Skessuhorn


Skessuhorn - 26.11.2014, Blaðsíða 78

Skessuhorn - 26.11.2014, Blaðsíða 78
78 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2014 Nú þegar aðventan gengur í garð og sífellt kviknar á fleiri jólaljós- um tínist varningur sem tengist jólahátíðinni inn í verslanir lands- ins. Búðirnar fyllast af jólaöli, jóla- nammi, bókum og síðast en ekki síst - mandarínum. Margir komast í jólaskapið þegar fyrsti mandarínu- kassinn er keyptur og ilmurinn af sætri og góðri mandarínu sprettur fram þegar hún er opnuð. Íslend- ingar eru sérlega hrifnir af jóla- mandarínunum sínum, enda holl- ar og bragðgóðar. Það ætti því ekki að koma á óvart að á sumum heim- ilum eru keyptir margir kassar af þessum jólaávexti í desembermán- uði. En hvað verður um kassana þegar þeir eru orðnir tómir? Það átta sig ekki allir á því að kassarn- ir undan mandarínunum geta lifað áfram, löngu eftir að jólin eru lið- in. Þeir koma nefnilega í hentugri stærð, eru léttir og þægilegir og auðvelt er að föndra eitthvað snið- ugt úr þeim. Hillur eða bókakassar Mandarínukassar geta þjónað ýms- um tilgangi. Hægt er að mála þá í öllum heimsins litum, klæða þá með pappír eða efnum, breyta þeim í hillur, dúkkurúm og hvað- eina sem fólki dettur í hug. Auð- velt er að meðhöndla viðinn enda er hann ómeðhöndlaður að mestu. Erfiðast er að ná líminu af hlið- um kassanna, en með hárblásara má mýkja það upp og ná því svo af með sköfu eða rakvélarblaði. Kass- arnir nýtast vel sem bakkar, hillur í barnaherbergið, sem bókakassar undir barnabækur eða uppskrifta- bækur og svo má að sjálfsögðu út- búa fallegan kassa undir jólagjafirn- ar. Best er að nota hugmyndaflug- ið þegar kassarnir eru skreyttir en einnig má finna ýmsar hugmyndir á vefsíðum eins og Pinterest og á Google. Vinsælt er að nota skrapp- pappír, stensla, efni og málningu. Við látum meðfylgjandi myndir tala sínu máli, sjón er sögu ríkari! grþ / Ljósm. Pinterest. Láttu mandarínukassann lifa áfram Mandarínukassarnir geta fengið framhaldslíf sem fallegir jólagjafakassar. Hér er búið að mála kassann með krítarmálningu og nýta hann sem bakka undir kaffi og meðlæti. Geymdu bækurnar þínar í mandarínukassa, getur verið sniðug og sæt lausn. Kassarnir geta orðið að fallegum hillum. Skemmtilegt og öðruvísi jólaföndur. Tveimur mandarínukössum staflað og nýttir sem hirsla og skraut. Systurnar Kolbrún Ósk Kolbeins- dóttir og Ásgerður Ásgrímsdóttir leggja báðar stund á vélvirkjanám við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akra- nesi. Tvö ár eru á milli systranna, Kolbrún er 19 ára og Ásgerður 17 ára en þær stefna báðar á að útskrifast vorið 2017 sem vélvirkjar með stúd- entspróf. Blaðamaður Skessuhorns tók systurnar tali og forvitnaðist um valið á náminu, hvernig það gengur fyrir sig og hvað þær systur stefna á í framtíðinni. Var með námsleiða „Ég var á almennri braut fyrst en var óákveðin hvað ég vildi gera. Ég vissi ekkert hvað mig langaði að læra og fékk hálfgerðan námsleiða. Sumar- ið 2013 fór ég að vinna í álverinu og þá kviknaði áhuginn á þessu. Þeg- ar ég vann í kringum vélarnar ákvað ég að prófa þetta því mér fannst þetta áhugavert,“ útskýrir Kolbrún, sem vinnur í skautsmiðjunni hjá Norð- uráli á sumrin og með skólanum. Hún er einnig með vinnuvélarétt- indi og eitt af áhugamálum hennar er bifhjólið sem hún keypti sér ný- lega. „Þetta byrjaði eiginlega þannig að við vorum inni í herbergi að tala saman og ég kom með þessa hug- mynd, að það væri sniðugt ef við fær- um saman í þetta nám,“ segir yngri systirin Ásgerður. „Ég ætla að verða bóndi. Ég hef vitað það síðan ég var lítil stelpa. Ég hef verið í sveit síðustu þrjú sumur fyrir norðan í Eyjafirði og hef alltaf elskað að vera í sveitinni hjá