Skessuhorn


Skessuhorn - 26.11.2014, Blaðsíða 74

Skessuhorn - 26.11.2014, Blaðsíða 74
74 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2014 Skagamaðurinn Róbert Ketilsson tók nýlega við starfi sem flugkenn- ari hjá flugfélaginu Geirfugli. Þar kennir hann áhugasömum að fljúga flugvélum og taka sín fyrstu skref í flugnámi. Ekki er ýkja langt síðan Róbert var sjálfur í nemendasæt- inu, en þessi 25 ára flugmaður fékk flugdelluna snemma á lífsleiðinni og segir það hafa kostað sitt að láta flugdrauminn rætast. „Ég hef allt- af haft áhuga á flugvélum. Pabbi minn er flugvirki og þegar ég var lítill þá fór ég stundum með honum í vinnunna og var alltaf jafn heill- aður af flugvélunum. Það má því segja að pabbi eigi heiðurinn af því að smita mig af þessari flugbakt- eríu. Það var svo árið 2008 sem ég ákvað að skella mér í prufutíma og fljúga flugvél í fyrsta skipti. Síðan þá hef ég ekki getað hætt. Þetta er bara það allra skemmtilegasta sem ég geri og ég vissi strax að þetta væri það sem ég vildi gera í lífinu,“ segir Róbert. Námið stutt en krefjandi Síðan að fyrsta prufutímanum lauk árið 2008 hefur mikið vatn runn- ið til sjávar. Róbert kláraði einka- flugmanninn áður en hann hélt til Bandaríkjanna þar sem hann tók hluta af atvinnuflugnáminu. „Ég byrjaði 2009 í einkaflugmanninum og kláraði hann ári síðar. Ég fór svo Aðventutónleikar Tónlistarfélags Borgarfjarðar verða í Reykoltskirkju fimmtudaginn 4. desember næst- komandi. Tónleikarnir eru að venju í samstarfi við Reykholtskirkju og Vesturlandsprófastsdæmi og bera yfirskriftina „Slá þú hjartans hörp- ustrengi“. Flytjendur eru Björg Þór- hallsdóttir sópransöngkona, Elísa- bet Waage hörpuleikari og Hilmar Örn Agnarsson orgelleikari. Á efnisskránni eru íslensk og er- lend aðventu- og jólalög. Mörg lag- anna eru í útsetningum Hilmars og Elísabetar en harpan og orgel- ið töfra fram sérstakan hátíðarblæ með söng Bjargar. Tríóið hefur starfað saman um árabil og komið fram á tónleikum víða hér á landi og erlendis. Almennur aðgangseyrir er 2000 krónur, 1000 krónur fyrir eldri borgara og frítt fyrir börn og með- limi Tónlistarfélagsins. Tónleikarn- ir hefjast kl. 20.00. -Fréttatilkynning Á fundi sveitarstjórnar Dalabyggð- ar þriðjudaginn 18. nóvember sl. fékk Svavar Garðarsson í Búðardal afhenta viðurkenningu fyrir óeigin- gjarnt starf á sviði umhverfismála. Í máli Jóhannesar H. Haukssonar oddvita sveitarstjórnar þegar hann afhenti viðurkenninguna kom fram að Svavar hafi haft frumkvæði að því að sveitarstjórn ráðstafar fjármagni árlega til sjálfboðavinnuverkefna. Sjálfur hafi Svavar verið einstak- lega duglegur að sækja í sjóðinn til ýmissa umhverfisverkefna í Búðar- dal til að vinna í sjálfboðavinnu. Í tilkynningu frá sveitarstjórn Dala- byggðar segir að ákvörðun um að veita Svavari viðurkenninguna hafi verið tekin á fundi sveitarstjórnar á degi umhverfisins 16. september síðastliðinn. þá Viðurkenning vegna starfs að umhverfismálum Svavar Garðarsson með viðurkenninguna ásamt Jóhannesi H Jóhannessyni odd- vita. Slá þú hjartans hörpustrengi Þurfa að hafa taugarnar í lagi Rætt við Róbert Ketilsson ungan flugkennara frá Akranesi til Flórída og var þar í heilt ár og kláraði bóklega hluta atvinnuflugs- ins. Þetta var mjög góð reynsla og það var gaman að fljúga í góða veðrinu í Flórída. Ég tel einnig að það hafi verið gott að komast burt frá allri truflun heima í smá tíma og einbeita mér algjörlega að náminu. Námið er nefnilega fremur stutt en það er mjög krefjandi og erfitt. Ég var að eyða á milli átta til tíu tímum á hverjum degi í að læra. Það eina sem ég leyfði mér var að fara í rækt- ina og fá smá útrás,“ segir Róbert og bendir á að námið sé mjög fjöl- breytt þar sem flugmenn þurfa að kunna margt annað en bara að geta stýrt vélunum. „Í náminu er lögð áhersla á ansi mörg og ólík fög. Til dæmis þurfa flugmenn að læra sitt- hvað í sálfræði, því flugmenn verða jú að hafa taugarnar í lagi ef eitt- hvað kemur upp á. Þá tökum við einnig grunn í læknisfræði. Að sjálfsögðu er svo lögð rík áhersla á meira flugtengd fög eins og veður- og eðlisfræði.