Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2001, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 15.07.2001, Blaðsíða 20
FRÆÐIGREINAR / LIFRARMEINVÖRP / SJÚKRATILFELLI Figure 5. Computed tomography of tlte liver with metastasis low in the riglit liverlobe, corresponding to segment VI before the first liver resection. slagæðamyndataka af lifur gaf til kynna að hægt væri að komast að meinvarpinu með skurðaðgerð. Níu mánuðum eftir fyrri aðgerðina var nýja fyrirferðin í hægra lifrarblaði numin á brott með fleygskurði. Æxlið var staðsett í toppnum þar sem geiri VI var áður. Aðgerðin gekk áfallalaust og gangur eftir aðgerð var góður. Vefjarannsókn sýndi 3 x 3 cm stórt kirtilkrabbamein með 1-2 mm fríum skurðbrúnum víðast hvar nema á einum stað þar sem æxlisvöxturinn náði út að skurðbrún. Eftir aðgerðina var ekki veitt frekari meðferð með frumueyðandi lyfjum. í dag eru 10 ár liðin frá síðari lifraraðgerðinni og sjúklingurinn er við góða heilsu. Konan hefur verið reglulega í eftirliti á FSA og lifrarpróf og albúmín hafa haldist eðlileg. Ekki hafa greinst ný ristilæxli við ristilspeglun. CEA lækkaði eftir seinni lifraraðgerðina og hefur haldist eðlilegt síðan (innan við 3 ug/L). Lifur hefur einnig verið rann- sökuð reglulega með ómskoðun og tölvusneið- myndum og hafa ekki greinst ný meinvörp, hvorki í lifur né annars staðar í kviðarholi. Umræða Allt að helmingur sjúklinga með ristilkrabbamein greinist einhvern tímann með meinvörp í lifur (1,2). Flestir þessara sjúklinga eru dánir innan árs en auk lifrarmeinvarpa hafa margir meinvörp í öðrum líffærum og eru því ólæknandi. Krabbameins- lyfjameðferð kemur til greina í slíkum tilvikum, bæði til að lengja líf og bæta líðan sjúklinganna (3). Lækning er þó ekki möguleg í tilfellum sem þessum og skurðaðgerð kemur aðeins til greina í undantekn- ingartilvikum. Lifrarúrnám er á hinn bóginn yfirburðar- meðferð þegar meinvörp eru bundin við lifur og má reikna með að í kringum 25-30% sjúklinganna séu á lífi fimm árum eftir greiningu og skurðdauði sé innan við 4% (4,5). Sama á við um endurtekin lifrarmeinvörp líkt og í tilfellinu sem lýst er að ofan. Forsenda lækningar er að meinvörpin séu bundin við lifur en það á við hjá 20-30% sjúklinganna (6-8). í 24 rannsóknum á Medline með samtals 191 sjúklingi voru fimm ára lífshorfur 26% eftir endurtekið lifrarúrnám. Athyglisvert er að skurðdauði var lægri, eða 1,2%, en hafa verður í huga að um valinn efnivið er að ræða (8-10). Einnig hefur verið lýst rúmum tugi þrítekinna lifrarúr- námsaðgerða við meinvörpum frá ristil- og enda- þarmskrabbameinum (8). Vegna þess hversu tilellin eru fá er erfitt að leggja mat á árangur aðgerðanna. Árangur eftir lifrarúrnám er vænlegastur ef lifrarmeinvörp eru fá (færri en þrjú), minni en 5 cm og einskorðuð við minna en hálfa lifrina (4,6,11-13). Auk þess eru horfur betri ef CEA mælist undir 200 ng/ml (4). Tilfellið sem hér er lýst uppfyllir þessi skilyrði. Hins vegar fannst krabbameinsvöxtur í hengiseitlum ristils (meso- colon) sem rýrir lífshorfur eftir lifrarhögg (4,12). Einnig skerðast lífshorfur ef lifrarmeinvörp gera vart við sig innan 12 mánaða frá greiningu lifrarmeinvarpa og frumæxlis í ristli, en í þessu tilfelli liðu fjórir mánuðir (4). Loks má nefna að krabbameinsfríar skurð- brúnir eru á meðal mikilvægustu forspárþáttanna (4,12,13). Eftir seinni lifraraðgerðina sáust krabbameinsfrumur í skurðbrúnum við smá- sjárskoðun á skurðsýninu á einum stað. Engu að síður læknaðist sjúklingurinn. I þessu sambandi er rétt að hafa í huga að með CUSA ómhníf er vefi sundrað með hljóðbylgjum og nokkuð breiður kantur af vefi sogast upp með tækinu. Þannig má gera að því skóna að krabbameinsfrumur hafi í raun ekki náð að skurðbrúninni eins og vefjaskoðun benti til. Lokaorð Hér er lýst árangursríkri meðferð á lifrarmein- vörpum. Bent er á að möguleiki sé á lækningu í völdum tilfellum þrátt fyrir að meinvörp séu í lifur frá ristilkrabbameini. Þakkir Halldóri K. Valdimarssyni ljósmyndara er þökkuð aðstoð við gerð mynda. Einnig starfsfólki bókasafns Landspítalans fyrir aðstoð við leit að heimildum. Helmildir 1. Bengmark S, Hafström L. The natural history of primary and secondary malignant tumors of the liver. I. The prognosis for patients with hepatic metastases from colonic and rectal carcinoma by laparotomy. Cancer 1969; 23: 198-202. 2. Bengtsson G, Carlsson G, Hafström L, Jonsson PE. Natural history of patients with untreated liver metastases from colorectal cancer. Am J Surg 1981; 141: 586-9. 3. Levi F, Zidani R, Misset JL. Randomized multicenter trial of 616 Læknablaðið 2001/87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.