Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2001, Blaðsíða 57

Læknablaðið - 15.07.2001, Blaðsíða 57
UMRÆÐA & FRÉTTIR / PERSÓNUVERND OG FRIÐHELGI EINKALÍFS lagaákvæðum í íslenskum rétti. Þau helstu eru eftirfarandi, og er þeim raðað í aldursröð: 1. XXV. kafli almennra hegningarlaga nr. 19/1940, en sá kafli fjallar um ærumeiðingar og brot gegn friðhelgi einkalífs. 2. Læknalög nr. 53/1988. 3. Reglugerð um sjúkraskrár og skýrslugerð varð- andi heilbrigðismál nr. 227/1991, er sett var með stoð í læknalögum. 4. Stjórnsýslulög nr. 37/1993, um aðgang einstak- linga að skjölum um mál er varða þá sjálfa. 5. Lög um Mannréttindasáttmála Evrópu nr. 62/ 1994, er veittu sáttmálanum beint lagagildi í íslenskum rétti. 6. 1. mgr. 71. gr. stjórnarskrár, eins og því ákvæði var breytt með stjórnskipunarlögum nr. 97/1995. 7. Upplýsingalög nr. 50/1996, um aðgang almenn- ings að gögnum sem stjórnvöld hafa í vörslum sínum. 8. Lög um réttindi sjúklinga nr. 74/1997. 9. Reglugerð um vísindarannsóknir á heilbrigðis- sviði nr. 52/1999 (áður reglugerð nr. 449/1997, er sett var með stoð í lögum um réttindi sjúklinga). 10. Lög um persónuvernd og meðferð persónu- upplýsinga nr. 77/2000 (áður lög um skráningu og meðferð persónuupplýsinga nr. 121/1989). 11. Lög um lífsýnasöfn nr. 110/2000. Við skoðun framangreindrar löggjafar sést að til skamms tíma var þróunin í íslenskum rétti öll í þá átt að auka vernd persónuupplýsinga; tölvulögin voru sett 1989, MSE var veitt beint lagagildi hér á landi árið 1994 og í kjölfarið var mannréttindaákvæðum sljskr. breytt árið 1995 sáttmálanum til samræmis og lög um réttindi sjúklinga voru sett árið 1997 ásamt reglugerð um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði. Er hér var komið sögu, virðast hafa orðið kaflaskil í þróuninni, kaflaskil sem löggjafinn markaði árið 1998 með setningu laga nr. 139/1998 um gagnagrunn á heilbrigðissviði. Mun hér eftir verða vísað til þeirra laga með skammstöfuninni GRL. 3. Lög um gagnagrunn á heilbrigðissviði nr. 139/1998 3.1. Lex spccialis, sérreglur sem ganga franiar alnicnnuni regluni Samkvæmt almennum lögskýringarreglum ganga reglur sérlaga framar almennum reglum. GRL eru sérlög um þann miðlæga gagnagrunn sem lögin kveða á um og hafa að geyma margar sérreglur sem stangast á við almennar reglur um meðferð við- kvæmra persónuupplýsinga. 3.2. Lex postcrior, ganga framar sem yngri lög Samkvæmt almennum lögskýringarreglum ganga yngri lög framar eldri lögum, en GRL eru yngri en til dæmis lög um réttindi sjúklinga og ganga þeim því framar að því leyti sem þau rekast á (7). 3.3. Frávik frá fyrirmælum alnicnnra laga til verndar friðhelgi cinkalífs GRL mæla fyrir um veruleg frávik frá almennum reglum um meðferð viðkvæmra persónuupplýsinga, og má þar helst nefna eftirtalin atriði: 1.1 GRL felst rýmkun á aðgangi að sjúkraskrám og heimild til vinnslu upplýsinga úr þeim til flutnings í miðlægan gagnagrunn, án upplýsts samþykkis sjúklings. Aðeins er gert ráð fyrir ætluðu samþykki sjúklinga, það er að þeir sem ekki vilja að upplýsingar um sig verði færðar í grunninn, verða að hafna þátttöku með sérstakri, skriflegri úrsögn. 2. Það öryggisákvæði sjúklingalaganna um að upplýsingar skuli geymdar þar sem þær urðu til, á ekki við. 3. Ekki er gert ráð fyrir þeim rétti sjúklings að hann hafi aðgang að þeim upplýsingum sem um hann eru skráðar í gagnagrunninn. 4. Ekki er gert ráð fyrir þeim rétti sjúklings að fá leiðréttar eða afmáðar rangar eða villandi upp- lýsingar, sem um hann kunna að verða skráðar í gagnagrunninn. 5. Reglur PVL um tilteknar upplýsingar hinum skráða til handa, eiga ekki við. 3.4. Af hverju? Helstu rök fyrir setningu GRL má ráða af almennum athugasemdum við frumvarp til laganna. Kemur þar fram, að í samþykktri stefnumótun í upplýsingamálum innan heilbrigðiskerfisins sé gert ráð fyrir þróun samræmds sjúklingaupplýsingakerfis. Slíkt verkefni sé svo umfangsmikið og kostnaðar- samt, að vandséð sé hvernig hægt væri að fjármagna það með fjárveitingum í fjárlögum (8). Verulegur kostnaður mun því sparast ríkinu, þar sem ráð er fyrir því gert í lögunum, að rekstrar- leyfishafi greiði allan kostnað við vinnslu upplýsinga til flutnings í gagnagrunninn og skulu upplýsingarnar unnar með þeim hætti að þær uppfylli þarfir við- komandi stofnunar fyrir samræmt upplýsingakerfi og þarfir heilbrigðisyfirvalda vegna heilbrigðisskýrslna, áætlanagerðar og annarra verkefna þeirra, sbr. 8. tl. 1. mgr. 5. gr. GRL. Ljóst er því að hreinir fjárhags- legir hagsmunir liggja að baki setningu laganna, og koma þeir að nokkru leyti fram í upptalningu athugasemdanna á þeim fjórum meginþáttum ávinn- ings sem þar er sagður vera af gagnagrunninum: 1. Öflun nýrrar þekkingar um eðli heilsu og sjúk- dóma. 2. Aukin gæði og sparnaður í heilbrigðiskerfum. 3. Uppbygging hátækniiðnaðar á Islandi og þar með atvinna menntaðs fólks í landinu. 4. Möguleikar á því að laða til íslands starfsemi sem tengist gagnagrunninum (9). Þau frávik frá fyrirmælum almennra laga til verndar friðhelgi einkalífs sem leiða af ákvæðum GRL og greind eru í 3.3. hér að framan, má einkum Læknablaðið 2001/87 653
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.