Skessuhorn


Skessuhorn - 26.11.2014, Blaðsíða 62

Skessuhorn - 26.11.2014, Blaðsíða 62
62 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2014 Gunnhildur segir yndislegt að vera aftur komin heim Eftir fjögurra ára fjarveru frá Stykkishólmi við nám í Reykja- vík er Gunnhildur Gunnarsdóttir komin heim í Stykkishólm og tek- in til við að leika körfubolta þar að nýju með Snæfelli. Gunnhildur er 24 ára, dóttir Gunnars Svanlaugs- sonar skólastjóra Grunnskólans í Stykkishólmi og Láru Guðmunds- dóttur íþróttakennara og nuddara. Hún er þriðja í röðinni í hópi fjög- urra barna þeirra hjóna. Í Hólm- inum býr hún nú með unnusta sín- um Óskari Hjartarsyni sem er frá Helgafelli í Helgafellssveit. Góð ár hjá Haukum Gunnhildur segist ekki hafa ver- ið meira en níu ára gömul þeg- ar hún fór að æfa körfubolta. „Ég spilaði svo upp alla yngri flokkana með Snæfelli og var svo í fyrsta meistaraflokksliðinu sem tók þátt í fyrstu deild. Við vorum ung- ar og óreyndar í deild með þeim fullorðnu og þetta var erfitt. Samt unnum við okkur þó strax upp í úrvalsdeild og þar hefur Snæfell verið síðan.“ Árið 2010 fór hún til Reykjavíkur í nám. Þegar það spurðist út í körfuboltaheiminum hafði þjálfari Hauka samband við hana og eftir viðræður við Hauka- fólk skrifaði Gunnhildur und- ir tveggja ára samning við Hauka. „Mér leið mjög vel í Haukum og þegar tveggja ára samningstíminn var liðinn skrifaði ég aftur undir tveggja ára saming þannig að þetta urðu alls fjögur ár sem ég spil- aði með Haukunum.“ Gunnhild- ur hefur enn ekki náð því að verða Íslandsmeistari þrátt fyrir að hafa spilað með tveimur af sterkustu liðum efstu deildar síðustu árin. „Nei, stelpurnar í Snæfelli náðu Íslandsmeistaratitlinum meðan ég lék með Haukum en ég varð hins vegar bikarmeistari með Haukum eftir harða baráttu við Snæfell.“ Íþróttafræðingur í uppeldis­ og kennslufræðinámi Þegar heimdraganum sleppti hóf hún sjúkraliðanám í fyrstu við Fjölbrautaskólann í Ármúla. „Helsta ástæðan fyrir því námi hjá mér var að finna út hvort hjúkrun eða íþróttakennaranám ætti betur við mig. Þetta fór þannig að ég tók svo inntökupróf í íþróttafræði og byrjaði í því námi haustið 2011 við Háskólann í Reykjavík og útskrif- aðist þaðan í vor með BS gráðu í íþróttafræði.“ Að námi loknu lá leið Gunnhildar aftur heim í Hólm- inn og nú starfar hún sem stuðn- ingsfulltrúi við Grunnskólann í Stykkishólmi og stundar jafnhliða því meistaranám í kennslufræðum við Háskólann á Akureyri. „Þetta er kallað lotunám en það tek ég að stórum hluta í fjarnámi og fer norður eina viku í hverjum mán- uði. Þetta er tveggja ára nám sem þarf að bæta við íþróttafræðina til að öðlast kennararéttindi. Þar sem ég ætla mér að verða íþróttakenn- ari þá er þetta nám nauðsynlegt,“ segir hún. Landsliðið fær fleiri verkefni Auk þess að leika með Haukum síð- ustu ár hefur Gunnhildur átt fast sæti í landsliði Íslands í körfubolta. Hún segir heldur fá verkefni vera fyrir landsliðið en það standi þó til bóta. „Við fórum á smáþjóðaleik- ana sem voru í Luxemborg fyrir tveimur árum en þeir verða haldn- ir hér á landi næsta sumar þannig að verkefnin eru að aukast. Annars hefur þetta bara verið einn og einn leikur utan þess.“ Hún er mjög sátt við að vera kominn til Stykk- ishólms aftur. „Það er yndislegt að vera komin aftur heim. Þótt mér hafi alltaf liðið mjög vel í Haukum og eigi þar marga góða vini. Mót- ið hefur byrjað mjög vel hjá okkur Snæfellsstelpum núna en við eig- um mikið inni ennþá og höfum ekki enn náð að spila eins góðan leik og við viljum. Þetta er þó allt í rétta átt. Þrjár stelpur úr liðinu búa og æfa í Reykjavík og koma bara heim í leiki svo við verð- um núna í fyrstu að nýta leikina vel til þess að spila okkur saman.“ Hún segist hafa áhuga á flestöllum íþróttum og útivist sé henni hug- leikin líka. „Sérstaklega má nefna snjóbrettaiðkun. Hún er skemmti- leg. Að auki hef ég mjög gaman af að ferðast.