Skessuhorn


Skessuhorn - 26.11.2014, Síða 72

Skessuhorn - 26.11.2014, Síða 72
72 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2014 Samtal vi! foreldra Fimmtudaginn 27. nóvember kl. 19:30 í Frístundami!stö!inni "orpinu, "jó!braut 13. Húsi! opnar kl. 19:00. Kl. 19:30 – Kári og Andrea Marel frístundará!gjafar Sjálfsmynd, samfélagsmi!lar og samskipti kynjanna: Munur á kynhneig! og kynvitund Netheimurinn: facebook, instagram, snapchat, ask.fm Kynheilbrig!i, kynlíf og klámvæ!ing Kl. 20:30 – Sigga Dögg kynfræ!ingur Íslensk ungmenni eru yngri en vi!mi!unar#jó!ir #egar #au hefja a! stunda kynlíf, eiga fleiri rekkjunauta, smitast oftar af kynsjúkdómum og eru me! hærri tí!ni af unglinga#ungunum. Virk kynfræ!sla seinkar kynfer!islegri heg!un barna og gerir hana ábyrgari og öruggari #egar hún hefst. Rannsóknir sty!ja a! börn vilja fá kynfræ!slu fyrst og fremst frá foreldrum sínum en foreldrarnir #urfa a! hefa samræ!urnar! Kynfæri, kynlífsathafnir, klám og kynlífsm"tur Dagskráin sn"r a! málefnum sem brenna á börnum og ungmennum í dag og var!a alla foreldra. Allir foreldrar hjartanlega velkomnir! Eins og greint var frá í Skessu- horni 21. ágúst síðastliðinn þá kom hingað til lands hópur af „Vín- landsvíkingum“ og var megintil- gangur fararinnar að taka upp leik- ið myndband af lokasenu Gísla sögu Súrssonar í Geirþjófsfirði og gefa út á DVD. Hópurinn hef- ur nú sent frá sér stiklu úr mynd- bandinu og má sjá hana á slóð- inni: http://www.youtube.com/ watch?v=Pz1WI7qNyf4. Willi- am R. Short forsprakki hópsins er mjög ánægður með árangurinn og áformar hópurinn að koma til Ís- lands á næsta ári og taka upp meira leikið efni úr Íslendingasögun- um. Enn er þó ekki búið að ákveða hvaða saga skuli tekin fyrir. þg Nú styttist í að hestamenn fari al- mennt að taka hrossin sín á hús. Komin eru drög að nokkrum mót- um fyrir næsta keppnistímabil. Hin sívinsæla KB mótaröð heldur áfram en fyrsta mótið í henni verður 14. febrúar og verður þá keppt í fjór- gangi, V2, í öllum flokkum. Þann 14. mars verður svo keppt í tölti (T3 og T7) og einnig skeiði í gegn- um höllina. Lokamótið verður svo 11. apríl en þá verður keppt í fimm- gangi og eins í tölti í völdum flokk- um. En svona fyrir þá sem bíða útimótanna þá má segja frá því að íþróttamót Faxa og Skugga verður 9. og 10. maí og gæðingamótið 13. júní. Þannig að nú er bara ekkert að vanbúnaði að fara að stilla upp þjálfunarplönum. Á meðfylgjandi mynd má sjá Kristínu Eir Hauksdóttur fimm ára á reiðnámskeiði hjá Jakobi Sigurðs- syni í reiðhöllinni á Skáney í Borg- arfirði. Námskeiðið var föstudaginn og laugardaginn 21. og 22. nóvem- ber sl. iss Snemma í nóvembermánuði opnaði Lovísa Hrund Stefánsdóttir hárstof- una Pastel í Ólafsvík. Lovísa Hrund er ung og efnileg, aðeins 26 ára göm- ul og alin upp á Raufarhöfn, en hefur búið undanfarin ár í Reykjavík. Hún segir að hugmyndin um að opna hár- greiðslustofu í Ólafsvík hafi komið frekar fljótt upp og hjólin hafa snú- ist hratt síðan. „Þetta átti sér nú ekki langan aðdraganda. Orra langaði vest- ur og við ákváðum að slá til og fórum við þá að skoða möguleikana,“ segir Lovísa Hrund í samtali við Skessu- horn. Orri Freyr Magnússon er sam- býlismaður hennar en hann er fæddur og uppalinn í Ólafsvík. Að sögn Lo- vísu eru tvær aðrar hárgreiðslustofur á Snæfellsnesinu. „Það er ein í Grund- arfirði og önnur á Hellissandi, en mér skilst þó að þörf hafi verið á þessu.