Skessuhorn


Skessuhorn - 26.11.2014, Blaðsíða 42

Skessuhorn - 26.11.2014, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2014 Ásbyrgi í Stykkishólmi er vinnu- stofa fyrir fullorðið fólk með tak- markaða starfsgetu. Hún er rekin af Félags- og skólaþjónustu Snæ- fellinga. Þar starfa flestir að ýms- um verkefnum en eru jafnframt að hluta úr degi eða viku í störf- um á almennum vinnumarkaði, þá með eða án stuðnings. Þannig gefst fólkinu kostur á að vera þátttakend- ur í fjölbreyttum störfum í samfé- laginu, öllum til hagsbóta. Vinnu- stofan hóf starfsemi í ágúst 2012 og hefur því verið við lýði í rúm tvö ár. Reynslan af henni er afar góð. Það er í nægu að snúast fyrir alla tólf sem þar starfa í dag. Nóg að gera „Þetta gengur mjög vel. Við fáum mikið af verkefnum. Til dæmis höf- um við verið að sauma taupoka utan um svokallaða svínahryggi sem eru stoðpúðar sem eru notaðir við end- urhæfingu og æfingar bakveikra hér á sjúkrahúsinu. Nú síðast í gær kom svo beiðni um að við tækj- um að okkur merkingar á staurum eða rörum í tengslum við ljósleið- aralagningu í Helgafellssveit. Þetta er svona nýjasta dæmið um verk- efni sem við munum sennilega taka að okkur,“ segir Hanna Jónsdóttir þroskaþjálfi og forstöðumaður Ás- byrgis. Mikið er um endurvinnslu á ýmsu efni, svo sem úr fatnaði og kertaaf- göngum sem fara þá í að framleiða ný kerti. „Við tökum líka við notuð- um gleraugum, farsímum, umslög- um með frímerkjum og fleiru. Svo eru einnig framleiddir hér taupok- ar sem eru notaðir til innkaupa en Stykkishólmur varð nýlega plast- pokalaus bær. Verslanirnar kaupa þá af okkur. Síðan er framleiðsla á ýmsu öðru smálegu sem við seljum. Við erum einnig með matjurtagarð hér fyrir utan. Lionsmenn komu og smíðuðu fyrir okkur sólpall. Garð- húsgögn þar voru svo smíðuð af starfsfólkinu hér í Ásbyrgi.“ Pakka þurrkuðum þara Nýjasta verkið sem starfsmenn Ás- byrgis hafa tekið að sér er að pakka þurrkuðum þara í neytendapakkn- ingar. Þurrkaði þarinn er fram- leiddur af fyrirtækinu Íslenskri blás- kel í Stykkishólmi og fer til kaup- enda í Danmörku. Íslensk bláskel hefur stundað þessa vinnslu með góðum árangri. Símon Sturluson framkvæmdastjóri Íslenskrar blás- keljar segir að þarinn fari á markað hér innanlands en langmest erlend- is. Fólk borðar hann sem heilsufæði og sælgæti. Líkja má þaranum við fjallagrösin og sölin sem Íslending- ar hafa borðað um aldir. „Hingað til höfum við verið að selja hann í stórum einingum. Núna kom hins vegar ósk frá Danmörku um að fá sendingu í neytendapakkningum, það er 20 grömm í hverjum poka, bæði af beltisþara og marínkjarna. Við vorum að senda þúsund slíka pakka þangað héðan frá Stykkis- hólmi. Við sömdum við vinnustof- una Ásbyrgi að þau tækju að sér að pakka þessu fyrir okkur. Það hefur gengið mjög vel og fyrsta sendingin sem sagt farin af stað,“ segir Sím- on. „Þari og þang til manneldis er mjög vannýtt auðlind. Eftirspurnin er alltaf að aukast meir og meir.“ Hanna Jónsdóttir segir að starfs- menn Ásbyrgis setji 20 grömm af þurrkaða þaranum í hvern poka, límt sé fyrir og miðar límdir á rétta staði. Þetta er nákvæmnisvinna. „Lionsmenn hér í Stykkishólmi komu til okkar og gáfu okkur vog, vél til að prenta merkimiða og tæki til að líma fyrir pokana.“ Fjölbreytt störf Þegar blaðamaður Skessuhorns leit við í Ásbyrgi voru starfsmenn nýkomnir úr hádegsmat. Vinnu- dagurinn er frá átta á morgnana til fjögur síðdegis. „Við borðum allt- af í hádeginu í mötuneyti Dvalar- heimilis aldraðra sem er hér hand- an götunnar. Það er mjög gott að komast þannig út. Skipta um um- hverfi og hitta fleira fólk.“ Þrjú þeirra sem starfa í Ásbyrgi voru inni við þegar blaðamann bar að garði. Ólafía Sæunn Hafliða- dóttir sat niðursokkin við sauma- vélina. „Ég sauma taupokana al- veg hreint á fullu. Svo skreyti ég þá. En ég geri líka margt annað,“ sagði hún. Davíð Einar Davíðs- son sat andpænis henni og mál- aði á léreft. „Ég er líka að vinna í Bónus og á lögreglustöðinni,“ sagði hann. Sigurður Fannar Gunnsteins- son sinnti öðrum störfum. „Ég er að hreinsa vaxið úr sprittkertunum. Ég mála líka dósir utan um útikerti. Svo vinn ég á bensínstöðinni hérna í Stykkishólmi.“ Að þessu sögðu kom Einar Marteinn Bergþórsson í hús að loknu verkefni úti í bæ. „Ég keyri hádegismat frá mötuneytinu í Dval- arheimilinu í grunnskólann. Svo er ég líka að vinna hjá áhaldahúsinu hjá Stykkishólmsbæ. Nú förum við að byrja að setja upp jólaskrautið í bænum. Það er mikil vinna þar sem við notum kranabíl. Ég hef líka ver- ið að pakka þaranum,“ sagði Ein- ar og sýndi snyrtilega pokana með innpökkuðum þara frá Íslenskri bláskel. mþh Ásbyrgi er til húsa í gamla skólastjórabústaðnum við gamla barnaskólann í Stykkishólmi. Á myndinni ganga starfsmenn til þess að bera út póst í bænum. Ásbyrgi í Stykkishólmi hefur starfað í rúm tvö ár: Næg og fjölbreytt verkefni í samfélaginu Hanna Jónsdóttir þroskaþjálfi stjórnar störfum í Ásbyrgi. Ólafía Sæunn Hafliðadóttir saumar meðal annars taupoka og skreytir. Davíð Einar Davíðsson vinnur í Bónus og á lögreglustöðinni þegar hann er ekki að störfum í Ásbyrgi. Sigurð Fannar Gunnsteinsson má oft finna í vinnu á bensínstöðinni í Hólminum. Einar Marteinn Bergþórsson með poka af innpökkuðum þara sem fer á markaði erlendis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.