Skessuhorn


Skessuhorn - 26.11.2014, Blaðsíða 70

Skessuhorn - 26.11.2014, Blaðsíða 70
70 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2014 Vildi frekar hætta í keppni en verða eins og farlama gamalmenni Meðal betri körfuboltamanna á Vesturlandi síðustu áratugina er án efa Borgnesingurinn Hafþór Ingi Gunnarsson. Auk þess að eiga góð tímabil með sínu uppeldis- félagi Skallagrími í efstu deild í körfuboltanum lék Hafþór einn- ig í nokkur tímabil með Snæfelli í Stykkishólmi. Hafþór var einmitt á þriðja vetri á samfelldu tímabili með Snæfelli í fyrravetur þegar hann þurfti að leggja skóna á hill- una. Þrálát meiðsli voru búin að hrjá þennan snarpa og skemmti- lega leikstjórnanda í nokkur ár allt frá því hann sleit krossbönd haust- ið 2007. Fyrir Vesturlandsslag Skallagríms og Snæfells í Borg- arnesi fyrir skömmu var Hafþóri veitt viðurkenning fyrir gott starf í þágu körfuboltans í landinu af Rúnar Gíslasyni stjórnarmanni í Körfuboltasambandi Íslands. Auk þess að spila körfubolta hefur Haf- þór Ingi lagt mikið af mörkum í þjálfun yngri flokki bæði í Borgar- nesi og í Stykkishólmi. „Þetta var mjög skemmtilega gert og ég met það mikils að hafa fengið þessa viðurkenningu,“ sagði Hafþór Ingi þegar blaðamaður Skessuhorns hitti hann í spjalli í Geirabakaríi í Borgarnesi á dögunum. Vildi halda göngulaginu Hafþór sagði að það hafi verið þrælfúlt að þurfa að leggja skóna á hilluna, enda það skemmtileg- asta sem hægt er að hugsa sér að spila körfubolta. „Þetta fór versn- andi eftir tímabilið með Snæfelli 2012-2013. Það var hundleiðin- legt að þurfa stöðugt að biðja um nudd, hitakrem eða kælikrem og vera eins og aumingi. Mér leið ekkert orðið vel inni á vellinum. Læknarnir sögðu að það væri ekk- ert hægt að gera fyrir mig og ég sá að það var þýðingarlaust að halda þessu áfram. Það væri betra fyr- ir mig að hætta en verða eins og farlama gamalmenni. Ég hef nú svo skemmtilegt göngulag að ég vildi frekar halda því,“ segir Haf- þór Ingi og hlær. Spurður um hvort hann geti þó ekki stund- að einhverjar íþróttir segist hann ennþá aðeins vera að spila körfu- bolta. Skreppi upp á Varmaland og spili þar með vinum og kunningj- um. „Svo er íþrótt sem snýst um Hafþór Ingi Gunnarsson neyddist til að leggja körfuboltaskóna á hilluna að slá litla hvíta kúlu. Ég er skít- sæmilegur í golfinu. Var reyndar betri áður en farið var að skipta sér af tækninni hjá mér. Ég var komin með ágæta forgjöf og vann meira að segja keppnina í 3. flokki einu sinni hjá Golfklúbbi Borgarnesi. Þá fóru alltof margir að skipta sér af mér og síðan hefur árangrinum frekar hrakað en hitt,“ segir Haf- þór Ingi og brosir. Körfuboltinn hentaði betur en fótboltinn Það er með Hafþór Inga eins og Gunnar Jónsson föður hans og fleiri góða íþróttamenn að fleiri boltagreinar leika við þá og jafn- vel fleiri íþróttir. „Ég var líka í fót- boltanum upp í 16 ára aldur þeg- ar ég hætti í honum. Var meira að segja einu sinni valinn í landsliðs- úrtak í fótboltanum og hef reynd- ar aldrei náð svo langt í körfubolt- anum. Körfuboltinn virtist samt henta mér betur og ég hafði miklu meiri áhuga á honum. Þegar ég var gutti í kringum tíu ára aldurinn var körfuboltinn vinsælasta sjónvarps- íþróttin hjá strákum. Það var þegar stjörnur eins og Jordan voru upp á sitt besta og allir strákar að skipta á körfuboltamyndum. Ég var í mjög öflugum körfuboltaárgangi hérna í Borganesi. Á þessum tíma voru Tómas Holton og Jón Páll Har- aldsson að þjálfa okkur. Tómas var mikil fengur fannst mér þegar hann kom hingað að þjálfa. Mikil þekking í honum. Tíundi flokkar Skallagríms voru gjarnan sendir á Ammerud Open í Ósló. Minn ár- gangur var svo fjölmennur að það voru send þangað bæði a- og b-lið og við náðum fínum árangri.