Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2001, Blaðsíða 61

Læknablaðið - 15.07.2001, Blaðsíða 61
UMRÆÐA & FRÉTTIR / PERSÓNUVERND OG FRIÐHELGI EINKALlFS byggt, að þessi atriði væru varin af þágildandi 66. gr. stjskr. um friðhelgi einkalífs. Málavextir voru þeir, að Ríkisendurskoðun krafðist aðgangs að sjúkraskrám heilsugæslulæknis í því skyni að sannreyna að gjaldskrárreikningar sem hann hafði gert og fengið greitt fyrir, ættu sér stoð í sjúkraskýrslum. Heilsu- gæslulæknirinn taldi sér óheimilt að veita aðgang að sjúkraskránum í þessum tilgangi og synjaði því erindi Ríkisendurskoðunar. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að lækninum bæri að afhenda umkrafðar sjúkraskýrslur, með vísan til undantekningarákvæðis- ins í 66. gr. stjskr., en samkvæmt því ákvæði var heimilt að takmarka friðhelgi einkalífs með sérstakri lagaheimild. Vísaði Hæstiréttur til þess að lögskýr- ingargögn í þjóðréttarsamningum um mannréttindi gerðu ráð fyrir undantekningum frá reglum um friðhelgi einkalífs vegna annarra þjóðfélgshagsmuna. Sagt var, að mikilvægir þjóðfélagshagsmunir byggju því að baki, að sett hefðu verið lög um endurskoðun reikningsgerðar opinberra stofnana. 4.5. Þróunin síðan Þessi dómur Hæstaréttar gefur ákveðnar vís- bendingar um það hvers vænta má af íslenskum dómstólum við matið á því hvort GRL samrýmast stjórnarskrárákvæðum um friðhelgi einkalífs. Þrátt fyrir það leyfir greinarhöfundur sér að hafa efa- semdir um að niðurstaða Hæstaréttar yrði hin sama ef á álitaefnið reyndi nú. Síðan dómurinn gekk eru liðin 12 ár, og hefur mikið vatn runnið til sjávar á þessum tíma hvað varðar túlkun mannréttinda. MSE hefur verið lögfestur í íslenskum rétti með lögum nr. 62/1994 og nokkrir dómar Hæstaréttar hafa gengið þar sem ákvæði innanlandsréttar hafa verið talin fara í bága við ákvæði MSE, og það fyrir gildistöku laga 62/1994. í einum slíkum dómi, það er að segja dómi Hæstaréttar frá 1995 í dómasafni réttarins á bls. 1444, sagði Hæstiréttur um þýðingu MSE: ,.Hæstiréttur Islands hafði þegar fyrir gildistöku laga nr. 62/1994 um Mannréttindasáttmála Evrópu kveðið á um það í dómum sínum, að skýra bæri íslensk lög, þar á meðal stjórnarskrána á þann veg sem væri í bestu samræmi við sáttmálann, sbr. H(1990):2, H(1992):92, H(1992): 174 og H(1992):401.“ (17) Einnig hefur mannréttindaákvæðum stjskr. verið breytt til samræmis við MSE með stjórnskipunar- lögum nr. 97/1995. Samkvæmt orðanna hljóðan 66. gr. stjskr., samanber lið 4.3. hér að framan, þurfti ekki að uppfylla annað skilyrði fyrir takmörkun á frið- helgi einkalífs, en að um takmörkunina væri kveðið á í lögum. Ganga verður þó út frá því að svo dómstólar hafi í gildistíð 66. gr. stjskr. viðurkennt takmörkun- ina, hafi veigamiklir hagsmunir orðið að búa henni að baki, enda var í dóminum vísað til mikilvægra þjóðfélagshagsmuna er búið hafi að baki lagasetn- ingu þeirri sem um ræddi. Eftir breytingu stjskr. er áfram heimilt að takmarka friðhelgi einkalífs með sérstakri lagaheimild, en einungis að uppfylltu því viðbótarskilyrði að brýna nauðsyn beri til vegna réttinda annarra. Meðal annars með hliðsjón af undanfara og tilefni stjórnarskrárbreytinganna verður vart annað af þessu ráðið, en áð heimildin til takmörkunar á friðhelgi einkalífs með sérstakri lagaheimild hafi verið þrengd, enda hefði ekki verið þörf á breytingu, ef ætlunin hefði verið að túlkun ákvæðisins yrði áfram nákvæmlega sú sama. Við samanburð á 3. mgr. 71. gr. stjskr. og 2. mgr. 8. gr. MSE, samanber lið 4.3. hér að framan, vekur það einnig athygli að í 71. gr. stjskr. virðist gengið lengra til verndar friðhelgi einkalífs en gert er í 8. gr. MSE. Frá því dómurinn gekk, hafa ennfremur verið sett lög um réttindi sjúklinga nr. 74/1997 (skst. SL). í 1. gr. SL segir, að markmið þeirra laga sé að tryggja sjúk- lingum tiltekin réttindi í samræmi við almenn mann- réttindi og mannhelgi og styrkja þannig réttarstöðu þeirra gagnvart heilbrigðisþjónustunni og styðja trúnaðarsambandið sem ríkja beri milli sjúklinga og heilbrigðisstarfsmanna. SL eru þannig samansafn mannréttindareglna sem lögfestar voru í kjölfar laga nr. 62/1994 um MSE og stjórnskipunarlaga nr. 97/1995, grundvallarreglna um friðhelgi einkalífs. Því fer það augljóslega gegn tilgangi SL og þeim verndarsjónarmiðum sem þau byggja á, að veittur sé með sérlögum rýmri réttur til aðgangs að sjúkra- skrám og að upplýsingar úr þeim séu nýttar í öðrum tilgangi en stefnt var að með söfnun þeirra. Enda er það almennt viðurkennt lögskýringarsjónarmið, að þegar um er að ræða lagaákvæði sem með einum eða öðrum hætti takmarka grundvallarréttindi manna og frelsi, eigi að skýra slík lagaákvæði borgurunum í hag og leiðir sjónarmið þetta einnig oft til þess að slík ákvæði eru skýrð þröngt. Af þessu leiðir, vegna eðlis þessara réttinda sem grundvallarréttinda, sem MSE er ætlað að standa vörð um, að sérreglum laga á einstökum sviðum sem fara gegn ákvæðum MSE verður tæplega beitt fullum fetum, að svo miklu leyti sem þær fela í sér lakari rétt en ráð er fyrir gert í ákvæðum sáttmálans (18). Hugsanlega má ætla að hið sama gildi og um þær mannréttindareglur sem settar eru í tengslum við MSE, svo sem ákvæði SL. Frá því dómurinn gekk, hafa einnig verið sett lög nr. 110/2000 um lífsýnasöfn, en í 2. mgr. 1. gr. laganna segir um markmið þeirra, að aldrei skuli setja hagsmuni vísinda og samfélags ofar hagsmunum lífsýnisgjafa. 4.6. Dómur MDE frá 25. febrúar 1997 í málinu Z gegn Finnlandi I þessu sambandi er sömuleiðis fróðlegt að líta til dóms Mannréttindadómstóls Evrópu frá 25. febrúar 1997 í málinu Z gegn Finnlandi. Þar voru málsatvik í mjög stuttu máli þau að X, sem var eiginmaður Z, var Læknablaðið 2001/87 657
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.