Skessuhorn


Skessuhorn - 26.11.2014, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 26.11.2014, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2014 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudög- um. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáaug- lýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.480 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.150. Rafræn áskrift kostar kr. 1.950. Verð í lausasölu er 600 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Þórhallur Ásmundsson, blaðamaður th@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir, blaðamaður gudny@skessuhorn.is Magnús Þór Hafsteinsson, blaðamaður mth@skessuhorn.is Auk þeirra skrifa í aðventublað: Brynhildur Stefánsdóttir, Haraldur Bjarnason, Jóhann Skúli Björnsson og Kolbeinn Óttarsson Proppé. Auglýsingar og dreifing: Emilía Ottesen, markaðsstjóri emilia@skessuhorn.is Pálína Alfreðsdóttir palina@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Tinna Ósk Grímarsdóttir (vefauglýsingar) tinna@skessuhorn.is Umbrot: Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Nánari upplýsingar í síma 483 0300 eða á www.heilsustofnun.is Berum ábyrgð á eigin heilsu Gjafabréf með upphæð að eigin vali Gjafabrén er hægt að nýta sem innborgun fyrir dvöl í læknisfræðilega endurhængu, heilsudvöl, námskeið eða stakar meðferðir. Gjafabréf fyrir heilsudvöl Hentar vel fyrir þá sem vilja gefa t.d. heilsudvöl, helgardvöl, námskeið, 5 daga heilsudvöl og heilsuviku. Gjafabréf á Heilsustofnun er góður kostur fyrir þá sem vilja styðja við sína nánustu sem koma til dvalar á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði til lengri eða skemmri tíma. – heilsusamleg og góð gjöf Gjafabréf á Heilsustofnun Líkt og kunnugt er var tölvu- sneiðmyndatæki Heilbrigð- isstofnunar Vesturlands á Akranesi tekið úr notkun fyrr í haust, eftir að hafa ver- ið úrskurðað ónothæft. Tæk- ið var hluti af mikilvægasta búnaði stofnunarinnar en vel á annað þúsund rannsókn- ir hafa verið gerðar á þessu ári í tækinu. Hollvinasam- tök HVE hafa að undan- förnu beitt sér fyrir söfnun til kaupa á nýju tæki. Eftir fund með Kristjáni Þór Júlíus- syni heilbrigðisráðherra sem samþykkti bón hollvinasam- takanna um framlag til söfn- unar varð ljóst að Hollvina- samtökin gætu pantað nýtt sneið- myndatæki í samráði við HVE en vantaði þó herslumuninn. Undan- farið hafa borist rausnarleg framlög til söfnunarinnar úr ýmsum áttum. Í síðustu viku barst hollvinasam- tökunum höfðingleg gjöf frá eldri borgara sem býr á dvalarheimili í héraðinu, en hann færði samtök- unum tvær milljónir króna. Fram kom að hann væri ánægður með þá þjónustu sem hann hefur fengið hjá HVE og þá sérstaklega á mynd- greiningardeildinni. Voru þessum heiðursmanni færðar þakkir fyr- ir framlagið og þann stórhug sem hann sýndi málefninu með þessari rausnarlegu gjöf. Þá voru síðast- liðið föstudagskvöld haldnir stór- tónleikar í Bíóhöllinni á Akranesi, til stuðnings samtakanna. Í upphafi tónleikanna færði Vilhjálmur Birg- isson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, tvær milljónir króna til söfnunarinnar fyrir hönd verka- lýðsfélagsins. Farin að sjá í land Að sögn Steinunnar Sigurð- ardóttur, formanns hollvina- samtakanna, eru samtökin á lokasprettinum að ljúka fjár- mögnun tækisins mikilvæga, sem kostar um 40 milljónir króna. „Við sendum nýver- ið 200 bréf til félagsmanna og það hefur skilað okkur um tveimur milljónum. Þrenn félagasamtök hafa nú látið mig vita um að þau ætli að gefa til söfnunarinnar og síð- ar í vikunni kemur í ljós hver upphæðin verður. En við erum farin að sjá fyrir endann á þessari fjármögnun. Staðan núna er sú að við erum að fara í verðkönn- un sem tekur 15 daga. Von mín er sú að hægt verði að panta tækið fyr- ir jól,“ segir Steinunn. Hún segist vonast til að það hafi safnast um hálf milljón á tónleikunum í Bíóhöllinni um liðna helgi, þar sem hljómsveit- in Todmobile spilaði fyrir nánast fullu húsi. „Andinn á tónleikunum var mjög skemmtilegur. Þetta voru þrusu tónleikar,“ sagði Steinunn. grþ Þorkell Fjeldsted bóndi og lífs- kúnstner í Ferjukoti er látinn eftir erfið veikindi, 67 ára að aldri. Þor- kell fæddist og ólst upp í Ferju- koti, hinum forna verslunar- og sögustað á bökkum Hvítár í Borg- arfirði. Þorkell og Heba Magn- úsdóttir, eftirlifandi eiginkona hans, hafa verið ábúendur í Ferju- koti síðan 1970. Börn þeirra voru fimm og eru fjögur á lífi. Þorkell var fjórði ábúandinn í Ferjukoti í beinan karllegg. Þekktust er Ferju- kotsjörðin fyrir laxnytjar í Hvítá, einkum netaveiðina, vinnslu og sölu. Á undanförnum árum byggði Þorkell upp veiðiminja- og sögu- safn í gömlu bæjarhúsunum og hefur verið óspar að miðla þekk- ingu sinni og reynslu um laxveið- ar fyrri tíma í Borgarfirði. Sam- hliða laxnytjum hefur hefðbund- inn landbúnaður verið stundaður í Ferjukoti ásamt öðru, á borð við rekstur lögferju, símstöð, verslun og bensínstöð enda lá Þjóðvegur eitt um bæjarhlaðið í Ferjukoti allt fram til 1980 að Borgarfjarðarbrú- in var opnuð. Þorkell Fjeldsted er eftirminni- legur þeim fjölmörgu sem honum kynntust enda spaugsamur og ræð- inn. Þorkell lét sig varða félagsmál bænda og laxveiðimanna, sam- vinnufólks og var áhugamaður um ýmis önnur samtímamál. Ætt- ingjum, fjölskyldu og vinum send- ir ritstjórn Skessuhorns innilegar samúðarkveðjur. mm Andlát: Þorkell Fjeldsted í Ferjukoti Rausnarleg framlög til söfnunar Hollvinasamtaka HVE Vilhjálmur Birgisson afhenti Steinunni Sigurðardóttur tvær milljónir króna frá Verkalýðsfélagi Akraness. Ljósm. Vesturlandsvaktin. Ungt fólk í starfi og leik Bílprófsaldur er ekki hár í samanburði við líf heillar þjóðar. Engu að síður erum við sem stöndum að Skessuhorni bara stolt af að hafa náð þeim aldri. Við stofnun Skessuhorns snemma árs 1998 var ekki laust við að efasemda gætti um raunverulegan grundvöll fyrir útgáfu héraðsfréttablaðs sem ein- ungis hefði starfssvæðið Vesturland. Þarna á árdögum blaðsins var hugtak- ið Vestlendingur ekki sérlega tamt. Það var og er að sjálfsögðu enn talað um Snæfellinga, Dalamenn, Borgfirðinga og Skagamenn. Það mun von- andi ekki breytast. Hins vegar er ég ekki alveg frá því að hugtakið Vestlend- ingur sé tamara fleirum nú en þá. Lykill að velgengni fjölmiðilsins á liðn- um árum er að fólk hefur kosið að standa þétt að baki hans auk þess sem við reynum að gera okkar til að bjóða vandaða en um leið gagnrýna frétta- mennsku. Enn og aftur minni ég þó á mikilvægi þess að íbúar, á ekki stærra svæði en litla Vesturlandi, standi þétt saman. Að þeir standi vörð um það sem ég vil kalla alvöru fjölmiðil, er mikilvægara en margan grunar. Án fjöl- miðla skortir aðhald, umræða sem leiðir til framfara á sér síður stað og allir tapa þegar upp er staðið. Ég leyfi mér að skora á þá sem ekki fylgjast viku- lega með landshlutamiðlinum, að bætast í hóp áskrifenda. Það kostar raun- verulega sáralítið í samanburði við ávinninginn. Fyrirtækið Skessuhorn ehf. fór í umfangsmikla stefnumótunarvinnu síðla sumars. Ákveðið var að kaupa utanaðkomandi aðstoð við að meta styrkleika og veikleika innan fyrirtækisins, bæta það sem þurfti, nota mátt fyrirtækis- ins til að vinna á ógnunum í ytra umhverfi og nýta betur tækifærin. Þessari vinnu er ekki lokið þrátt fyrir að talsvert mörgu hafi nú þegar verið breytt. Fyrsta verk okkar var að ráða markaðsstjóra af sömu kynslóð og framtíðar markhópur er. Nú höfum við áttað okkur betur á hvernig við mótum fram- tíð Skessuhorns og hverjar þarfir íbúa á starfssvæði okkar eru. Ég get nefnt nokkur verkefni að auki sem ákveðið var að framkvæma. Í haust fórum við í markaðsátak í þeim tilgangi að fjölga áskrifendum. Auk blaðaáskrifta buð- um við í fyrsta skipti rafrænar áskriftir. Skemmst er frá því að segja að við- tökur íbúa á Vesturlandi voru langt framar vonum okkar og væntingum. Nú í árslok 2014 hafa því aldrei verið fleiri áskrifendur að blaði og rafrænni áskrift. Þá er undirbúningur í gangi að stofnun Sjónvarps Skessuhorns. Það er þó ekki svo að við ætlum að hefja formlegan rekstur sjónvarpsstöðvar, heldur hyggjumst við nota vefinn til að miðla rafrænt lifandi myndefni með fréttum, viðtölum og frásögnum af því sem Vestlendingar eru að gera. Aðventublað Skessuhorns er nú sem fyrr nokkuð ólíkt öðrum tölublöð- um ársins. Í fyrsta lagi er það fjöldreifingarblað, borið í hvert hús og fyrir- tæki á Vesturlandi í kynningarskyni. Hefð er fyrir því að dagblöðin fylli að- ventublöð sín af gómsætum kökuuppskriftum, ljósmyndum af drekkhlöðn- um veisluborðum og öðru sem tengist aðventu. Í stað þess að fylgja því for- dæmi förum við nú í þriðja skiptið óhefðbundna leið í efnistökum. Ungt og athafnasamt fólk af Vesturlandi er meginþema þessa blaðs. Rætt er við fjölda ungs fólks í landshlutanum sem er að gera áhugaverða hluti, hvort heldur er í frítíma eða vinnu. Unga fólkið okkar er vissulega framtíðin, um það verður ekki deilt. Framtíð landshlutans byggist einfaldlega á því að hann byggi ungt fólk sem kemur með áræði og nýjar hugmyndir til fram- kvæmda. Af lestri þessara viðtala er ég ekki í vafa um að framtíðin er björt hér á Vesturlandi. Magnús Magnússon.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.