Skessuhorn


Skessuhorn - 26.11.2014, Blaðsíða 79

Skessuhorn - 26.11.2014, Blaðsíða 79
79MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2014 Víkurhvarf 5 Stærð palls 2,55 x 8,60 m Verð kr. 1.890.000,- með virðisaukaskatti Weckman flatvagnar / löndunarvagnar Vagnar 6,5 - 17 tonn. Verðdæmi: 8 tonn kr. 1.250.000,- með virðisaukaskatti. 12 tonn kr. 1.590.000,- með virðisaukaskatti. Weckman sturtuvagnar Víkurhvarf 5 S K E S S U H O R N 2 01 2 ÖLL ALMENN VERKTAKASTARFSEMI Eiríkur J. Ingólfsson ehf. S ke ss uh or n 20 13 Meðal bráðefnilegs ungs fólks í Dalabyggð er Alexandra Rut Jónsdóttir á Skerðingsstöðum í Hvammssveit. Alexandra Rut er nemandi á þriðja vetri á félags- fræðibraut í Menntaskóla Borgar- fjarðar og mun væntanlega braut- skrást frá skólanum með stúdents- próf næsta vor. Þegar blaðamaður Skessuhorns leit inn í Menntaskóla Borgarfjarðar á dögunum var Alex- andra einn nemenda skólans sem var að kíkja í tölvuna og trúlega að undirbúa sig fyrir næstu kennslu- stund. „Þegar þessi skóli var stofn- aður var ég strax ákveðin í að fara hingað frekar en á Akranes eða eitt- hvað annað. Mér leist líka mjög vel á að þetta er próflaus skóli og þriggja vetra skóli, sem þýðir hrað- ara nám fyrir háskólanám,“ segir Alexandra Rut. Þegar blaðamað- ur spyr hvort með þessu próflausa fyrirkomulagi sé ekki hætta á að nemendur viti ekki alveg hvar þeir standa þegar þeir koma í aðra skóla, segir Alexandra. „Nei það held ég ekki. Við fáum vörður á fimm vikna fresti frá kennurum og það er mjög gott að fá það mat á því hvernig við stöndum. Svo fáum við líka kafla- próf í einstökum fögum. Annars eru það verkefnaskil og vinnusemi í tímum sem gilda hjá okkur.“ Keyrir á milli í sveitina Alexandra Rut heldur ekki til í Borgarnesi þegar hún er í skólan- um heldur hjá afa og ömmu sinni, bændum á Stóra-Kálfalæk á Mýr- um. „Það eru náttúrlega algjör for- réttindi að fá að vera hjá þeim. Mér finnst þægilegra og betra að vera í sveitinni þó mér standi til boða að vera á heimavist í Borgarnesi. Þetta er svona 20-30 mínútna akstur á milli,“ segir Alexandra. – En hvern- ig er það er hún þá ekki að missa að einhverju leyti af félagslífinu í skólanum. „Nei það er ekki þann- ig og ég er meira að segja í stjórn nemendafélagsins, er ritari þar. Það er núna komið að fyrsta ball- inu hjá okkur í vetur. Ballið verð- ur um helgina og það verður DJ, Óli Geir og co sem sjá um tónlist- ina, eitthvað plötumix. Mér finnst reyndar skemmtilegra á böllum þar sem hljómsveitir spila. Það er tals- vert félagslíf í skólanum hjá okkur en kannski samt eitthvað meira í stærri skólunum.“ Líklegt að Hvanneyri verði fyrir valinu Spurð hvort sé tilhlökkun í henni fyrir jólamánuðinum og vorinu þegar hún útskrifast segir Alex- andra. „Ég reikna svo sem ekki með að gera neitt sérstakt á aðvent- unni nema fara heim og hjálpa til á búinu. Desember er annasamur mánuður í sveitinni. Jú það verður gaman í vor þegar þessi törn er búin en ætli taki þá ekki bara önnur törn við.“ Og hefur hún þá ákveðið hvað taki við að framhaldsnáminu loknu. „Nei það hefur ýmislegt komið til greina en lokaákvörðun liggur ekki fyrir. Ég er búin að hugsa talsvert fyrir því frá því ég lauk grunnskóla- prófi. Ég var að spá í hárgreiðslu eða klæðskeranám. Ég hef saumað talsvert heima og hef gaman af því að setja upp hárgreiðslur. Ef eitt- hvað stendur til, skemmtanir, böll eða þorrablót þá greiði ég venjulega öllum á heimilinu nema pabba,“ segir Alexandra sem er elst fjögurra systkina á Skerðingsstöðum. „Síðan kom áhugi hjá mér að fara í Land- búnaðarháskólann og mér finnst líklegt að Hvanneyri verði fyrir val- inu.“ - Hefurðu mikinn áhuga á bú- skapnum og ertu kannski væntan- legur arftaki á búinu heima hjá þér þar sem byrjað er á fjósbyggingu, spyr blaðamaður að endingu. „Já mér finnst mjög gott að koma út í fjósið og fjárhúsin. Það er aldrei að vita en sjálfsagt alltof snemmt að spá fyrir um það.“ þá Alexandra Rut Jónsdóttir frá Skerðingsstöðum í Hvammssveit. „Ætli taki ekki önnur törn við af þessari“ Alexandra Rut frá Skerðingsstöðum er á síðasta vetri í MB Kristín Jónsdóttir ljósmynd- ari á Hálsum í Skorradal hef- ur verið að ná frábærum árangri í iðngrein sinni undanfarin ár. Hún hefur fengið birtar mynd- ir í erlendum tímaritun um ljós- myndun en nýverið jókst vegferð hennar enn á þessu sviði. Kápu- mynd nýrrar 400 síðna ljós- myndabókar National Geograp- hic prýðir norðurljósamynd eftir Kristínu, sem hún tók í Skorra- dalnum. Skemmtileg speglun norðurljósa og vatns. Myndir í bókinni eru teknar í fjölmörgum löndum en héðan frá Íslandi eru alls fimm myndir, en Kristín er eini íslenski myndasmiðurinn. mm Tók kápumynd á bók National Geographic
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.