Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2001, Blaðsíða 52

Læknablaðið - 15.07.2001, Blaðsíða 52
UMRÆÐA & FRÉTTIR / PERSÓNUVERND OG FRIÐHELGI EINKALÍFS Frelsi til rannsókna og persónuvernd Jón Snædal Byggt á erindi fluttu á málþingi Lögmannafélags Islands og Læknafélags Islands 27. apríl síðastliðinn. Millifyrirsagnir eru Læknablaðsins. I síðasta tölublaði birtist erindi Friðriks Vagns Guðjónssonar firá sama málþingi. Höfundur er sérfræðingur í öldrunarlækningum og varaformaður Læknafélags íslands. Á SÍÐUSTU ÁRUM HAFA RÉTTINDI SJÚKLINGA VERIÐ mikið til umræðu. Umræðan hér á landi fór hægt af stað í þröngum hópi þegar frumvarp um réttindi sjúklinga var til umræðu og síðan samþykkt sem lög, en hún tók síðan flugið í tengslum við samningu laga um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði og síðar reglugerð og samning um hið sama. I þessu yfirliti verður einungis fjallað um persónuvernd í tengslum við vísindarannsóknir. Líta má á frelsi til rannsókna annars vegar og persónuvernd gagnvart rannsóknum hins vegar sem litróf þar sem aukið frelsi annars leiðir til minnkaðs frelsis hins. Rétt er að gera greinarmun á fram- skyggnum rannsóknum annars vegar og aftur- skyggnum rannsóknum hins vegar. Almennt ríkir góð sátt um hvernig staðið skuli að persónuvernd þegar um framskyggnar rannsóknir er að ræða og lögð er til grundvallar Helsinkiyfirlýsing Alþjóðafélags lækna (World Medical Association, WMA). Lyklatriðin eru upplýst samþykki sjúklinga til þátttöku, réttur til að hætta þátttöku án skýringar og eftirlit opinberra aðila á sviði vísindasiðferðis (vísindasiðanefndir) og persónuverndar (tölvu- nefndir). Pegar litið er til baka má sjá að þessar hugmyndir hafa verið að þróast á löngum tíma og það sem þykir sjálfsagt í dag var ekki einu sinni hugleitt á árum áður. Dæmi um ítrasta frelsi til rannsókna án tillits til persónuverndar eða réttinda er bólusetningartilraun prófessors Benjamins Water- house við Harvardháskólann í Boston. Rannsóknin fólst í því að prófessorinn bólusetti son sinn og síðan fleiri úr fjölskyldunni og starfsfólk sitt með nýlega uppgötvuðu kúabóluefni. Að því loknu voru hinir bólusettu látnir fara á farsóttarsjúkrahús þar sem lágu sjúklingar með stórubólu og látnir vera sam- vistum við þá daglega í tvær vikur. Tilraunin gekk út á það að sjá hvort nokkurt hinna bólusettu fengi stórubólu. Rannsóknin, sem reyndar stenst ekki kröfur um vísindalega rannókn nútímans (meðal annars vantaði viðmiðunarhóp), tókst vel og enginn þátttakenda veiktist. Þetta var árið 1792 og þótti sanna að bólusetning með kúabóluefni verndaði gegn stórubólu og í kjölfarið var efnið notað í stórum stíl. Ekki er hins vegar að sjá að mikil virðing hafi verið borin fyrir þeim sem þátt tóku í tilrauninni og persónufrelsi þeirra eða réttindi á engan hátt virt. Þegar framskyggn rannsókn fer fram nú til dags er alltaf gert ráð fyrir því að hluti sjúklinga neiti þátttöku og að einnig muni nokkrir hverfa úr rannsókninni meðan á henni stendur og miðast upphaflegur fjöldi við það. Þetta fyrirkomulag tryggir einnig að ekki sé lagt óhóflega mikið á þátttakendur því þá er Ijóst að brottfall verður meira. Reglur er varða afturskyggnar rannsóknir (rann- sóknir með upplýsingar) eru ekki eins langt komnar. Víðast hvar eru slíkar rannsóknir stundaðar án samþykkis sjúklinga og þá einnig án vitundar þeirra. Hins vegar hafa verið settar reglur um eftirlit sömu opinberu aðila, vísindasiðanefnda og tölvunefnda, og varðandi framskyggnar rannsóknir. Allgóð sátt hefur ríkt um þetta fyrirkomulag meðal lækna og í vísinda- heiminum, en almenningur hefur ekki tekið þátt í umræðunni svo nokkru nemi. Engin umræða var um breytingar á þessu fyrirkomulagi hér á landi fyrr en hugmyndin um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðis- sviði var lögð fram. Hvað veldur því að læknar og vísindamenn í heilbrigðisvísindum hafa á síðustu misserum haft uppi slík mótmæli sem raun ber vitni? Þá er að líta á þann mun sem er á afturskyggnum rannsóknum sem hingað til hafa verið stundaðar og rannsóknum á grundvelli upplýsinga í miðlægum gagnagrunni. Þar koma til skoðunar nokkur atriði: Sérkenni miðlægs gagnagrunns /. Samsetning og umfang: í stað grunna sem eru urn tiltekinn hóp sjúklinga (á stakri deild/sjúkrahúsi: með tiltekinn sjúkdóm) er þessi grunnur samsettur með öllum heilsufarsupplýsingum sem greiðlega gengur að kóða frá öllum heilbrigðisstofnunum landsins og í reynd er hugmyndin að grunnurinn innihaldi megnið af upplýsingum af þessu tagi um alla landsmenn og þar með innihald flestra grunna sem til eru í dag. 2. Notkun: í stað takmarkaðrar notkunar sem oftast miðast við gæðaeftirlit og þröngar vísinda- rannsóknir á sviði faraldsfræði verður notkunin víðfeðm og takmarkast í raun aðeins við það hvað hugsanlegir nýtendur geta séð að gagnist og verður leyft. Auk gæðaeftirlits og vísindarannsókna sem vissulega verða fjölbreyttari geta einnig komið til álita markaðsrannsóknir af ýmsu tagi. Með engu móti er hægt að segja lil um það fyrirfram hver notkunin verður. 3. Rekstur: í stað opinberra stofnana og starfs- manna þeirra eða stofnana sem eru reknar með opinberu eftirliti og nota grunna án hagnaðarvonar verður miðlægur gagnagrunnur rekinn af einka- fyrirtæki í hagnaðarskyni. Það eru vissulega ýmsir sem fagna þeirri breytingu en jafnljóst að aðrir bera ugg í brjósti vegna þessa. 4. Öryggiskröfur: Það eru hálfgerð öfugmæli að 648 Læknablaði ð 2001/87 i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
0023-7213
Tungumál:
Árgangar:
110
Fjöldi tölublaða/hefta:
938
Skráðar greinar:
Gefið út:
1915-í dag
Myndað til:
2024
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Undirtitill frá 59. árg. 1973: The Icelandic medical journal
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað: 7-8. tölublað (15.07.2001)
https://timarit.is/issue/378313

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

7-8. tölublað (15.07.2001)

Aðgerðir: