Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2001, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 15.07.2001, Blaðsíða 33
FRÆÐIGREINAR / BANDVEFSSTOFNFRUMUR -al, -a2, -(31, -(32, og -(33. Þær tjá ennfremur viðtaka fyrir intracellular adhesion molecule-1 (ICAM-1), vascular cell adhesion molecule-1 (VCAM-1) og platelet endothelial cell adhesion molecule-1 (PECAM-1). Þessar viðloðunarsameindir er að finna á blóðmyndandi stofnfrumum og eru þær taldar gegna mikilvægu hlutverki í viðloðun blóðmyndandi stofnfrumna við stoðfrumur beinmergs (27) og stýringu blóðmyndandi stofnfrumna aftur inn í beinmerginn við stofnfrumuígræðslu (homing) (30). Bandvefsstofnfrumur seyta ýmsum vaxtarþáttum og efnatogum (chemokines) sem hafa áhrif á þroska og sérhæfingu blóðmyndandi stofnfrumna. Band- vefsstofnfrumur hafa áhrif á stoðfrumur beinmergs með því að örva þær til að seyta ýmsum vaxtarþáttum sem hafa áhrif á þroska og sérhæfingu blóðmyndandi stofnfrumna (31,32). Það sem er þó öllu merkilegra er að bandvefsstofnfrumur hafa fjöldann allan af viðtökum fyrir vaxtarþætti, þá sömu og þær seyta. Þetta getur bent til þess að bandvefsstofnfrumur hafi áhrif á sérhæfingu og fjölgun með virkni efna framleiddum af þeim sjálfum (autocrine-virkni) (25). Meðal vaxtarþátta sem bandvefsstofnfrumur seyta eru interleukin (IL)-la, -lb, -6, -7, -8, -11, -14 og -15. Þær framleiða ýmsa vaxtarþætti sem hafa áhrif á blóðmyndun; stem cell factor (SCF), thrombopoietin (TPO), Flk-2/FIt-3 ligand (FL-ligand), macrophage- colony stimulating factor (M-CSF), granulocyte- colony stimulating factor (G-CSF) og granulocyte- macrophage-colony stimulating factor (GM-CSF) auk ýmissa fleiri (25). Sú staðreynd að bandvefsstofnfrumur framleiða thrombópóietin sem stjórnar megakarýócýtaþroska ásamt því að á bandvefsstofnfrumum er að finna megakarýócýtasameindina CD41 styður þá skoðun að bandvefsstofnfrumur stuðli að þroskun mega- karýócýta og blóðflagna in vivo þó þær séu ekki nauðsynlegar in vitro (33). Rannsóknir benda til að bandvefsstofnfrumur eigi þátt í því að örva myndun á forstigum blóðflagna (pro-platelets) (33). Sérhæfing bandvefsstofnfrumna Bandvefsstofnfrumur hafa hæfileika til fjölbreyttari sérhæfingar en þekkt er meðal annarra frumna fullorðinna einstaklinga (34). Fyrstu vísbendingarnar um þennan eiginleika komu fram í dýratilraun þar sem hundur, sem gengist hafði undir ósamgena (allogeneic) beinmergsígræðslu, dó skyndilega vegna beinmyndunar í lungum (35). I kjölfarið komu nokkrar rannsóknir sem sýndu að bandvefsstofn- frumur geta sérhæfst í margar tegundir bandvefs svo sem bein (36,37), brjósk (37,38), sinar (39), vöðva (40), fituvef (41), stoðvef beinmergs (36) og taugar (42) (mynd 1). Þeir sameindafræðilegu þættir sem eru að verki við þessa sérhæfingu hafa ekki verið skýrðir til fullnustu. In vitro ræktanir á bandvefsstofnfrumum hafa gefið tækifæri til að fylgjast með þroska og Figure 1. The sérhæfingu þeirra. Lýst hefur verið aðferðum til þess transdifferentiadon að rækta brjósk (43,44), fitu- (17) og beinvef (45,46). potential of mesenchymal Þessar ræktunaraðferðir hafa meðal annars sýnt að stem cells. við myndun brjósks frá bandvefsstofnfrumum fara frumurnar að tjá kollagen af gerð II og ýmis próteóglýkön eftir tvær til þrjár vikur í rækt (43). Þegar fitufrumur myndast frá bandvefsstofnfrumum in vitro tjá frumurnar meðal annars perxisome proliferation-activated receptor (PPARy), lipoprotein lipase (LPL), C/EBPa, fitusýrubindiprótín aP2 og leptín (25). Við myndun beinfrumna frá bandvefsstofnfrumum in vitro verður vart við aukna virkni alkalín fosfatasa, aukna tjáningu á osteókalcíni, osteópontíni, kollageni af gerð I og kalsíumútfellingar eru greinanlegar. ígræðslur með bandvefsstofnfrumum Hlutfall bandvefsstofnfrumna í beinmerg er um það bil 0,001% af einkjarna hvítfrumum (47) og miklu erfiðara er að einangra þær þaðan en CD34+ blóð- myndandi stofnfrumur. Ein leið til að einangra bandvefsstofnfrumur úr beinmerg er að rækta þær úr beinmergssúpunni í viðloðunarræktum. í þessum ræktunum er mögulegt að viðhalda endurnýjunar- hæfileika bandvefsstofnfrumna og láta þær fjölga sér án þess að sérhæfing verði. Þetta er grundvöllur þess að hægt sé að nota bandvefsstofnfrumur til ígræðslu. Akveðnum spurningum verður að svara áður en hægt er að hefja slíkar ígræðslur í mönnum. Hversu margar bandvefsstofnfrumur þarf til slíkrar ígræðslu? Duga bandvefsstofnfrumur án utanaðkomandi þátta í slíkar ígræðslur? Hafa ígræðslur bandvefsstofn- frumna jákvæð eða neikvæð áhrif á ígræðslu blóð- myndandi stofnfrumna? Fara frumurnar þangað sem þeim er ætlað að fara? Er einhver sérstök hætta fyrir mannslíkamann samfara slíkum ígræðslum? Þessum spurningum hafa menn reynt að svara með ígræðslum bandvefsstofnfrumna í dýr (3). Læknablaðið 2001/87 629
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.