“ Eins og klaufskur skítapjakkur Hafþór fékk snemma tækifæri með meistaraflokki Skallagríms, en hann segist svo sem ekkert hafa verið að slá í gagn strax í fyrsta leik. „Nei, blessaður góði ég var bara eins og einhver skítapjakkur og vissi ekkert hvað ég var að gera á vellinum. Dripplandi boltanum í hnén og virkaði ábyggilega frekar klaufskur á köflum. En svo náðum við að mynda hörkulið. Það var þegar Ermolinski, Warren Peep- les, Hlynur Bærings, Sigmar Egils og ég vorum í liðinu. Við komumst alla leið í úrslit á móti Njarðvík- ingum en töpuðum fyrir þeim. Svo kom lægð hjá okkur í Skallagrími og liðið féll í 1. deildina. Þá fór ég einn vetur í Hólminn og var þá í íbúð með Hlyni og Sigga Þorvalds. Það var mjög skemmtilegur vetur, vorum deildarmeistarar og unnum fræga sigra á Njarðvík og komumst í úrslit. Töpuðum á móti Keflavík. En síðan fór ég aftur í Skallagrím þegar Borgnesingar voru komnir á ný í efstu deild. Þá voru að koma í liðið Axel Kárason, Pétur Már Sig- urðsson og fleiri. Valur Ingimund- ar þjálfaði og við vorum að verða betri með hverju árinu. Við vorum líka með skemmtilega Makidóna í liðinu á þessum tíma. Tímabilið 2005-2006 var til dæmis hörkugott hjá okkur. Þá slógum við út í úr- slitakeppninni fyrst Grindavík og svo Keflavík. Við komust í úrslitin aftur á móti Njarðvík og urðum að sætta okkur við 1:3 tap. Hyggur á ferðalög og nám Hafþór Ingi kveðst hafa ætlað að hvíla sig á þjálfun þennan vetur- inn enda búinn að þjálfa í 17-18 ár í röð. „Ég komst ekki upp með það og er núna að þjálfa drengja- flokkinn hjá Skallagrími. Það lið lítur mjög vel út og er greinilega efniviður í meistaraflokk með tíð og tíma,“ segir Hafþór. Aðspurður segist vera í þremur störfum. Auk körfuboltans smíðar hann hjá Nes- afli og er vert í Egils Guesthouse. Spurður hvort að nú sé hann far- inn að safna peningum til að kaupa sér hús og stofna heimili, svarar hann að það sé ekki alveg á dag- skránni. „Mig langar meira til að ferðast og skoða heiminn og svo er ég líka að spá í nám. Það er ferða- málafræði og nám í leiðsögn sem mér finnst spennandi og líka lang- ar mig að læra spænsku. Það er svolítið af Böskum hérna í Borg- arnesi sem hafa vakið áhuga minn fyrir tungumálinu,“ segir Hafþór og hlær. „Ég er búinn að fara í tvö mjög skemmtileg ferðalög núna seinni árin. Sumarið 2011 fór ég með bróður mínum og félaga í lestarferð í sex vikur um Evrópu. Við gistum á farfuglaheimilum og þetta var gríðarlega skemmti- leg ferð. Síðasta sumar fór ég svo í ferðalag um Suðaustur-Asíu: Ví- etnam, Kambodíu, Tæland, Mal- asíu og Bali. Ég hef áhuga fyrir því að fara í fleiri svona skemmtilegar ferðir,“ sagði Hafþór Ingi að end- ingu. þá Hafþór staddur í Geirabakaríi þar hann fær sér gjarnan kaffi og kruðerí á morgnana. Ljósm. þá. Þrír leikmenn úr meistaraflokki UMFG í blaki voru valdir í lands- liðin í blaki á dögunum. Þær Al- dís Ásgeirsdóttir, Anna Kara Ei- ríksdóttir og Svana Björk Stein- arsdóttir voru valdar í U-17 ára landslið Íslands en þær fóru til Kettering í Englandi og stóðu sig vel. Einnig var Aldís Ásgeirsdótt- ir uppspilari og fyrirliði UMFG kvenna í blaki valin í U-19 ára landslið Íslands og fór hún til Ik- ast í Danmörku að keppa á dögun- um og stóð sig einnig með mikilli prýði á danskri grund. Þess má svo geta að lið UMFG er sem stend- ur í 2. sæti í 1. deild en stelpurn- ar hafa halað inn 10 stigum eft- ir fimm leiki. Stelpurnar eiga leik gegn Bresa á Akranesi sunnudag- inn 30. nóvember og svo heimaleik gegn Aftureldingu fimmtudaginn 4. desember. tfk Þrjár grundfirskar blakkonur í landslið Blakkonurnar þrjár spila allar með meistaraflokki UMFG. Hafþór Ingi með viðurkenninguna sem hann fékk fyrir Vesturlandslaginn í körfuboltanum í vetur. Ljósmynd Ómar Örn Ragnarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.