Skessuhorn


Skessuhorn - 26.11.2014, Blaðsíða 32

Skessuhorn - 26.11.2014, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2014 Andri Geir Alexandersson, 24 ára námsmaður frá Akranesi, er nú að ljúka námi í George Wash- ington University í Washington DC í Bandaríkjunum. Þangað fór Andri til að stunda nám í alþjóða- viðskiptum og fjármálum haustið 2012 en hann hefur einnig verið lykilleikmaður í fótboltaliði skól- ans. Andri býr nú í Washington ásamt Svövu Mjöll Viðarsdóttur, eiginkonu sinni, og segir hann að fótboltinn hafi í raun opnað fyr- ir þann möguleika að fara til náms í útlöndum. „Eftir að ég kláraði framhaldsskóla blundaði einhver ævintýraþrá í mér og ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt. Ég komst að því að ég gæti sótt um styrk til náms í gegnum fótbolta en ég var þá að spila með ÍA. Það var auð- vitað frábært að geta nýtt sér slíkt tækifæri. Ég sendi því tölvupósta til aðila ytra og loks myndbönd af mér að spila fótbolta og fékk fljót- lega inngöngu í skóla. Fyrsta vet- urinn minn í Bandaríkjunum var ég í Miami. Þar gekk mér mjög vel og var boðið að ganga í George Washington University næsta skólaár. Mér leist strax mjög vel á það tilboð enda skólinn góður og er ég mjög þakklátur fyrir að hafa fengið slíkt tækifæri,“ segir Andri og bætir við að hann hefði senni- lega aldrei lagt í þetta nám án þess að hafa fengið styrk til þess. „Þess- ir styrkir skipta öllu enda er nám- ið mjög dýrt. Í Miami var árið að kosta um þrjár milljónir króna og í Washington helmingi meira. Ég hefði því aldrei getað farið í þetta nám án fótboltastyrksins sem borgar skólagjöldin, allar trygg- ingar og bækur.“ Mikill heiður að vera fyrirliði Andri spilaði nú í sumar með HK í fyrstu deildinni en áður hefur hann spilað með ÍA, meðal annars í Pepsí-deildinni. Hann segir að háskólafótboltinn í Bandaríkjun- um sé ólíkur þeim íslenska. „Þetta er náttúrulega mjög stórt og fjöl- mennt land svo það eru mjög mörg lið. Ég er að spila í efstu deild há- skólaboltans en ég myndi samt ekki segja að þar sé spilaður betri fót- bolti en í efstu deild heima á Ís- landi. Hérna er meira um hlaup og líkamlega áreynslu á meðan það Vélsleðamennirnir Róbert Mars- hall og Ingólfur Eldjárn hafa komið fyrir þriggja metra háum viðvörunarþríhyrningi við gjá suður af Skjaldbreið þar sem hinn fyrrnefndi stórslasaðist síðasta vetur. Á þrífætinum er áletrun- in HÆTTA! ásamt GPS hnitum staðarins. Það var myndlistamað- urinn Árni Páll Jóhannsson sem hannaði viðvörunarmerkið sem er með vindhana efst en það er bolt- að í bergið við gjánna. Trygginga- félögin TM, Sjóvá, VÍS, og Vörð- ur styrktu framtakið, ásamt Land- sambandi Vélsleðamanna. Það var í mars síðastliðnum sem þeir félagar fóru í vélsleða- ferð og lá leið þeirra m.a. um fjall- ið Skjaldbreið. Leiðangurinn fékk snöggan og vondan endi þegar sleði Róberts steyptist ofan í jarð- fall mikið við rætur fjallsins. Hlaut hann umtalsverða áverka en slapp þó með ólíkindum vel miðað við aðstæður og hefur að fullu náð fyrri styrk og getu og sestur að nýju á Alþingi. Fljótlega eftir slys- ið kom upp sú hugmynd í samtöl- um þeirra ferðafélaga að merkja þyrfti þennan stað öðrum til varn- aðar, en þarna var áður viðvörun- armerki sem hafði veðrast burt. Það er von þeirra að þetta megi verða til að gera ferðir þeirra sem ferðast um svæðið öruggari. mm Komu upp viðvörunar­ þríhyrningi á slysstað við Skjaldbreið Fótboltinn opnaði dyrnar fyrir nám erlendis Rætt við Andra Geir Alexandersson háskólanema og knattspyrnumann í Bandaríkjunum er mun meira um tækni og leik- skilning í íslenska boltanum. Há- skóladeildin