Læknablaðið - 15.07.2001, Blaðsíða 62
UMRÆÐA & FRÉTTIR / PERSÓNUVERND OG FRIÐHELGI EINKALÍFS
ákærður fyrir manndráp með því að hafa haft
samræði við aðrar konur, vitandi að hann væri HIV-
smitaður. í tengslum við þetta lét lögreglan ljósrita
sjúkraskýrslu Z og voru ljósritin hluti málsgagna.
Deilt var meðal annars um heimild til þess að
dómskjölunum yrði aðeins haldið leyndum í 10 ár, en
Z taldi leyndartímabilið vera alltof stutt.
Dómstóllinn féllst á að þessi tímatakmörkun hefði
verið ákveðin af yfirvöldum í því skyni að vemda
refsivörslu ríkisins og félli því undir undan-
tekningarákvæði 2. mgr. 8. gr. MSE, en hins vegar
taldi dómurinn að gengið hefði verið of langt á rétt Z
til friðhelgi í því skyni. I dóminum er eftirfarandi
tekið fram: „In this connection, the Court will take
into account that the protection of personal data, not
least medical data, is of fundamental importance to a
person's enjoyment of his or her right to respect for
private and family life as guaranteed by Article 8 of
the Convention (art. 8). Respecting the
confidentiality of health data is a vital principle in the
legal systems of all the Contracting Parties to the
Convention. It is crucial not only to respect the sense
of privacy of a patient but also to preserve his or her
confidence in the medical profession and in the
health services in general. Without such protection,
those in need of medical assistance may be deterred
from revealing such information of a personal and
intimate nature as may be necessary in order to
receive appropriate treatment and, even, from
seeking such assistance, thereby endangering their
own health and, in the case of transmissible diseases,
that of the community."
Margir læknar hafa lýst því að eftir setningu GRL
séu sjúklingar þeirra uggandi um að upplýsingar úr
sjúkraskrám þeirra muni verða afhentar til flutnings í
hinn miðlæga gagnagrunn og eigi sumir sjúklinganna
erfitt með að treysta því að upplýsingarnar verði ekki
afhentar, þrátt fyrir skriflega úrsögn þeirra sjálfra
(19). Hafa læknarnir lýst áhyggjum sínum af því að
trúnaðarsambandi læknis og sjúklings kunni í sumum
tilvikum að vera hætta búin vegna þessa, þar sem
sumir sjúklingar vilji ekki tjá sig nægilega um
vandamál sín vegna tortryggni.
Að virtu því sem tekið var fram í dóminum, svo og
greindum frásögnum læknanna, vaknar spurning um
það hvort setning GRL yrði hugsanlega talin fara
gegn stjskr., hvað sem liði álitaefnum um það hvort í
gagnagrunninum væru geymdar persónuupplýsingar
eður ei. Með öðrum orðum, hvort tilurð gagna-
grunnsins eða heimild til starfrækslu hans væri
nægilegt til að talið yrði að hinu nauðsynlega
trúnaðarsambandi stæði það mikil ógn af, að bryti
gegn friðhelgi einkalífs. Gilti þá einu hvorl upplýst
samþykki sjúklinga þyrfti til að upplýsingar úr
sjúkraskrám þeirra yrðu afhentar til flutnings í
grunninn, ef sjúklingar geti ekki treyst því að skrifleg
höfnun sé nægileg trygging gegn afhendingu, þá geti
þeir heldur ekki treyst því að skriflegt samþykki sé
það. Líklegast eru þetta æði langsóttar hugleiðingar,
en engu að síður þykir vert að viðra þær. Sennilegast
er að orð dómsins verði einfaldlega eitt af þeim
atriðum sem íslenskir dómstólar muni taka mið af í
mati sínu á því hvort tiltekin ákvæði GRL fari gegn 1.
mgr. 71. gr. stjskr. og 1. mgr. 8. gr. MSE, með þeirri
afleiðingu að upplýsts samþykkis sé krafist.
4.7. Skýring MSE
Við skýringu einstakra ákvæða MSE hefur verið
tilhneiging hjá Mannréttindadómstólnum að leggja
til grundvallar markmið sáttmálans og tilgang. Eru
meginmarkmið sáttmálans greind í inngangi hans og
segir þar meðal annars, að samningsríkin hafi í huga
hina almennu mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu
þjóðanna frá 1948, sem hafi það markmið, að tryggja
almenna og raunhæfa viðurkenningu og vernd þeirra
réttinda sem þar er lýst. Pá lýsa ríkin yfir
sameiginlegri trú sinni á að mannfrelsi, sem sé
undirstaða réttlætis og friðar í heiminum, sé best
tryggt með virku lýðræðislegu stjórnarfari annars
vegar og almennum skilningi og varðveislu þeirra
mannréttinda sem eru grundvöllur frelsisins hins
vegar (20).
4.8. Niðurstaða
Ljóst er að veruleg óvissa ríkir um mikilvæg atriði
er varða GRL. Þó svo greinarhöfundur treysti sér
ekki til að fullyrða að ákvæði GRL séu ósam-
rýmanleg 1. mgr. 71. gr. stjskr. og 1. mgr. 8. gr. MSE
um friðhelgi einkalífs, þá þætti það ekki koma á óvart
miðað við þau atriði sem greind eru í liðum 4.1.-4.7.
hér að framan. Má ætla að af þessum sjónarmiðum
hefðu dómstólar mið af við mat sitt á því hvort hinn
almenni löggjafi hafi að þessu leyti farið út fyrir þau
mörk sem grundvallarlög setja honum.
5. Lokaorð
Fyrir og í kjölfar lögfestingar MSE árið 1994 og
eftirfarandi breytinga á ákvæðum íslensku stjskr. árið
1995 sáttmálanum til samræmis, hefur túlkun þeirra
mannréttinda sem sáttmálinn hefur að geyma, aukið
vægi á íslandi. Er það þó of vægt til orða tekið, því
með lögfestingu sáttmálans hafa ákvæði hans orðið
hluti af íslenskum lögum og geta einstaklingar nú
borið þau ákvæði fyrir sig sem gildandi réttarreglur
að landsrétti. Af þessu hafa á almennum vettvangi
vitaskuld sprottið auknar umræður um mannréttindi,
og telja má að íslendingum séu mannréttindi frekar
hugleikin nú en nokkru sinni áður. I samræmi við
þetta hneig öll þróun fram til ársins 1998 í þá átt að
auka vernd persónuupplýsinga. Segja má hins vegar
að með lögum nr. 139/1998 um gagnagrunn á
heilbrigðissviði, hafi ákveðin vatnaskil orðið í
658
Læknablaðið 2001/87
J