Skessuhorn


Skessuhorn - 26.11.2014, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 26.11.2014, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2014 Snorrastofa í Reykholti Fyrirlestrar í héraði Lausafjáreign bænda og búaliðs í Borgarfirði á 19. öld Már Jónsson sagnfræðingur flytur Tilefnið er bókin Hvítur jökull, snauðir menn, sem Snorrastofa gaf nýverið út í samvinnu við ���� jarðvang, þar sem Már hefur safnað saman skrám yfir eignir sextán kvenna og ellefu karla sem bjuggu í kirkjusóknum Gilsbakka og Stóra-Áss í uppsveitum Borgarfjarðar fyrir miðja 19. öld. Snorrastofa, menningar- og miðaldasetur í Reykholti Sími 433 8000 www.snorrastofa.is snorrastofa@snorrastofa.is Þriðjudagurinn 2. des. 2014 kl. 20:30 í Bókhlöðu Snorrastofu Umræður og fyrirspurnir Aðgangur kr. 500 1.desember í sal Grundaskóla Húsið opnar kl.19:00 og bingó hefst kl.19:30. Kaffisala í hlé. Veglegir vinningar Fjáröflun fyrir keppnisferð 3.flokks karla í fótbolta til Danmerkur B I N G O Mikið úrval af helstu úrategundum Silfur- og gullskartgripir í miklu úrvali SK ES SU H O R N 2 01 4 Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar- innar fyrir árið 2015 er gert ráð fyr- ir niðurskurði til framhaldsskóla á landinu. Niðurskurðurinn er skýrð- ur á grunni þess að ekki verði greitt rekstrarframlag vegna nemenda sem eru 25 ára og eldri og hið sama verði gert vegna hluta þeirra nem- enda sem stunda dreif- og fjarnám. Að sögn Jóns Eggerts Bragasonar, skólameistara Fjölbrautaskóla Snæ- fellinga, þýðir þetta það að fjárveit- ingar til skólans 2015 muni lækka um 2,5% verði frumvarpið að lög- um. „Á sama tíma verða launa- hækkanir, sem vega þungt í rekstri skólans. Þetta hlýtur að þýða að það þarf að draga saman í starfsemi skólans,“ segir Jón Eggert í samtali við Skessuhorn. Jón Eggert segir að samkvæmt reglugerð um innrit- un, sem enn er í fullu gildi, hafi all- ir þeir nemendur sem nú eru skráð- ir í skólann forgang inn í skólann vorið 2015. Næsti forgangshóp- ur lýtur að þeim sem útskrifast úr 10. bekk. „Þessir hópar fylla skól- ann árið 2015. Það er því ólíklegt að nýir nemendur í fjarnámi eða dreifnámi komist inn í FSN alman- aksárið 2015.“ Ógn við fagmennsku skólans Ef fjárlagafrumvarpið verður að lögum mun greiðsla til FSN pr. nemanda hækka. Á móti kem- ur að nemenda ígildum fækkar og þarf skólinn því færri nemendur en áður til að halda fjárveitingu. „Árið 2014 þurfti 185 nemenda- ígildi til að halda fjárveitingu og þar af leiðandi sóttum við eftir því að fá nemendur í skólann. Á næsta ári þarf ekki nema 151 nemenda- ígildi, þar með hef ég engan hvata til að framleiða fleiri einingar um- fram það.“ Jón Eggert segir breyt- ingarnar geta verið jákvæðar í sjálfu sér, það sé þá hægt að veita þeim sem eru við skólann betri þjónustu og að þetta geti verið jákvætt upp á hópastærðir. Þessar breytingar hafi þó neikvæðar hliðar líka. „Eft- ir því sem skólinn er minni, þeim mun erfiðara gengur að manna þær stöður sem eru við skólann. Það er staðreynd að það er erfiðara að fá menntaða kennara til að taka að sér hlutastörf úti á landi, það er nán- ast útilokað. Þannig þrengist hóp- urinn og því má segja að þetta sé hrein og klár ógn við fagmennsku skólans. Ekki bara við FSN held- ur aðra litla skóla á landsbyggð- inni líka,“ segir Jón Eggert alvar- legur í bragði. Hann bætir því við að á næsta ári muni hann því vera með færri kennarastöður við skól- ann en áður. „Það er töluverð- ur niðurskurður fólginn í því að fá lækkun á milli ára, vísitöluhækkun og launahækkanir inn á sama tíma. Við þurfum að skera niður um tvær stöður,“ segir Jón Eggert Bragason skólameistari FSN. grþ SamVest, frjálsíþróttasamstarfið á vestanverðu landinu frá Kjalarnesi til Vestfjarða, var með æfingabúð- ir að Laugum í Sælingsdal sl. föstu- dag og laugardag. Metþátttaka var í búðunum. Þátttakendurnir voru 63 á aldrinum 10 til 17 ára. Flest- ir voru frá HSH, eða 22, en síð- an voru þátttakendur frá UMSB, UDN, HHF og HSS. Kristín Halla Haraldsdóttir þjálfari HSH skipu- lagði dagskrána og var einn þriggja þjálfara í búðunum. Einnig var með henni í leiðsögn og að halda utan um hópinn Sigríður Drífa Þórólfsdóttir úr Strandabyggð, auk nokkurra foreldra sem komu með krökkunum. Gestaþjálfari var Hlynur Guðmundsson frá Aftur- eldingu í Mosfellsbæ, mikill leið- togi og náði hann einstaklega vel til frjálsíþróttakrakkanna, sagði Krist- ín Halla í samtali við Skessuhorn. Æfingabúðirnar byrjuðu síðdeg- is á föstudag með léttri æfingu. Að henni lokinni var skroppið í sund og eftir kvöldmat var haldin kvöld- vaka. Síðan fóru krakkarnir að tín- ast í háttinn og um miðnættið voru meira að segja unglingarnir sofnað- ir, að sögn Kristínar Höllu. Á laug- ardagsmorgun var æfing að loknum morgunverði, útihlaup um hádegið og síðan stanslaus dagskrá fram efir degi. „Ég átti von á því að við fengj- um yfir þrjátíu krakka í búðirnar en þetta var alveg frábært að fá helm- ingi fleiri. Það var mikill spenn- ingur hjá krökkunum og greini- lega áhugi fyrir því að við höldum æfingabúðir aftur,“ segir Kristín. Undirbúningur fyrir æfingabúð- unum hvíldi á herðum UDN fólks með Arnar Eysteinsson í broddi fylkingar og var mjög vel að öll- um undirbúningi staðið. Framund- an eru svo hjá SamVest krökkunum mót í janúar og febrúar og líklegt að næst verði haldin SamVest æf- ing í mars, að sögn Kristínar Höllu Haraldsdóttur. þá Spjallað saman utan dyra á Laugum. SamVest æfingabúðir á Laugum Hlynur Guðmundsson gestaþjálfari að ræða við krakk- ana. Æfingarnar fóru að mestu fram í íþróttahúsinu. Ólíklegt að nýir fjarnámsnemendur komist að hjá FSN Fjölbrautaskóli Snæfellinga í Grundarfirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.