Skessuhorn


Skessuhorn - 26.11.2014, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 26.11.2014, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2014 Fólk er hvatt til að kynna sér metn- aðarfulla menningar- og afþrey- ingardagskrár á Vesturlandi næstu vikurnar. Eins og lesa má um í blaðinu í dag er margt á döfinni í menningarhúsum og kirkjum. Heldur kólnandi er í kortunum frá því sem verið hefur. Á fimmtudag og föstudag er spáð fremur hægri suðaustanátt með slyddu og síðar rigningu, en úrkomulitlu norðan til á landinu. Hlýnandi í bili. Þegar líð- ur á helgina er síðan í framhaldspá Veðurstofunnar gert ráð fyrir kóln- andi veðri með slyddu og jafnvel snjókomu einkum á vestanverðu landinu. Þó er vakin athygli á því að vegna vinnslutíma blaðsins er hér stuðst við meiri langtímaspá en venja er. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhors. „Mun fólk hafa meira á milli handanna fyrir þessi jól en síðustu?“ Stærstur hluti svarenda telur að svo verði ekki. „Nei minna“ sögðu 38,82%, „já meira“ var svar 17,11% og „jafn mikið“ sögðu 17,43%. 26,64% treystu sér ekki til að spá um það. Í þessari viku er spurt: Er óskað mjúkra eða harðra pakka? Ungt fólk og athafnasamt eru Vest- lendingar vikunnar að þessu sinni, eins og lesa má um í blaðinu í dag. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Grundfirsk hönnun verðlaunuð á Sjávarútvegsráðstefnunni Sjávarútvegsráðstefnan 2014 var haldin á Grand hóteli í Reykja- vík síðustu helgi. Tilgangur ráð- stefnunnar er að stuðla að faglegri og fræðandi umfjöllun um sjávar- útveg og að vera vettvangur fyrir samskipti þeirra sem koma að sjáv- arútvegi hér á landi. Á föstudag- inn var tilkynnt að sporðskurðar- vél sem Unnsteinn Guðmundsson í Grundarfirði þróaði og kynnti fyrr á þessu ári hefði hlotið fyrstu verð- laun fyrir besta nýsköpun í tækni til fiskvinnslu. Það var fyrirtækið 4fish ehf. sem framleiðir sporðskurð- arvélarnar. Slík vél hefur verið til reynslu hjá G.Run í Grundarfirði í ríflega hálft ár og reynst afar vel að sögn Runólfs Guðmundssonar. Að fenginni góðri reynslu var ákveðið að markaðssetja vélina og fjöldaframleiða. Fiskurinn fer í sporðskurðarvélina áður en hann fer í hausun og flökun. Vélin sker blásporðinn af fiskinum og með því vinnst margt. Meðal annars verð- ur ísetningin inn í hausingarvél og flökunarvél mun betri. Í frétt frá því í haust hér í Skessuhorni um nýju vélina sagði m.a.: „Fiskur- inn kemur mun beinni inn í flök- unina og því verður flakið hreinna og minna þarf að snyrta. Þar með fer minna í afskurð og minni vinna er við snyrtingu. Þetta þýðir auð- vitað að fiskurinn fer í meira mæli í verðmætari pakkningar. Vélin kostar heldur ekkert aukastarf því maðurinn sem er á hausingarvél- inni smellir fiskinum í sporðskurð- inn áður en lengra er haldið. Flök- unargallar heyra nánast sögunni til, gallar í flökun verða minni og bit í hnífum endist lengur. Svo þegar hann kemur úr flökun í roðflett- ingu gengur hún mun betur fyr- ir sig vegna þess að flakið er allt hreinna og betra. Þar af leiðandi er minna um galla og meira fer í dýr- ari pakkningar. Það eru fjölmargir hlutir sem vinnast með sporðslurði. Það koma betri og verðmætari af- urðir, það þarf ekki eins mikinn af- skurð. Þetta er líka sérstaklega gott fyrir þá sem notast við nýja tækni með vatnsskurðarvélum. Þar eru flökin lesin áður en þau eru skorin en með sporðskurði áður les vatns- skurðarvélin flökin betur.“ mm Sporðskurðarvélin. Það var þétt setinn bekkurinn á Sjávarútvegsráðstefnunni. Jólasamkeppni Skessuhorns meðal grunnskólanema Skessuhorn gengst nú tíunda árið í röð fyrir samkeppni meðal grunn- skólabarna á Vesturlandi í gerð jóla- mynda og jólasagna. Líkt og á síð- asta ári verður keppnin í þremur flokkum. Í fyrsta lagi býðst öllum börnum á aldrinum 6-9 ára (1.