ömmu og afa í Skagafirði. Það kemur sér vel að vera búin að læra þetta,“ út- skýrir Ásgerður sem stefnir á að fara í búfræðinám á Hvanneyri eftir að vélvirkja- og stúdentsprófinu lýkur. Hún starfar á veitingahúsinu Galito með skólanum en sveitin á greini- lega hug hennar allan. Systurnar voru báðar í sveit á Hrafnagili í Eyja- firði og unnu við ferðaþjónustu sam- hliða sveitastörfunum. „Í sveitinni unnum við á mjólkurbúi hjá frænku okkar við ýmis sveitastörf, svo sem að skera þökur, fara í fjós og þess hátt- ar. Mér finnst æðislegt að vera í sveit- inni, kyrrðin og róin þar, sveitaloft- ið og svo auðvitað dýrin,“ bætir Ás- gerður við. Logsuðan erfið Systurnar segja námið fjölbreytt og skemmtilegt. „Þetta er góður grunn- ur. Við fáum innsýn inn í svo margt, hvernig efnin eru, málm- urinn, tréð, steypa, steypujárn og svoleiðis. Við höfum líka farið að skoða hjá Smellinn og fengum að kíkja inn í nýju blokkina um dag- inn,“ segir Ásgerður.“ Kolbrún bætir því við að í grunninum læri þær meðal annars að logsjóða, smíða úr blikki og gera bolta- stykki. Fyrstu tvær annirnar í nám- inu læra nemendur í tré- og málm- smíði saman en svo verður nám- ið sérhæfðara. Stelpurnar segja vinnuna í náminu skemmtilega. „Þetta er nýtt og spennandi, eitt- hvað annað en það sem maður er vanur. Þetta er mun skemmtilegra en bækurnar, það er svo gaman að fá að gera eitthvað verklegt.“ Þær bæta því við að það hafi þó kom- ið þeim á óvart hvað logsuðan er erfið og krefst mikillar þolinmæði. „Það þarf að finna út alveg sjálf- ur hvernig er best að sjóða. Það er engin ein leið við suðuna heldur er þetta eitthvað sem kemur bara með æfingunni.“ Blaðamaður spyr hvort námið sé ekki svolítið hættu- legt? „Þetta er auðvitað hættulegra en að sitja í tíma og lesa úr bók. En það er passað vel upp á öryggisat- riði. Það var farið rosalega vel yfir öryggisatriðin í salnum, þar sem öll tækin eru. Við þurfum að vera í viðeigandi hlífðarfatnaði og þeir sem eru með sítt hár þurfa að passa vel upp á hárið, ekki hafa það sleg- ið. En jú, þetta er auðvitað hættu- legra en að sitja í bóklegum tíma.“ Fengu topplyklasett í jólagjöf Systurnar segja að yfirleitt séu fáar stelpur að læra vélvirkjun. Í ár eru þær frekar margar miðað við oft áður, fjórar talsins, og eru um helm- ingi færri en strákarnir. Þær segja að vinkonur þeirra hafi orðið dálítið hissa þegar þær fréttu að þær hefðu skráð sig í vélvirkjann. „Það er samt ein vinkona mín með okkur í nám- inu. Svo er ein stelpa úr Hvalfjarð- arsveitinni,“ segir Ásgerður. Það má segja að vélvirkjun verði orðin að fjölskyldustarfsgrein þegar stelpurn- ar ljúka náminu því faðir þeirra, Ás- grímur Gísli Ásgrímsson, er vélvirki og vélstjóri. Hann starfar hjá Kraft- vélum í Kópavogi. „Það er aldrei að vita nema við förum á samning þangað, okkur var allavega boðið það um daginn. Ég veit samt ekki hvort þeim var alvara eða hvort þeir voru að grínast,“ segir Ásgerður brosandi. Kolbrún bætir því við að það sé gott að fara á samning hjá slippnum, þar sé nóg að gera. Systurnar segjast ekki endilega fara á samning á sama stað, þótt það væri auðvitað gaman. „Við erum frekar samrýndar, erum mik- ið saman. Spilum til dæmis báðar á gítar. En við vorum ekki mikið sam- an þegar við vorum yngri, það jókst svo með aldrinum,“ segja þær. Þær eru ánægðar með valið á náminu og hlakka til framhaldsins. „Núna vant- ar okkur bara fleiri verkfæri í safnið. Við fengum topplyklasett í jólagjöf í fyrra sem kom sér mjög vel og núna er maður bara að safna,“ segja syst- urnar Ásgerður og Kolbrún að lok- um. grþ Systur á Akranesi eru verðandi vélvirkjar Systurnar Kolbrún Ósk til vinstri og Ásgerður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.