Skessuhorn


Skessuhorn - 26.11.2014, Blaðsíða 53

Skessuhorn - 26.11.2014, Blaðsíða 53
53MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2014 Sandblásum bæði texta og myndir í gler og spegla... LED ljós í spegla SPEGLAR OG STURTUGLER Smiðjuvegi 7 200 Kópavogi Sími: 54 54 300 Fax: 54 54 301 ispan@ispan.is Myndlistakonan Sólveig Sigurð- ardóttir verður með sýningu á eigin verkum í sal Endurhæfing- arhúss Hver á þriðju hæð gamla Landsbankahússins við Akratorg á Akranesi á laugardaginn. Þetta er þriðja sýningin sem Sólveig heldur en sú fyrsta í rúm tvö ár. „Sýningin verður opnuð klukkan tvö eða um það leyti sem kveikt verður á ljósunum á jólatréinu á Akratorgi. Það er því stutt fyrir fólk að kíkja yfir,“ segir Sólveig sem vonast til að sjá sem flesta á sýningunni. Málar í eldhúsinu heima hjá sér Sólveig fæddist á Hömrum í Reyk- holtsdal árið 1961 en bjó lengst af á Akranesi. Árið 2006 fékk hún heilablóðfall sem varð til þess að hún er í dag lömuð vinstra meg- in á líkamanum. Eftir að Sólveig veiktist snéri hún sér að mynd- list og hefur síðan þá málað fjölda mynda í eldhúsinu heima hjá sér. „Fyrir veikindin hafði ég aldrei málað og hélt hreinlega að ég gæti það ekki. Eftir smá æfingu komst ég þó á lagið með það og í dag hef ég ekki tölu yfir hvað ég hef málað margar myndir. Það er nefnilega hægt að gera svo margt annað en að hanga heima og gera ekki neitt þótt maður sé veikur,“ segir Sólveig. Hún hefur tvisv- ar haldið sýningu á sínum verk- um þar sem allar myndirnir seld- ust upp. „Ég hélt mína fyrstu sýn- ingu á pallinum fyrir utan hjá mér á Írskum dögum 2011 og aftur 2012. Þá seldust allar myndirn- ar,“ segir Sólveig um þær góðu viðtökur sem myndir hennar hafa fengið. Prófar nýjan stíl Þar til nýlega einkenndust flest öll málverk Sólveigar af sérstök- um stíl þar sem hún málaði ver- ur í mismunandi litum með mis- munandi bakgrunn. Nú hefur hún hins vegar byrjað að þróa nýjan liststíl. „Ég hef mest verið að mála það sem ég kalla verur og gert ótal útfærslur á þeim. Fyrir stuttu byrjaði ég að gera tilraun- ir með að mála abstrakt myndir eftir að ég fékk góða tilsögn frá Hrönn Eggertsdóttur,“ segir Sól- veig að lokum, en málverk af báð- um sortum verða á sýningunni á laugardaginn og verða þau öll til sölu. jsb Snéri sér að listinni í kjölfar veikinda Hér má sjá bæði abstrakt verk eftir Sólveigu ásamt málverki af hvítum verum með svartan bakgrunn.Sólveig Sigurðardóttir, mynd- listarkona í eldhúsinu heima hjá sér þar sem hún málar öll sín verk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.