-4. bekkur) að senda inn teiknaðar og litaðar myndir (A4) þar sem þem- að á að vera jólin. Í öðru lagi býðst krökkum á aldrinum 10-12 ára (5.-7. bekkur) að senda inn myndir og er þemað það sama. Teikningakeppn- inni er því tvískipt eftir aldri. Loks býðst elstu grunnskóla- krökkunum, á aldrinum 13-16 ára (8.-10. bekkur), að senda inn jóla- sögur. Lengd jólasagnanna má að hámarki vera hálf til ein A4 síða með 12 punkta letri. Valin verður besta myndin í hvor- um flokki teikninga og besta jóla- sagan að mati dómnefndar. Verða verðalaunamyndirnar og verðlauna- sagan birt í Jólablaði Skessuhorns sem kemur út miðvikudaginn 17. desember nk. Veitt verða ein verð- laun í hverjum flokki og eru þau ekki af verri endanum; glæsilegt símtæki frá versluninni Omnis. Skilafrestur á sögum og mynd- um í samkeppnina er til og með há- degis fimmtudaginn 11. desemb- er. Myndir skulu sendar í pósti á heimilisfangið: Skessuhorn ehf., Kirkjubraut 56, 300 Akranes. Mun- ið að merkja vel myndirnar á bak- hlið þeirra (nafn, aldur, símanúmer, heimili og skóli). Jólasögurnar skulu sendar á raf- rænu formi í tölvupósti á netfang- ið: skessuhorn@skessuhorn.is í síð- asta lagi í hádeginu 11. desember nk. Þar þarf einnig að koma fram nafn höfundar, aldur, símanúmer, heimili og skóli, og skulu þær upp- lýsingar vera í sama skjali neðan við söguna. Skessuhorn hvetur alla krakka á grunnskólaaldri á Vesturlandi til að taka þátt í þessum skemmtilega leik, senda okkur myndir og sögur. Gangi ykkur vel! Jólasögur og jólamyndir óskast! Omnis á Vesturlandi styrkir keppnina með glæsilegum símtækjum. Glæsileg símtæki verða í verðlaun. STOFNAÐ 1987 M ál ve rk : Ú lf ar Ö rn einstakt eitthvað alveg Ú r v a l e i n s t a k r a m á l v e r k a o g l i s t m u n a e f t i r í s l e n s k a l i s t a m e n n | Sk ipholt 50a S ími 581 4020 | www.gal ler i l i s t . i s Ragnar Már í aðalhlutverki hjá Brighton AKRANES: Skagamaðurinn ungi Ragnar Már Lárusson var á skotskónum þegar U18 ára lið Brighton gerði 2:2 jafnt- efli gegn Fulham um helgina. Ragnar og félagar eru eins og er í þriðja sæti í U18 ára deild- inni og félagið frá baðstrand- arbænum breska hefur átt vel- gengni að fagna á tímabilinu. Vefurinn fotbolti.net skýrir frá því að hinn 17 ára gamli Ragn- ar Már hafi skorað þrjú mörk í síðustu þremur leikjum Brig- hton og lagt upp tvö að auki, þannig að Skagamaðurinn er greinilega í aðalhlutverki í sínu liði. Ragnar kom til Brig- hton frá ÍA um mitt síðasta ár en hann á að baki fjölda leikja með yngri landsliðum Íslands. -þá Enn ein tilnefn­ ingin vegna Norðursalts REYKHÓLAR: Auglýsinga- stofan Jónsson & Le’macks hefur verið tilnefnd til alþjóð- legu hönnunarverðlaunanna Epica vegna hönnunar um- búða fyrir Norðursalt á Reyk- hólum. Með tilnefningunni hafa umbúðirnar nú verið til- nefndar til þrennra eftir- sóttustu hönnunarverðlauna heims. Epica-verðlaunin hafa verið veitt í tæpa þrjá ára- tugi. Þau eru einu alþjóðlegu hönnunarverðlaunin sem veitt eru af fjölmiðlum og eiga full- trúar rúmlega fjörutíu tíma- rita, blaða og vefmiðla sæti í dómnefnd. Frá þessu er skírt á vef Reykhólasveitar. Norð- ursalt var í sumar tilnefnt til Cannes Lions-hönnunarverð- launanna, sem eru þau virt- ustu sem veitt eru fyrir hönn- un í heiminum. Umbúðirnar fengu einnig Red Dot-verð- laun fyrr á þessu ári, sem þykja þau eftirsóttustu sem veitt eru á sviði vöruhönnunar. Einn- ig hafa umbúðirnar fengið nokkrar viðurkenningar hér heima svo sem í FÍT-keppn- inni og Lúðrinum. –þá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.