Læknablaðið - 15.07.2001, Blaðsíða 74
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LYFJARANNSÓKNIR / LÆKNADEILD
Hjörleifur Þórarinsson
framkvœmdastjóri
GlaxoSmithKline ehf. og
Magnús Pétursson forstjóri
Landspítala
háskólasjúkrahúss
undirrita
samstarfssamninginn.
Samstarfssamníngur um lyfjarannsóknir
Landspítali háskólasjúkrahús og GlaxoSmith-
Kline ehf. hafa gert með sér samstarfssamning á sviði
klínískra lyfjarannsókna, en með honum er settur
fastur rammi um rannsóknarsamstarf sjúkrahússins
og lyfjafyrirtækisins. Það auðveldar meðal annars að
fylgja eftir ýmsum langtímamarkmiðum, til dæmis
við gerð sérstakra rannsóknarsamninga um einstök
verkefni. Einnig skapast grundvöllur fyrir stuðningi
hvors aðila við jákvæða uppbyggingu í starfsemi hins.
Samningurinn nær til allra verkefna á sviði klínískra
lyfjarannsókna sem unnin eru í samstarfi
GlaxoSmithKline ehf. og starfsmanna Landspítala
háskólasjúkrahúss.
Við undirritun samnings lyfjafyrirtækisins og
sjúkrahússins var greint frá því að Glaxo-
SmithKline ehf. muni veita fjárstyrk til starfsemi á
sviði rannsókna og þróunar á Landspítala
háskólasjúkrahúsi.
Úr fréttatilkyrmingu
Læknadeild
um aldamót
Læknaiíeild um aldamót er skýrsla sem unnin
var í tilefni þess að 125 ár eru liðin frá því
Læknaskólinn var stofnaður, en skólinn varð síðar
læknadeild Háskóla íslands. í skýrslunni er að finna
yfirlit yfir stöðu læknadeildarinnar í samfélaginu.
Kaflar eru um þann lagaramma sem deildin starfar
innan, ný reglugerð um Háskóla Islands er kynnt og
umfjöllun er um deildarfundi, samvinnu við
háskólayfirvöld, byggingamál, fjármál, starfsfólk
deildarinnar, alþjóðastarf og fleira. Þá er fjallað um
ýmislegt er við kemur kennslumálum deildarinnar og
þær breytingar sem nú eiga sér stað. Sérkaflar eru um
framhaldsmenntun og vísinda- og fræðistörf. Tvö
fylgirit eru prentuð með skýrslunni: Skrá yfir kennara
í læknisfræði við Háskóla íslands og yfirlit yfir greinar
og bækur fastráðinna kennara útgefnar á árunum
1996-2000 og nær ritaskráin yfir liðlega helming
heftisins.
Nokkur fjöldi mynda prýðir skýrsluna og í
henni er að finna bæði fróðleik og forvitnilegar
Læknadeild
um aldamót
upplýsingar. Læknadeild um aldamót er 70
blaðsíður að lengd með fylgiritum og gefin út af
Háskólaútgáfunni. Jóhann Ágúst Sigurðsson frá-
farandi deildarforseti tók saman efnið.
670 Læknablaðið 2001/87
k