Skessuhorn


Skessuhorn - 26.11.2014, Blaðsíða 51

Skessuhorn - 26.11.2014, Blaðsíða 51
51MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2014 Námsframboð fyrir fullorðna á vorönn 2015 Húsasmíði og vélvirkjun Opið er fyrir umsóknir um nám í húsasmíði og vélvirkjun á vorönn 2015. Námið er blanda af staðbundnum lotum utan dagvinnutíma og fjarnámi. Nánari upplýsingar og innritun eru á skrifstofu skólans. Fjölbrautaskóli Vesturlands Sími: 433-2500 Vogabraut 5 Heimasíða: http: www.fva.is 300 Akranesi Tölvupóstur: skrifstofa@fva.is Fjölbrautaskóli Vesturlands SK ES SU H O R N 2 01 4 Um tíðina hefur margt framúrskar- andi íþróttafólk alist upp á Akranesi, ekki síst í knattspyrnu og sundi. Þrátt fyrir að Skagakonum hafi ekki gengið vel í keppninni í efstu deild í fótboltanum síðasta sumar var efnilegasta knattspyrnukonan valin úr þeirra röðum þegar sum- arið var gert upp. Það er hin bráð- efnilega Guðrún Karitas Sigurð- ardóttir sem í nokkurn tíma hefur verið undir smásjánni hjá stærri lið- unum í kvennafótboltanum. Ekki hefur það minnkað að félög hafi sett sig í samband við hana eftir að hún var valin efnilegasti leikmaður Pepsídeildarinnar í haust. „Ég hef ákveðið að spila í Pepsídeildinni á næsta ári og eru nokkur félög inni í myndinni. Ég hef farið á æfing- ar hjá þeim að undanförnu en ekki tekið ákvörðun ennþá. Ég átti ekki von á því að þetta yrði svona erfitt að velja en það eru bara svo mörg flott lið. Það verður erfitt að fara frá mínu uppeldisfélagi ÍA. Sérstaklega að fara frá stelpunum í Skagaliðinu sem eru allar frábærar. Ég á eftir að sakna þeirra mikið og félagsskapar- ins. Ég tel mig hins vegar þurfa að taka stærra skref til að bæta mig. Ég mun keyra á milli til að byrja með þar sem ég er að klára framhalds- nám á Akranesi. Svo sé ég til hvað ég geri eftir það,“ segir Guðrún Karitas. Nauðsynlegt að hafa fyrirmyndir Aðspurð segir hún að fótboltinn hafi alltaf verið uppáhalds íþróttin sín. „Ég æfði reyndar samkvæmis- dans þegar ég var lítil og gekk vel en áhuginn var ekki eins mikill og á fótboltanum. Ég hef alltaf sett stefnuna á að ná eins langt í fót- boltanum og ég get. Áform mín er að finna lið þar sem ég á möguleika að vaxa og bæta mig mest sem leik- maður. Eitt af markmiðum mínum er að spila fyrir íslenska landsliðið. Þegar maður hefur sett sér svona markmið er gott að hafa einhverja fyrirmynd. Mín helst fyrirmynd er pabbi minn Sigurður Jónsson sem lengi var atvinnumaður í fótbolta. Ég lít líka mikið upp til Hörpu Þor- steinsdóttur í Stjörnunni sem er frábær leikmaður.“ Stefnir á háskólanám erlendis Guðrún Karitas er í námi við Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akranesi. „Ég er á náttúrufræðibraut og klára námið að mestu leyti næsta vor. Ég býst við að ég eigi bara tvö fög eft- ir næsta haust og fer þá væntan- lega að vinna með náminu. Svo set ég stefnuna á háskólanám erlend- is haustið 2016.“ Spurð hvort hún eigi önnur áhugamál fyrir utan fót- boltann, svarar Guðrún: „Ég hef mikinn áhuga fyrir að ferðast en það er frekar erfitt að gera mikið af því þegar maður er á fullu í fótbolt- anum. Fótboltinn er númer eitt, tvö og þrjú þannig að heimsreisan verður að bíða,“ segir Guðrún Kar- itas að endingu. þá Fótboltinn er númer eitt og heimsreisan verður að bíða Guðrún Karitas Sigurðardóttir með verðlaunin fyrir að vera valin efnilegasti leik- maður Pepsídeildarinnar eftir síðasta sumar.    www.skessuhorn.is Fylgist þú með? S: 433 5500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.