Skessuhorn - 26.11.2014, Page 66
66 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2014
Gunnhildur Guðnýjardóttir er fædd
og uppalin í Syðri-Knarrartungu
í Breiðuvík á Snæfellsnesi. Þarna
yst á Snæfellsnesinu ólst hún upp á
kúabúi. „Ég gekk í Lýsuhólsskóla og
kláraði þaðan grunnskólapróf. Eft-
ir það lá leiðin suður til Reykjavík-
ur til að fara í framhaldsnám. Ég
lauk stúdentsprófi í margmiðlunar-
hönnun frá Borgarholtsskóla. Eftir
það ákvað ég að láta drauminn ræt-
ast og halda erlendis í nám. Ég fór
til Flórens á Ítalíu og lauk tveggja
ára diplómanámi í innanhússhönn-
un við Florence Design Academy.
Þrátt fyrir að það nám væri mjög
gott og skemmtilegt þá fannst mér
ég ekki hafa lært alveg nóg. Ég hélt
því áfram í námi. Fór til New York í
Bandaríkjunum og útskrifaðist það-
an frá New York School of Interi-
or Design sem innanhússhönnuður
með BFA gráðu í maí 2012.“
Snöggur endir
á Bandaríkjadvöl
Það var dýrt að stunda nám í New
York. Til að fjármagna það að hluta
var Gunnhildur ófeimin að taka þátt
í hönnunarkeppnum þar sem pen-
ingaverðlaun eða styrkir voru í boði
til þeirra sem unnu. Í einni slíkri
keppni, sem var á vegum Donghia
Foundation, hlaut hún meðal annars
3,5 milljóna styrk í íslenskum krón-
um. Verðlaunatillaga Gunnhild-
ar var hönnun á framúrstefnulegu
skrifstofuhúsnæði í sjálfri stórborg-
inni New York. Þátttakan í keppn-
um af þessu tagi skilaði henni líka
starfi í New York að loknu námi.
Hún hafði tekið þátt í keppni á veg-
um Gensler sem er eitt stærsta arki-
tekta- og hönnunarfyrirtæki í heimi.
Hún komst í úrslit en vann þó ekki
til verðlauna þegar upp var staðið.
Á hinn bóginn var henni boðið að
koma í starfsnám hjá fyrirtækinu.
Þar gafst Gunnhildi gott tækifæri
til að sýna hvað í henni bjó. Þegar
hún útskrifaðist frá skólanum í New
York var henni síðan boðin vinna hjá
Gensler. Hún þáði það tilboð.
Dölin í Bandaríkjunum var lær-
dómsrík en endaði öðruvísi en ætl-
að var. Í dag telur Gunnhildur að
það hafi orðið henni til happs frek-
ar en hitt. „Í maí 2013 fékk ég ekki
áframhaldandi landvistarleyfi þeg-
ar landvistartími minn rann út eft-
ir að ég hafði lokið námi. Ég varð
að gera svo vel að pakka mínu dóti
saman á innan við tveimur mánuð-
um og koma mér úr landi.“
Vann ekki
í happadrættinu
Gunnhildur útskýrir þetta frek-
ar. „Þetta var hrein óheppni, eða
kannski bara lán í óláni. Gensler
var að aðstoða mig við að fá land-
vistarleyfi áfram. Þau vildu halda
mér sem starfsmanni og hafa jafn-
Mjög ánægð með að vera komin heim
Herrafataverslunin Skyrta á Skólavörðustíg í Reykjavík lítur svona út í dag. Gunnhildur lauk nýlega við það verkefni að sjá um útlitshönnun hennar.
íslensk hönnun . íslensk framleiðsla
Ármúli 17a . Reykjavík . sími: 588 9933 . fax: 588 9940 | Miðás 9 . Egilsstaðir . sími: 470 1600 . fax: 471 1074 | www.brunas.is
* Flytjandi ytur vöruna á þá
stöð sem næst er viðskiptavini
FRÍR FLUTNINGUR
Hvert á land sem er*
Komdu í sýningarsali okkar og fáðu faglega þjónustu
og ráðgjöf innanhússarkitekta við val á Brúnás innréttingum