið,
fari ekki fram úr 1 mGy á meðgöngutíma (1).
Þetta krefst talsverðrar nákvæmni í mælingum,
þar sem tilraunir hafa sýnt, að raunverulegur
geislaskammtur á fóstur er oft aðeins brot af þeim
skömmtum sem kunna að finnast við hefðbundnar
mælingar hjá hlutaðeigandi konu.
Viðbrögð við óhóflegri geislun
Líkur á hættuástandi eða tvísýnu vegna jónandi
geislunar í röntgenmyndgerð eða við notkun ísótópa
til greiningar eða meðferðar eru mjög litlar.
Pað geta þó komið upp vafatilfelli, einkum hjá
konum sem hafa gengist undir meira en eina
röntgenrannsókn á kviðarhols- eða grindarsvæði og
reynast svo hafa verið þungaðar. I slíkum tilvikum
skal farið nákvæmlega yfir hvað hefur gerst og
samanlagður geislaskammtur á fóstur skal reiknaður
eða áætlaður eftir bestu forsendum. Þess ber að geta,
varðandi slíkar áætlanir og útreikninga, að geisla-
skammtur á fóstur eða leg getur verið lítill hluti
þeirrar geislunar sem konan hefur fengið í
rannsóknunum. Geislaskammtar vegna skyggninga, í
hefðbundnum röntgenrannsóknum, en ekki síst í
tengslum við rannsóknaraðgerðir eða stýringu
skurðaðgerða, geta orðið umtalsverðir. Stundum er
vandkvæðum bundið að mæla þá með nákvæmni. í
töflu I eru, auk geislaskammta á fóstur í algengustu
rannsóknum, sýndir til samanburðar tilsvarandi
geislaskammtar í sjálfri rannsókninni. Hlutföll eru
lík, en geislaskammtar fósturs víðast mun lægri. Enda
þótt ekki séu til nákvæmar tölur fyrir menn, benda
dýratilraunir til þess, að líkur á vanskapnaði séu
hverfandi við geislaskammta undir 100-200 mGy.
Vanskapnaðir myndu aðeins sjást eftir hærri
skammta á 3.-20. meðgönguviku. Truflun á greindar-
þroska gæti fylgt 100-500 mGy geislaskömmtum á
fóstur á 8.-25. viku (1,5,6). Af töflu II má sjá að líkur
á vanskapnaði vegna jónandi geislunar eru mjög
litlar.
Lokaorð
Líkur á fósturskemmdum vegna hefðbundinna, rétt
framkvæmdra röntgenrannsókna og annarrar læknis-
fræðilegrar notkunar jónandi geislunar eru hverfandi
litlar og innan þekktra áhættumarka eðlislægra
vanskapnaða og annarra þroskatruflana. Tengsl
geislunaráhrifa á fóstur við þróun krabbameina eru
óljós og því full ástæða til að virða í öllu hefðbundnar
varúðarreglur vegna kvenna, sem eru eða kunna að
vera þungaðar. Þurfi að hugleiða eða taka ákvörðun
um að binda enda á meðgöngu vegna meintra,
óhóflegra geislaskammta verður að taka tillit til allra
þátta, bæði líffræðilegra og félagslegra. Þá skiptir tími
geislunar í meðgöngu miklu máli.
Um þetta segir Alþjóðageislavarnaráðið orðrétt:
„Akvörðun um að binda enda á meðgöngu er
einstaklingsbundin og háð mörgum þáttum. Geisla-
skammtar á fóstur, sem eru lægri en 100 mGy ættu
ekki að vera ábending fyrir fóstureyðingu. Séu
geislaskammtar á fóstur hærri, geta komið fram
áverkar sem að umfangi og gerð tengjast stærð
geislaskammta og tímapunkti meðgöngu.“
Samkvæmt þessu hefur Alþjóðageislavarnaráðið
nú í ráðgjöf sinni aukið lágmark geislaskammts á
fóstur úr 50 í 100 mGy. Það ber loks að árétta, að
enda þótt geislaskammtur á fóstur nái ofangreindu
magni og sé jafnvel talsvert hærri en þau Iágmörk,
sem Alþjóðageislavarnaráðið hefur nú ráðlagt, þá er
endanlega ákvörðunin móðurinnar. Því er mjög
mikilvægt, að konum sem hlut eiga að máli séu
veittar sem gleggstar upplýsingar og ráðgjöf.
Þau skilaboð þurfa að komast skýrt til
almennings, að þótt fóstri geti hugsanlega verið búin
hætta af óhóflegri jónandi geislun, til dæmis við
röntgenmyndatöku, þá eru líkurnar á
fósturskemmdum samt hverfandi litlar.
Heimildir
1. ICRP, International Committee on Radiation Protection:
Pregnancy and Radiation. Annals of the ICRP. Vol 30.
Publication no 84. Washington: Pergamon Press; 2000.
2. Making the best use of a department of clinical radiology. 4th
ed. London: The Royal College of Radiologists; 1998.
3. Landlæknisembættið. Leiðbeiningar um myndgreininga-
rannsóknir. http://www. landlaeknir.is (sjá leiðbeiningar)
4. Nordic recommendations on protection of embryo and foetus
in X-ray diagnosis. Stockholm: The Nordic Radiation
Protection Institutes; 1989.
5. Fry MRJ. New Risk Estimates at Low Doses. Proceedings of
the 28th Annual Meeting of NCRP; 1992. London; 1992: 15-
22.
6. Dowd SB, ed. Practical radiation protection and applied
radiobiology. London: WB Saunders; 1994:196-9.
7. Damilakis J, Perisinakis K, Grammatikakis J, Panayiotakis G,
Gourtsoyiannis N. Accidental embryo irradiation during
barium enema examination. An estimation of absorbed dose.
Invest Radiol 1996; 31; 242-5.
8. Bury B. Hutton A, Adams J. Radiation and women of child-
bearing potential [editorial]. Br Med J 1995; 310:1022-3.
Læknablaðið 2001/87 637