Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2001, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 15.07.2001, Blaðsíða 27
FRÆÐIGREINAR / BRÁÐAOFNÆMI OG ASTM Niðurstöður Ekki náðist í sjö læknanema, fimm mættu ekki og einn neitaði þátttöku. Alls tóku því 100 læknanemar þátt í könnuninni (88%), 58 karlar og 42 konur. í samanburðarhópnum voru 102 einstaklingar, 48 karlar og 54 konur. Munur á kynjahlutfalli var ekki marktækur (p=0,12). Niðurstöður húðprófa: Alengi jákvæðra húprófa fyrir einstökum ofnæmisvökum var mest fyrir grasfrjói (29% hjá læknanemum og 12% hjá viðmiðunarhópnum), en næst mest fyrir köttum (19% á móti 10%), þá hundum (19 á móti 9%), hestum (12% á móti 2%), birki (8% á móti 3%), rykmaurum (6% á móti 6%) og heymaurum (5% á móti 3%) (mynd 1). Allir sem höfðu ofnæmi fyrir birki í læknanemahópnum voru einnig með ofnæmi fyrir grasfrjói. Jákvæð húðpróf voru algengari hjá læknanemum fyrir öllum ofnæmisvökum nema rykmaurum. í heildina talið voru húðpróf jákvæð hjá 41% læknanema en 26,5% viðmiðunarhópsins (p<0,05). Algengi einkenna: í töflu I eru bornar saman niðurstöður úr spurningalistunum. Læknanemar lýstu oftar astma (17% á móti 7%), nefofnæmi (27% á móti 24%), barnaexemi (16% á móti 7%), ofsakláða (27% á móti 13%) og lyfjaofnæmi (13% á móti 11%) en samanburðarhópurinn. Munurinn var marktækur (p<0,05) fyrir astma og ofsakláða. Samanburðarhópurinn lýsti oftar surgi fyrir brjósti síðastliðna 12 mánuði (16% á móti 11%) og exemi (50% á móti 42%). Munurinn var ekki marktækur. Ahættuþættir: í töflu II er gerður samanburður milli hópanna á fjölskyldu-, ættar- og umhverfis- þáttum sem gætu haft áhrif á algengi ofnæmis og ofnæmissjúkdóma. Eftirfarandi þættir voru bornir saman: Fjöldi systkina, ofnæmissjúkdómar hjá foreldrum, reyk- ingar foreldra, samnýting svefnherbergis með eldri systkinum fyrir fimm ára aldur, vist hjá dagmömmu eða í leikskóla fram að fimm ára aldri, alvarlegar öndunarfærasýkingar fyrir fimm ára aldur og dýr á heimili í æsku. Einnig var spurt hvort viðkomandi hefði unnið í eða verið í heyryki. Systkini og eldri systkini voru marktækt fleiri hjá viðmiðunarhópnum en hjá Iæknanemahópnum (p<0,0001). Einnig var algengara að þátttakendur í viðmiðunarhópnum samnýttu svefnherbergi með eldri systkinum (p<0,0001) og hefðu sögu um alvarlegar lungnasýkingar (p<0,001) en læknanemar. A hinn bóginn höfðu fleiri í hópi læknanema verið hjá dagmömmu eða í leikskóla en í viðmiðunar- hópnum (p<0,0001). Á öðrum sviðum kom ekki fram marktækur munur Uppsafnað algengi astma var 16% meðal lækna- nema en 7% meðal viðmiðunarhópsins (p<0,05). Reykingavenjur: Læknanemar reyktu mun minna en samanburðarhópurinn því aðeins 4% þeirra lýstu Table II. Some possible riskfactors for atopy and asthma. Questions Medical students N=100 Controls N=102 P- values Number of siblings (mean ±SD) 2.2±1.3 3.911.7 <0.0001 Number of older siblings (mean +SD) 0.7±1.2 2.112.0 <0.0001 Did one or both of your parents have asthma, eczema, nasal- or skin allergy or hay fever? 40 31 ns Did your mother smoke regularly at any time at your childhood or before your delivery? 40 44 ns Did your father smoke regularly at any time at your childhood? 40 43 ns Did you share a bedroom with older siblings before five years of age? 15 46 <0.0001 Did you attend a playschool or a nursery before five years of age? 86 22 <0.0001 Did you have a serious bronchitis/pneumonia before five years of age? 2 18 0.001 Did you have a cat in the household in childhood? 31 32 ns Did you have a dog in the household in childhood 21 27 ns Have you ever handlet hay or been exposed to hay dust? 51 51 ns daglegum reykingum miðað við 27% í saman- Figure 2. Smoking burðarhópnum p<0,0001) og 73% læknanema höfðu habbits among medical aldrei reykt miðað við 50% í samanburðarhópnum students and controls. (p<0,0001) (mynd 2). Umræða Rannsókn okkar sýnir að verulegur munur er á algengi jákvæðra húðprófa og ofnæmissjúkdóma þegar læknanemar eru bornir saman við slembiúrtak á sama aldri. Svörun var góð í báðum rannsóknar- hópunum og má gera ráð fyrir að niðurstöðurnar endurspegli raunveruiegan mun. Könnunin sýndi einnig mjög marktækan mun á reykingavenjum læknanema og samanburðarhópsins og voru daglegar reykingar samanburðarhópsins nær sjö sinnum algengari en læknanema. Áhrif reykinga á ofnæmi eru umdeild en rannsóknir hafa sýnt hærri gildi IgE hjá reykingafólki en þeim sem ekki reykja (18). I breska hlut Evrópurannsóknarinnar Lungu og Læknablaðið 2001/87 623
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað: 7-8. tölublað (15.07.2001)
https://timarit.is/issue/378313

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

7-8. tölublað (15.07.2001)

Aðgerðir: