Skessuhorn


Skessuhorn - 26.11.2014, Blaðsíða 87

Skessuhorn - 26.11.2014, Blaðsíða 87
87MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2014 Persónuleg og góð þjónusta við landbúnað, sjávarútveg, íslenskan iðnað og einstaklinga Kemi • Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík • www.kemi.is • Sími: 544 5466 Opið: Mánudag - fimmtudags: Frá kl. 8.00-17.30. Föstudaga: Frá kl. 8.00-17.00. KÍKTU Í KEMI OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ! – Þekking og þjónusta í 20 ár ir þessir atburðir, orð og athafnir, örugglega haft mikil áhrif á hina ungu aldamótamenn á Akranesi. Endalok hinna fyrstu tækja Júlíus Þórðarson var spurð- ur um afdrif Akranestraktorsins: „Ég hafði orð á því við þá Bjarna Ólafsson og pabba, að nú mundi ég í þeirra sporum steypa pall við skurðinn þar sem vélin hafði ver- ið að vinna og stilla henni upp til frambúðar. Sýna þar fyrsta trak- tor á Íslandi. Þá sló Bjarni á hné sér og sagði: „Ég ætti það eftir! Ég held að það sé búið að eyða nógu undir hana líka“. Og svo settu þeir hana beina leið í brotajárn til Eng- lands, og þar fór hún örugglega í vopnasmíði…“ Af fyrstu skurðgröf- unni er það að segja að Karl Auð- unsson á Jaðri gerir hana upp fyr- ir landbúnaðarsýningu. Eftir það er hún flutt upp að Görðum á Akra- nesi, þar sem hún er í góðri umsjón hans og eftirliti. Eftir að árin líða fór vélin að skemmast og kom þá til tals að farga henni. Þegar hér var komið sögu barst Pétri G. Jónssyni hjá Þjóðminjasafni Íslands þetta til eyrna, en hann brást þegar við og bjargaði gröfunni frá glötun. Pét- ur var elsti sonur sr. Jóns M. Guð- jónssonar stofnanda Byggðasafns- ins í Görðum. Pétur kom gröfunni fyrst í hús í Árbæjarsafni en síðar í geymslu Þjóðminjasafnsins í Kópa- vogi. Þar bíður hún nú örlaga sinna í miður góðu ástandi, svo ekki sé meira sagt, og þarf snöggar hendur til að bjarga henni þaðan! En það er af fyrsta þilfarsvélbátnum Fram að segja að hann var um síðir lík- lega seldur til Vestmannaeyja þar sem hann var rifinn, um 1915 eða 16. Lokaorð í bundnu máli Fyrsti vélbáturinn, Fram var oft fenginn til fólksflutninga til Reykjavíkur. Guðmundur Þórðar- son frá Hamri, sem var býli nokkru fyrir innan Ós í núverandi landi Vallaness, tók sér far til Reykjavík- ur, en skipstjóri var Bjarni Ólafs- son. Þetta mun hafa verið 1907. Á leiðinni til Reykjavíkur gerði Guð- mundur þessar vísur: Báturinn Fram - um flyðru- hvamminn skríður Heitir Bjarni – hann er barn að aldri heppinn skýr og hugaður linna tjarna lárviður honum stýrir Ólafsbur lítt ágjarn en góðsamur. Fyrir vísur þessar fékk Guð- mundur ókeypis far til Reykjavíkur, sem mun hafa verið ein króna. Ásmundur Ólafsson tók saman. Heimildir: Rit Ólafs B. Björnssonar, bernsku- minningar Sigurðar í Tryggvaskála, æviskrár Akurnesinga og Borgfirðinga, viðtöl við Júl- íus Þórðarson o.fl. Myndirnar eru allar varðveittar á Ljósmynda- safni Akraness og birtar með góðfúslegu safnsins. Einn af fyrstu fólksbílunum á Akranesi. Farþegar frá vinstri: Júlíus Þórðarson, Ása Finsen, Ólafur B. Björnsson, Elín Ásmunds- dóttir og Bjarni Ólafsson, skipstjóri. Bjarni flutti inn fyrstu dráttarvélina til landsins 1918 ásamt Þórði Ásmundssyni. Einnig keyptu þeir félagar fyrsta bílinn til Akraness árið 1922, en það var vörubíll af Ford gerð, sem þeir notuðu við atvinnurekstur sinn á Akranesi og í Elínarhöfða. Hér má einnig geta þess að þeir hálfbræður Ólafur B. Björnsson og Bjarni Ólafsson voru fyrstir manna til að setja upp rafstöð á Akranesi, en ljósin frá þeirri rafstöð voru svo kveikt á jólum 1918, og þóttu mikil við- brigði frá olíulömpunum. Þórður Ásmundsson setti árið eftir -1919- upp rafstöð í verslunarhús sín og leiddi frá henni í fimm næstu hús. Myndin er líklega tekin um 1930. Myndhöfundur: Hansína Guðmundsdóttir. Fyrsta vélfrystihúsið á Akranesi tók til starfa árið 1928 og hófst vélfrystingin í íshúsi Þórðar Ásmundssonar neðst við Suðurgötu. Húsið ráku saman Bjarni Ólafsson & Co. og Þórður Ásmundsson. Einnig má geta þess hér að fyrsta íslenska frystivélin var smíðuð af Vélsmiðjunni Héðni í Reykjavík og sett upp í Heimaskagafrystihúsinu á Akranesi árið 1954, en áður höfðu slíkar vélar verið innfluttar. Ljósmyndari óþekktur. Júlíus Þórðarson á Grund mun hafa keypt fyrsta mótorhjólið sem kom til Akra- ness, fyrir 1930. Hjólið var af gerðinni Harley Davidson. Hér er Júlíus í hópi skáta sem gistu í tjöldum við Akrafjall. Júlíus var einn þeirra fyrstu á Akranesi að stunda vélgæslu, fyrst hjá Óskari Halldórssyni í frystihúsi hans, Herðubreið í Reykjavík og á Ísafirði. Myndhöfundur: Guðjón Bjarnason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.