Skessuhorn


Skessuhorn - 26.11.2014, Side 89

Skessuhorn - 26.11.2014, Side 89
89MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2014 Sundlaugin í Borgarnesi 23. des. Þorláksmessa opið 6:30 – 18:00 24. des. Aðfangadag opið 6:30 – 12:00 25. des. Jóladag lokað 26. des. Annar í jólum lokað 27. des. opið 9:00 – 18:00 28. des. opið 9:00 – 18:00 29. des. opið 6:30 – 22:00 30. des. opið 6:30 – 22:00 31. des. opið 6:30 – 12:00 1. janúar 2015 lokað Sundlaugin á Varmalandi lokuð Sundlaugin á Kleppjárnsreykjum 22. des. opið 8:30 – 16:00 23. des. Þorláksmessa opið 8:30 – 16:00 og 20:00 – 22:00 24. des. Aðfangadag lokað 25. des. Jóladag lokað 26. des. Annar í jólum lokað 27. des. lokað 28. des. lokað 29. des. opið 8:30 – 16:00 30. des. opið 8:30 – 16:00 og 20:00 – 22:00 31. des. lokað 1. janúar 2015 lokað SK ES SU H O R N 2 01 4 Haustfundur Hrossaræktarsam- bands Vesturlands var haldinn á Hótel Borgarnesi síðastliðinn sunnudag. Þar var m.a. minnst 50 ára afmælis sambandsins. Á fund- inum voru veitt heiðursmerki Hrossaræktarsambandsins til fimm einstaklinga sem lagt hafa sitt af mörkum til félags- og ræktunar- starfs í þágu hestamennskunnar á Vesturlandi. Er þetta í fjórða sinn sem félagar í HrossVest eru heiðr- aðir. Einnig var á fundinum tilnefnt hrossaræktarbú Vesturlands. Gest- ur fundarins verður Guðlaugur Antonsson, fyrrum hrossaræktar- ráðunautur, núverandi starfsmað- ur Matvælastofnunar. Einstaklingarnir fimm sem fengu heiðursmerki Hrossarækt- arsambandsins að þessu sinni fyrir framlög sín til félags- og ræktunar- mála eru: Björn Jónsson Akranesi, Helgi Óskar Guðjónsson Hellis- sandi, Svavar Edilonsson Stykkis- hólmi, Svavar Jensson Kópavogi, áður búsettur í Dalabyggð, og Sæ- mundur Gunnarsson í Búðardal. Hrossaræktarbú Vesturlands árið 2014 er Lambanes. Það eru þau Birna Tryggvadóttir Thorla- cius og Agnar Magnússon sem skráð eru fyrir ræktun þeirra gripa sem fram komu á árinu. Lamba- nes hlut einnig frá HrossVest til- nefningu sem ræktunarbú árs- ins á landsvísu. Þrettán ræktun- arbú fengu tilnefningar að þessu sinni sem ræktunarbú Veturlands. Þau eru: Berg, Brautarholt, Ein- hamar 2, Kirkjuskógur, Lambanes, Mið-Fossar, Nýibær, Oddsstað- ir I, Skáney, Skipanes, Skipaskagi, Syðstu-Fossar og Vestri-Leirár- garðar. þá/ Ljósm. HrossVest á Facebook. Heiðursmerki veitt og ræktunarbú tilnefnt á haustfundi Hrossaræktarsambands Vesturlands Jakob Sigurðsson og Sigfús Jónsson í Skrúð, ánægðir með viðurkenningu sína og góða frammistöðu Straums frá Skrúð. Einstaklingarnir fimm sem hlutu heiðursmerki HrossVest. Mæðgurnar Birna og Ilva Sól tóku við viðurkenningunni fyrir hrossarækt- arbú Vesturlands. Handhafar verðlaunagripa, hæstu gripa í hverjum flokki og að sjálfsögðu í eigu Vestlendings. Á myndinni eru handhafar, f.h. Skipaskaga, Lambaness, Einhamars 21, Brautarholts, Skrúðar, Hellubæjar, Vestri-Leirárgarða og Akraness.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.