“ Komið skemmtilega á óvart Lovísa lauk námi í hárgreiðslu árið 2008 og starfaði í geiranum í þrjú ár. Þá langaði hana til að mennta sig frekar og í framhaldi af því lauk hún félagsliðanámi. „Ég ætlaði að halda áfram og fara í þroskaþjálfann en það má alveg bíða,“ segir hún. Lovísa Hrund segir það hafa komið skemmti- lega á óvart hversu gott viðmótið hef- ur verið frá fyrsta degi hárstofunnar. „Ég vissi í raun ekkert hvað ég var að fara út í. Það var ekki við neinu að bú- ast og því kemur mér skemmtilega á óvart hvað viðmótið er gott. Frá og með fyrsta degi hefur þetta bara verið skemmtilegt og fólk mjög viðkunnan- legt. Það er mikið að gera og ég er á stofunni frá morgni til kvölds,“ seg- ir hún kát. Hún bætir því við að hún hafi alveg eins átt von á því að vinna hálfan daginn á stofunni til að byrja með. „Ég var opin fyrir öllu svoleiðis. Ég hélt að það yrði rólegt til að byrja með en svo varð ekki og er orðið þétt bókað fyrir jólin.“ Hún bætir því við að eina helgi í desember ætli þær að vera tvær starfandi á stofunni. Líkar dvölin vel Hárstofan Pastel er staðsett við Norðurtanga 1, í sama húsi og verslunin Kassinn. Lovísa Hrund segir að allt hafi verið tekið út úr húsnæðinu og gert að nýju áður en hárstofan opnaði. „Við vorum skipulögð og notuðum helgarnar vel. Eigandi húsnæðisins, tengda- foreldrar og fjölskyldan öll var dug- leg að hjálpa svo þetta gekk mjög vel,“ segir hún. Lovísa Hrund hef- ur búið skamman tíma í Ólafsvík. Henni líkar dvölin vel enn sem komið er. „Ég get samt varla sagt hvernig það er að búa hér því ég fer bara í vinnuna á morgnana og kem seint heim á kvöldin,“ seg- ir hún og hlær. „En þetta starf er góð leið til að komast inn í svona lítið samfélag. Maður hittir marga og ýmsar tengingar koma oft í ljós þegar byrjað er að spjalla. Svo býr öll tengdafjölskyldan í nágrenninu og það er gott að hafa hana svona nærri.“ Bjartsýn á framtíðina Þessa dagana snýst flest um vinn- una hjá Lovísu, enda nóg að gera. Hún segist hafa gaman af mörgu en útivist er henni ofarlega í huga þegar hún er spurð um áhugamál- in. „Það eru margir fallegir staðir hér á Snæfellsnesinu þar sem hægt er að njóta útiverunnar,“ segir hún. Hún segist hafa gaman af því að mæta í nýju vinnuna og lítur björt- um augum til framtíðar. „Ég tek samt bara einn dag í einu, ég get ekki annað. Ég veit ekkert hvernig þetta kemur til með að þróast, það kemur bara í ljós. Ég hef góða til- finningu fyrir þessu og finnst þetta allt mjög jákvætt. Það gæti orðið gaman ef fram heldur sem horfir að bæta við starfsmanni í framtíð- inni,“ segir hárgreiðslukonan unga að endingu. grþ Áforma að taka upp fleiri víkingabönd Hestamenn búa sig undir komandi tímabil Opnaði hárgreiðslustofu í Snæfellsbæ Lovísa Hrund á nýju hárgreiðslustofunni. Ljósm. þa.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.