Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2001, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 15.09.2001, Blaðsíða 23
FRÆÐIGREINAR / MIÐLUN ÞEKKINGAR Leiðir mikilvægrar nýrrar þekkingar til lækna Dæmið um Helicobacter pylori og sár í maga og skeifugörn Auðbergur Jónsson, Peter Martin, Kirsti Rautanen, Arne Scheel Thomsen, Carl-Áke Hjalt, Göran Löfroth Nordiska hálsovárdshög- skolan, Gautaborg, Svíþjóð. Bréfaskipti, fyrirspurnir: Auðbergur Jónsson, Heilbrigðisstofnun Austurlands, Egilsstöðum, 700 Egilsstöðum. Sími: 471 1400; netfang: audbergur@hsa.is Lykilorð: miðlun þekkingar, Helicobacter pylori, sýklalyf. Ágrip Lýst er afturskyggnri rannsókn á upplýsingaflæði til lækna af tengslum Helicobacter pylori við sár í maga og skeifugörn og fleiri meltingarfærasjúkdóma. Þetta er íslenski hlutinn af sameiginlegri rannsókn í fimm Norðurlöndum. Tilgangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að fá fram mynd af virkni dreifingarleiða faglegrar þekk- ingar og sjá hve lengi merk tíðindi eru að berast og valda breytingum á hefbundnum vinnubrögðum. Efniviður og aðferðir: Sendir voru spurningalistar til 159 íslenskra heimilislækna og 110 lækna í þremur sérgreinum. Meðal annars var spurt hvenær og hvað- an umrædd frétt barst, hvenær og hvernig hún breytti vinnubrögðum við greiningu og meðferð. Niðurstöður: Tíðindin um H. pylori höfðu al- mennt borist læknum sex til átta árum eftir fyrstu skrif um þau í fagritum og þremur árum síðar höfðu þau leitt til viðeigandi breytinga á rannsóknum og meðferð. Sérgreinalæknarnir fengu fréttimar einu til þremur árum á undan heimilislæknunum og fóru einnig einu til þremur árum á undan þeim að nota sýklalyf í meðferð sýrusára. Fróðleiksuppspretturn- ar, sem flestir nefndu, voru erlend fagrit, þá vísinda- ráðstefnur, starfssystkini og íslenskt fagrit. Mikilvæg- ustu heimild töldu flestir erlend fagrit, þá vísindaráð- stefnur og starfssystkini. Viss munur kom fram á heimilislæknahópnum og sérgreinalæknahópnum. Fleiri heimilislæknar sögðust fá fréttir frá lyfjaiðnað- inum, fleiri lesa þær í Læknablaðinu og treysta fleiri á klíníska sjúkdómsgreiningu. Sérgreinalæknarnir töldu fleiri mikilvægustu heimildina vera starfs- systkini, einnig sögðust þeir fleiri nota og telja rétt að nota speglanir og vefjasýnatökur en heimilislækn- amir. Ályktanir: Aðeins áratugi eftir birtingu fyrslu greina í fagritum um Helicobacter pylori höfðu ís- lenskir læknar aflað sér þekkingar og tekið upp við- eigandi meðferð, og fóru sérgreinalæknar þar eðli- lega fyrir. Fréttin barst flestum með erlendu fagriti, en hlutverk innlends fagrits var lítið. ENGLISH SUMMARY Jónsson A, Martin P, Rautanen K, Thomsen AS, Hjalt C- Á, Löfroth G The channels for important new knowledge to medical doctors. The case of Helicobacter pylorí and stomach and duodenal ulcers Læknablaðið 2001; 87: 707-12 A retrospective survey of the flow of information to medical doctors as regards the relationship between Helicobacter pylori and stomach and duodenal ulcer and other gastro- intestinal diseases. This is the lcelandic part of a joint study in five Nordic countries. Objective: The objective of the research was to assess the effectiveness of different sources of information, to measure the length of time it takes for the information to spread and influence medical practice. Material and methods: The information was collected with the help of questionnaires that were sent to 159 general practitioners (GP) and 110 physicians in three medical specialities. Among the questions asked were when and how the information had reached the respondents and when and how it had influenced their medical practices. Results: The knowledge about Helicobacterpylori had generally reached medical doctors six to eight years after it first appeared in the medical journals and had three years later led to changes in the routine examinations and treatment. The specialists got the news one to three years earlier than the GPs and also started to prescribe antibio- tics one to three years earlier. The most frequently cited source of information was international medical journals, then scientific conferences, colleagues and The lcelandic Medical Journal. The most important source was considered to be international medical journals, then scientific conferences and colleagues. A certain difference was found between GPs and the specialist doctors. More GPs said they had got information from the pharmaceutical industry or through The lcelandic Medical Journal and relied on clinical diagnosis. More specialist doctors con- sidered the most important source of new knowledge to be the colleagues, they also said they used endoscopy and took tissue samples more often and more often considered it correct to do so. Conclusions: Only a decade after the first reports on Helicobacterpylori appeared in medical journals most lcelandic doctors had got the knowledge and were prescribing appropriate treatment, the specialist doctors in the lead. International medical journals spread the news most effectively but The lcelandic Medical Journal played only a minor role. The question is if the process could have been accelerated any further by some more hitting lcelandic news and by more definite initiative in framing guidelines. Key words: knowledge uptake, Helicobacterpylori, antibiotics. Correspondence: Auðbergur Jónsson. E-mail: audbergur@hsa.is Læknablaðið 2001/87 707
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.