“ Býst við að búa í Hólminum áfram Gunnhildur segist búast við að vera komin heim í Stykkishólm til að vera þar áfram en þó sé aldrei að vita hvort hún fari aftur í frek- ara nám. „Í framtíðinni stefni ég þó að því að búa hér. Hér finnst mér best að vera og vonandi verð- ur bara nægilega mikið framboð á vinnumarkaðinum hérna til þess að unga fólkið sæki aftur heim,“ segir Gunnhildur Gunnarsdótt- ir körfuboltakona og íþróttafræð- ingur í Stykkishólmi. Hún og Óskar, unnusti hennar, hafa kom- ið sér fyrir hjá foreldrum hennar í fyrstu en eru að hefja húsbyggingu í Hólminum. hb Gunnhildur ásamt foreldrum sínum og systkinum. Gunnhildur Gunnarsdóttir við útskrift sína sem íþróttafræðingur frá Háskól- anum í Reykjavík í vor. Í leik með íslenska landsliðinu. Gamall draumur að rætast í Norrköping Ein öflugasta körfuboltakona landsins mörg síðustu árin hefur verið Sigrún Sjöfn Ámundadótt- ir úr Borgarnesi. Sigrún spilar í vetur með Norrköping Dolphins í sænsku úrvalsdeildinni í körfu- bolta. Í spjalli við Skessuhorn sagði Sigrún Sjöfn að liðinu hefði geng- ið ágætlega í vetur, en það er sem stendur um miðja deild. „Við vit- um samt að við getum gert betur. Allir leikir sem við eigum eftir fyr- ir jól geta farið á hvorn veginn sem er og stefnan er tekin á að vinna þá alla til að koma okkur í betri stöðu fyrir seinni part tímabilsins,“ segir Sigrún Sjöfn. Körfubolti og hestamennska Sigrún segir að snemma hafi hún fengið áhuga fyrir körfubolta. „Já, það er körfuboltinn og hesta- mennskan sem ég hef alltaf haft mestan áhuga fyrir. Ég æfði nán- ast allar íþróttir sem í boði voru í Borgarnesi. Auk körfuboltans; fót- bolta, badminton og sund, ásamt píanónámi og hestamennsku. Það var oft erfitt að púsla þessu öllu saman með náminu en samt sem áður lét ég þetta ganga upp. Minn uppháhaldstími var eftir skóla þeg- ar ég gat komist í íþróttahúsið eða hesthúsið og stundað mínar íþrótt- ir,“ segir Sigrún Sjöfn. „Ég byrjaði að æfa körfubolta með Skallagrími í kringum tólf ára aldurinn og var heima í Borgarnesi þangað til ég fluttist til Reykjavíkur 16 ára gömul og byrjaði í framhaldsskóla. Þá fór ég að æfa með Haukum og komst í U-18 ára landslið Íslands. Um leið byrjaði ég að banka á dyrnar hjá A- liðinu. Síðan spilaði ég með KR og seinna Hamri í Hveragerði. Það- an lá leiðin út til Frakklands í eitt ár haustið 2010 og þegar ég kom heim að nýju kláraði ég námið í kennslufræðum. Ég spilaði svo aft- ur með KR í þrjú ár áður en ég fór í haust í atvinnumennsku til Sví- þjóðar.“ Svíarnir líkamlega sterkari en Íslendingar Sigrún Sjöfn segir að sig hafi lang- að til að fara út aftur eftir að hún kom heim frá Frakklandi. Þar var hún að spila með liði í annarri deild en vildi gjarnan komast til liðs í sterkari deild. „Ég spilaði með landsliði Íslands í Austurríki í sum- ar á Evrópukeppni smáþjóða þar sem ég stóð mig með prýði. Þjálf- ari Norrköping Dolphins var á því móti og sá mig spila. Stuttu eftir að ég kom heim setti hann sig í sam- band við umboðsmann minn og þar með lá leiðin hingað.“ Þegar Sig- rún Sjöfn er spurð um hvort mun- ur sé á körfuboltanum í Svíþjóð og á Íslandi, svarar hún að kannski sé ekki svo mikill munur á leiknum sjálfum en leikmenn séu líkamlega sterkari og spili agaðri leik. „Mér finnst þróunin líka verða orðin meiri hérna en heima. Hér hef ég meiri tíma til að vinna í mínum leik og bæta mig. Þjálfarinn sinnir okk- ur líka meira sem einstaklingum en gert er heima. Við förum hver og ein á videófundi og þar sýnir þjálf- arinn hvað við erum að gera vel og hvað þurfi að laga.“ Kann vel við sig í Norrköping Sigrún hefur verið í Norrköping á fjórða mánuð. Hún segir að sér líði eins og hún hafi þekkt marga liðs- félaga sína lengi. „Ég kann mjög vel við mig hérna og allir hafa verið virkilega hjálpsamir við mig. Mér hefur verið komið inn í hlutina eins fljótt og mögulegt er.“ Sigrún Sjöfn segir dæmigerðan dag þann- ig að hann byrji á morgunæfingu. „Þar vinn ég í mínum leik ásamt því að fara á lyftingaæfingu þrjá morgna í viku. Síðan liggur leiðin í hádegismat þar sem liðið borð- ar saman. Eftir matinn er frjáls tími þar sem ég reyni að æfa mig í sænskunni eða slappa af. Liðs- fundir eru svo yfirleitt fyrir æfing- ar á kvöldin þar sem farið er yfir síðasta leik eða næstu andstæðing- ar greindir áður en seinni æfingin hefst.“ Aðspurð um félagsskap við Íslendinga í Norrköping segist hún ekki hafa ennþá hitt Íslendinga þar búsetta. „Ég er ekki með heimþrá en að sjálfsögðu sakna ég fjölskyldu og vina heima. Mér líður mjög vel hérna og ég get eiginlega ekki kvartað undan neinu. Ég er að fá tækifæri til að upplifa draum minn frá æsku svo ég er virkilega að njóta augnabliksins,“ segir Sigrún Sjöfn Ámundadóttir. þá Spjallað við Sigrúnu Sjöfn Ámundadóttur körfuboltakonu úr Borgarnesi Sigrún Sjöfn Ámundadóttir. Sigrún Sjöfn í búningi Norrköping Dolphins sem hún spilar nú með í sænsku úrvalsdeildinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.