hér ytra er þó alltaf að batna og koma erlendra leikmanna spilar þar stórt hlutverk. Íslenskir leikmenn, bæði stelpur og strákar, eru sem dæmi mjög eftirsóttir leik- menn hérna,“ segir Andri. Hann hefur staðið sig vel með fótboltaliði skólans og var meðal annars fyrir- liði þess og kjörinn besti leikmað- ur þarsíðasta skólaárs. „Það er búið að ganga mjög vel hjá mér. Ég spil- aði alla leiki og var orðinn fyrirliði strax eftir fyrstu önnina. Það var mikill heiður enda ekki oft sem út- lendingar fá fyrirliðabandið. Þá var ég kjörinn besti leikmaður liðsins á þarsíðasta skólaári og var það einn- ig mikill heiður.“ Námið hefur forgang Andri segir að námið og fótboltinn fari mjög vel saman en námið sé þó alltaf sett í forgang. „Þeir setja upp námið fyrir mig þannig að ég er aldrei í skólanum á sama tíma og það er æfing. Yfirleitt er ég á æf- ingu á morgnana og í skólanum eft- ir hádegi. Þeir hjá skólanum leggja mikla áherslu á að námið komi fyrst og gera kröfu til að nemend- ur sem eru í íþróttaliðunum standi sig vel í náminu. Að vera í fótbolta- liðinu hefur einnig haft marga kosti utan skólans. Um leið og ég kom á fyrstu æfingu var ég strax búinn að eignast 20 nýja vini og það mynd- ast góður kjarni sem ég gat hangið með utan skólatíma. Einnig fór ég í fjölda keppnisferða með liðinu. Ég held að ég sé búinn að heimsækja allavega tólf fylki í slíkum ferðum. Það hefði ég sennilega aldrei gert ef ég væri ekki í fótboltaliðinu,“ seg- ir Andri. Kann vel við skólalífið í Washington Andri segist kunna mjög vel við sig í höfuðborginni en hann og Svava leigja íbúð á háskólasvæðinu sem Andri segir að sé mikið alþjóðasam- félag. „Það er ótrúlega gaman hvað ég hef kynnst mörgum frá ólíkum löndum. Bæði eru leikmenn liðsins frá mörgum löndum og þeir nem- endur sem ég stunda námið með,“ segir Andri en auk þess að kynnast mörgu ólíku fólki segir hann félags- lífið vera mjög gott. „Hér er alltaf eitthvað um að vera. Það eru fullt af háskólabörum þar sem fólk hittist, allskonar nefndir í skólanum sem skipuleggja fjölda viðburða og svo er auðvitað mikið að gerast í sjálfri borginni. Hér er til dæmis hægt að skella sér á körfubolta-, íshokkí- eða ameríska fótboltaleiki og kosta miðar á þá yfirleitt ekki mikið. Þá eru oft einhverjir tónleikar og aðr- ir viðburðir í borginni,“ segir Andri um kosti þess að búa í Washing- ton. Frábær tími en nú verður haldið heim Andri hefur nú spilað sinn síðasta leik fyrir liðið og var haldinn við- eigandi athöfn til að kveðja íslenska fyrirliðann. Fjölskylda Andra mætti til að horfa á leikinn og segist hann geta skilið sáttur við liðið og skól- ann þegar hann fer endanlega heim til Íslands um jólin. „Eftir þrjú og hálft ár í Bandaríkjunum er kom- inn tími til að fara aftur heim. Þetta er búið að vera mikið ævintýri og ótrúlega gaman. Við Svava erum spennt að flytja aftur heim til Ís- lands og verða nálægt fjölskyldu og vinum á ný. Næst á dagskrá hjá okkur er að finna góða vinnu á Ís- landi og sjá svo til með framhald- ið, segir Andri að lokum. Hann vill segja við alla þá sem eru að íhuga að sækja um íþróttastyrki í Banda- ríkjunum: „Ég mæli hiklaust með því að þeir, sem eiga þess kost að komast í nám með íþróttastyrki, láti vaða og drífi sig út, þið munuð ekki sjá eftir því.“ jsb Andri og Svava ásamt fjölskyldu Andra í þeirra síðustu heimsókn en í bakgrunni má sjá eitt frægasta kennileiti borgarinnar, Washington Monument. Andri Geir í skólanum í Washington. Hér sést Andri ásamt Arnþóri Inga Kristinssyni þegar þeir félagar léku í liði há- skólans í Miami.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.