Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.2001, Page 57

Læknablaðið - 15.09.2001, Page 57
UMR/EÐA & FRÉTTIR / ÍÐORÐAPISTILL 136 Jóhann Heiðar Jóhannsson Netfang: johannhj@landspitali.is Fyrirspurnum svarað Margar fyrirspurnir um læknisfræðileg íðorð hafa borist í vor og sumar. Sumum hefur verið svarað beint en aðrar bíða enn úrlausnar. Skal nú gerð grein fyrir nokkrum þeim helstu. Öndunarvélar Ólafur Baldursson, lungnasérfræðingur, sendi tölvu- póst og vildi fá umræðu um heitið öndunarvél. íðorðasafn lækna geymir þrjú erlend orð sem telja má heiti á öndunarvél, inhalator, þýtt sem öndunar- tœki, inspirator, þýtt sem öndunartœki, öndunarvél og respirator, þýtt sem öndunarvél. Undirritaður hefur það á tilfinningunni að tvö þau fyrrnefndu séu nú lítið eða ekkert notuð. Hvorugt er að finna í læknisfræðiorðabók Dorlands frá árinu 2000. Þar er hins vegar heitið respirator með beinni tilvísun í annað heiti, ventilator, sem fær tvær skýringar: 1. tœki hannað til að afmarka loftið sem í gegnum það fer. 2. tœki notað við gerviöndim, venjulega við vélrœna öndun. Vísað er síðan í inhaler og respirator sem samheiti. Ventilator er ekki fletta í Iðorðasafni lækna, en finnst í Ensk-íslenskri orðabók Arnar og Örlygs: 1. loftrœstitœki, t.d. loftrella eða vifta, 2. sá sem kemur e-u á framfœri eða leiðir e-ð í tal. I lok 20. pistils (Lbl, Fylgirit 41/2001, bls. 30) var spurt: „Er gerður greinarmunur á íslenskum heitum öndunar- vélanna, respirator og ventilator?" Forvitnilegt væri að heyra hvort heitið ventilator sé enn í notkun. Ólafur sagði að nú væru til ýmsar tegundir öndunar- véla og því gætu vaknað spumingar um nafngiftir. Hann hafði í bili mestan áhuga á að aðgreina invasive ventilation, þar sem oftast er um að ræða öndunarvél sem blæs í gegnum barkarennu, og non-invasive venti- lation, þar sem öndunarvélin blæs í gegnum grímu á andliti sjúklings. I fyrra tilvikinu hefur Ólafur talað um innri öndunarvél við sjúklinga sína og í því síðara um ytri öndunarvél og sagði vel skiljast. Undirritaður lagði til að binda umræðuna ekki við vélina sem shka, heldur að tala um innri öndunaraðstoð eða innri loftun lungna annars vegar og ytri öndunaraðstoð eða ytri loftun lungna hins vegar. Fyrir þá sem áhuga kynnu að hafa má benda á að heitin ofloftun, hyperventilation, og vanloftun, hypoventilation, voru rædd í fyrmefndum 20. pistli. Úr heilbrigdisvísindum Frá Þóru Gylfadóttur á Landsbókasafni - Háskóla- bókasafni barst örstutt fyrirspurn um þýðingar á þremur erlendum hugtökum. Gert er ráð fyrir að fyrirspurnin eigi við um almenna notkun hugtak- anna. Fyrst var það communication disorders. I Iðorða- safni lækna er enska orðið communication þýtt með íslensku orðunum boðskipti, samskipti. Disorder er þar þýtt sem veila, truflun, en í 115. pistli (Lbl, Fylgirit 41/2001, bls. 115) kom fram að starfshópur geðlækna hefði ákveðið að nota íslenska orðið röskun. Bein þýðing verður þá samskiptaraskanir. Þá var það population biology. Auðvelt er að finna lausn með hjálp íðorðasafnsins. Population er þýði og biology er líffrœði. Rétt er að benda á að enska orðið population er komið úr latínu þar sem populus merkir fólk. Upphaflega virðist orðið hafa verið notað um fólk eða fólksfjölda í tilteknu landi, borg eða svæði, en nú er það einnig notað í tölfræði og vistfræði um ýmiss konar samsöfn einstaklinga, dýra, jurta eða jafnvel ólífrænna hluta. Fræðigreinin þýðislíffræði fæst þó væntanlega eingöngu við athugun á lífverum. Loks var það reproductive biology. Aftur er það íðorðasafnið sem gefur lausnina. Lýsingarorðið reproductive- er þar þýtt með orðhlutanum œxlunar-, og setja má saman heitið æxlunarlíffræði. Álagsmeiðsl í tölvupósti barst fyrirspurn um enska heitið repetitive strain injury. Samkvæmt Ensk-íslenskri orðabók Arnar og Örlygs merkir lýsingarorðið repetitive endurtekningasamur; endurtekningar-; staglkenndur. Strain merkir meðal annars áreynsla, álag, spenna, ofreynsla, ofraun, tognun. Enska orðið injury kemur fyrir á nokkrum stöðum í Iðorðasafni lækna og er oftast þýtt í samsetningum sem áverki: bakáverki, blöðruáverki, heilaáverki, kuldaáverki og starfsáverki. Einnig koma þó fyrir meiðsl: fœðingar- meiðsl, og meiðsli: nýrnameiðsli og umferðarmeiðsli. Formlegu skýringarnar eru þessar: 1. sköddun. Hver sú streita sem lífvera verður fyrir og fœrir úr lagi byggingu hennar eða starfog leiðir til sjúklegs ferlis. 2. meiðsli. Venjulega notað um afleiðingar þess að líkaminn verðurfyrir áfalli utan frá. Ur þessu má gera mörg samsett heiti, en undirritaður hefur vanist því á liðnum árum að nota íslenska heitið álagsmeiðsl. Dægradvölin í síðasta pistli voru birtar nokkrar setningar úr lýs- ingu séra Jóns Steingrímssonar að Eyri við Skutuls- fjörð á eigin veikindum, sem hann taldi stafa af göldr- um. Þær eru teknar úr bók Sigurjóns Jónssonar, læknis, Sóttarfar og sjúkdómar á Islandi 1400-1800. Lýsing Jóns er afar mögnuð og myndræn svo af ber. Um hana segir Sigurjón: „Engum blöðum er um það að fletta, að lýsingar þessar sýna móðursýki á hæsta stigi, og mörg einkennin sköpuð af því, sem hugann fyllti öðru fremur: umhugsuninni um kvalir for- dæmdra. Þar að auki hefur séra Jón bersýnilega verið kleifhuga (schizophren) og haldinn ofsóknabrjálsemi á háu stigi og þeirri heiptrækni, sem venjulega er fylgifiskur hennar, skynvillum og þráhyggju.“ Læknablaðið 2001/87 741

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.