“ Kostar í raun ekki meira en háskólanám Auk þess að vera krefjandi er flug- mannsnámið fremur dýrt nám. Getur heildarkostnaður numið á milli tíu og tólf milljónum króna. Róbert segir hins vegar að það eigi ekki að horfa á þessar háu tölur einar og sér. „Já, þetta er dýrt nám en það getur einnig verið fremur stutt. Ég vil meina að námið virð- ist einungis dýrt vegna þess að þetta er allt borgað á svo stuttum tíma. Þetta hræðir marga en það á ekki að gera það. Ef fólk tekur inn í reikn- inginn hvað fimm ára háskólanám kostar þá er ekki ólíklegt að svipuð upphæð komi upp. Flugnám á Ís- landi er, þótt ótrúlegt megi virðast, ódýrt miðað við flest þau lönd sem við berum okkur gjarnan saman við. Það er hægt að gera þetta bæði á stuttum og löngum tíma, það er algjörlega undir hverjum og ein- um komið. Ég fór sjálfur ekkert á neinum ógnarhraða í gegnum mitt nám. Það var kannski vegna þess að þá var ekki hægt að fá há lán fyrir náminu og ég þurfti að vinna með því til að geta borga það. Það hafð- ist að lokum og þrátt fyrir fórnir get ég verið sáttur í dag. Fólk á að læra það sem það vill og láta ekkert stoppa sig,” segir Róbert. Nú er lag að læra að fljúga „Flugnámið hér á landi er fyrsta flokks og sú æfing sem flugmenn fá við íslenskar aðstæður er óað- finnanleg. Hér má búast við öllu og maður lærir alltaf eitthvað nýtt í hverju flugi,“ útskýrir Róbert. Hann nefnir marga kosti þess að læra til flugmanns á Íslandi og að ungt fólk spyrji sig hvort einhverja atvinnu sé í raun og veru að hafa að námi loknu. Róbert segir svo vera og að nú sé lag fyrir unga Íslend- inga að skella sér í flugnám. „At- vinnumöguleikar ungra flugmanna hafa verið að batna á síðustu miss- erum. Eftir nokkurra ára stöðnun er komin hreyfing á markaðinn. Margir ungir flugmenn eru nú strax að fá vinnu eftir að hafa safnað 250 tímum í atvinnuréttindin. Marg- ir eru að fá vinnu hjá lágfargjalda- flugfélögum eins og Norwegian og RyanAir eða í innanlandsfluginu hérna heima,“ segir Róbert um þau tækifæri sem ungir flugmenn eru að fá í dag. Holuhrauni ekki hægt að lýsa með myndum Aðspurður um hvað honum þætti best við flugmannsstarfið segir Ró- bert að hann fái sennilega mestu ánægjuna við að sjá nýja hluta af Ís- landi og um leið hversu fjölbreyti- leg náttúra landsins sé. Hann seg- ist vera duglegur að fara í skoð- unarferðir og hægt sé að fara ansi víða enda séu litlir flugvellir nánast um allt land. „Það er svo skemmti- legt að fljúga um Ísland. Ég er alltaf að sjá eitthvað nýtt og sumt af því sem ég hef séð er ólýsanlega fallegt. Það kom mér dálítið á óvart hversu mikið er af áhugaverðum stöðum á Íslandi. Staðir sem ég hafði jafn- vel aldrei heyrt um áður.“ Ferðirn- ar eru orðnar ansi margar en það magnaðasta sem Róbert hefur séð úr lofti var þegar hann flaug yfir eldgosið í Holuhrauni. „Fólk verð- ur að sjá eldgosið í Holuhrauni með berum augum. Það er hrein- lega ekki hægt að sjá hvað þetta er magnað á myndum. Kraftur og fegurð náttúrunnar sameinast þar á einstakan máta og er þetta sjónar- spil sennilega það magnaðasta sem ég hef séð á mínum flugferli.“ Frá Vatnsmýri upp á Skaga Róbert segir staðsetningu Reykja- víkurflugvallar vera ástæðuna fyr- ir því hversu gott er að fljúga á Ís- landi. Hann segir alla flugmenn vera á sama máli um að flugvöll- urinn eigi að vera þar sem hann er. Róbert á sér þó draum um nýjan flugvöll á Íslandi sem væri jafnvel enn betur staðsettur en sá í Reykja- vík og hefur ekki verið mikið rætt um. „Þó að flestir flugmenn séu á þeirri skoðun að flugvöllurinn eigi að vera áfram í Vatnsmýrinni þá er það meira minn draumur að fá flug- völl á Akranes. Þar er nóg sléttlendi og yfirleitt besta veðrið. Það ætti því kannski að vera kostur númer tvö,“ segir Róbert léttur um mál- efni flugvallarins. Láta bara vaða! Róbert segir við þá sem hafa í huga að fara í flugnám að hætta að pæla í peningum og láta vaða. „Ef það er alvöru áhugi til staðar þá á fólk ekki að láta neitt stoppa sig. Það er ekki hægt að setja verðmiða á það að geta unnið við sitt aðal áhugamál. Það eflir mann bara og fær mann til að standa sig vel og sinna starfinu vel,“ segir flugkennarinn Róbert að lokum. jsb Róbert Ketilsson, 25 ára flugkennari við eina af flugvélunum sem notaðar eru til kennslu. Þessa mynd tók Róbert fyrir um viku síðan þegar hann flaug yfir eldgosið í Holu- hrauni og upplifði kraft náttúrunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.