Skessuhorn


Skessuhorn - 26.11.2014, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 26.11.2014, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2014 Allmiklar framkvæmdir hafa stað- ið yfir síðustu vikur við breyting- ar á 98 metra langri grjótvörn við höfnina í Ólafsvík. Verður hún endurhlaðin, garðurinn hækkaður og færður utar. Það er fyrirtækið Stafnafell sem vinnur þessar fram- kvæmdir og eru verklok áætluð fyr- ir árslok. Í slæmum veðrum hef- ur grjót og þari skolast á land og gert ökumönnum sem eiga þarna leið um lífið leitt. Við þessar end- urbætur ætti það vandamál að vera úr sögunni. af Þessi skemmtilega og haustlega ljósmynd var tekin á dögunum. Hún sýnir að búið er að mála gamla skólahús Heiðarskóla í Hvalfjarðar- sveit sömu litum og nýja skólahús- ið. Gamla húsið var áður hvítt um áratuga skeið, en nýja húsið hefur frá upphafi verið í svörtum og gul- um lit eins og nú. Nýi skólinn var formlega vígður í lok ágúst 2011. Gamla skólabyggingin var seld einkaaðilum. mþh Golfsamband Íslands er nýbúið að birta mótaskrána fyrir næsta sum- ar. Íslandsmótið í höggleik, stærsta mót ársins, verður á Garðavelli 19.-21. júní. Mótið verður haldið af Golfklúbbunum Leyni í tilefni 50 ára afmælis klúbbsins á næsta ári. Undirbúningur fyrir mótið er bú- inn að standa lengi. Miklar fram- kvæmdir hafa verið á Garðavelli síðustu ár til að bæta og laga brautir vallarins svo hann verði í sínu allra besta standi þegar kemur að stóra mótinu. Allmörg ár eru frá því síð- ast var haldið Íslandsmót í högg- leik á Garðavelli. Eins og í ár verð- ur fyrsta mótið í unglingamóta- röðinni, sem kennd er við Íslands- banka, haldið á Garðavelli 23.-24. maí. Þá helgi byrjar formlegt keppnistímabil kylfinga á Íslandi með fyrsta mótinu í Eimskipsmóta- röðinni en það fer fram á Hólms- velli í Leiru og haldið af Golfklúbbi Suðurnesja. þá Heiðarskólahúsin í samræmdum litum Endurhlaða grjótgarð í Ólafsvík Íslandsmótið í golfi á Garðavelli næsta sumar Maður ársins VESTURLAND: Hefð er fyrir því að Skessuhorn kalli eftir tilnefningum frá íbúum á Vesturlandi um sæmdarheitið Vestlendingur ársins. Niður- staðan verður svo kunngerð í fyrsta tölublaði nýs árs 7. janú- ar 2015. Hér með er kallað eft- ir slíkum ábendingum. Eina skilyrðið er að viðkomandi sé búsettur á Vesturlandi. Gott ef rök um ástæðu tilnefninga fylgi í einni setningu. Ábend- ingar óskast sendar á netfangið skessuhorn@skessuhorn.is fyr- ir 15. desember nk. -mm Úr Biskupsbeygju LBD: Tvö umferðaróhöpp urðu í umdæmi lögreglunnar í Borgarfirði og Dölum í vik- unni. Í öðru þeirra varð bílvelta á Holtavörðuheiðinni þar sem jepplingur rann út af veginum í hálku. Bíllinn fór út úr Biskups- beygjunni, valt heilan hring og endaði á hjólunum. Tvennt var í bílnum og slapp með minni- háttar skrámur enda í bílbelt- um. Tólf ökumenn voru tekn- ir fyrir of hraðan akstur í um- dæminu í vikunni, einn til við- bótar var sektaður fyrir að vera með of marga farþega í bílnum og tveir ökumenn fengu sekt fyrir stöðubrot. –þá Kjörgripir seldir FLATEY: Hafin er sala á kjör- gripum fjáröflunarnefndar Flat- eyjarkirkju fyrir þessi jól. Gunn- ar Sveinsson í Eyjólfshúsi í Flat- ey, gjaldkeri nefndarinnar, seg- ir að salan sé reyndar yfirleitt nokkuð jöfn allt árið þó að vissu- lega komi toppur í hana síðustu vikurnar fyrir jól. „Þessi góða sala hefur verið mikil fjárhagsleg lyftistöng fyrir Flateyjarkirkju, sem hefur staðið í fjárfrekum framkvæmdum á undanförnum árum eins og kunnugt er,“ segir Gunnar. Vefur Reykhóla grein- ir frá því að vel hafi tekist með viðgerð á listaverkum kirkjunn- ar á síðasta ári en að því verkefni hefur meðal annarra unnið lista- maðurinn Baltasar Samper. –þá Stuðningur við rekstur kvenna LANDIÐ: Á fundi stjórnar Byggðastofnunar 14. nóvem- ber síðastliðinn var samþykkt að setja á laggirnar sérstakan lánaflokk fyrir fyrirtækjarekst- ur kvenna á starfssvæði stofn- unarinnar í von um að með því geti stofnunin ýtt undir fjöl- breyttari atvinnutækifæri fyr- ir konur í byggðum landsins. Til verkefnisins verður varið allt að 200 milljónum króna. Í frétt á heimasíðu Byggðstofn- unar segir m.a. að margt bendi til að ein helsta ástæða fólks- fækkunar í brothættum byggð- um liggi í einhæfu atvinnulífi og skorti á atvinnutækifærum við hæfi vel menntaðs fólks af báðum kynjum. Enginn vafi sé á því að mati Byggðastofnun- ar að jafnréttismál í víðu sam- hengi eru meðal allra brýnustu byggðamála. Það væri því eitt af markmiðum Byggðastofn- unar að fjölga konum sem eru í viðskiptum við stofnunina. Nánar má sjá um þessa sam- þykkt á byggdastofnun.is –þá Útvarp Akraness um næstu helgi AKRANES: Sumir Skaga- menn segja að jólaundir- búningurinn byrji þegar Út- varp Akraness fer í loftið á FM 95,0. Sundfélag Akraness stendur nú fyrir útvarpinu í 27. skipti og safnar fjármunum fyrir starfseminni með seldum auglýsingum. Eins og síðustu ár er Hjördís Hjartardóttir grunnskólakennari útvarps- stjóri. Útvarið byrjar núna kl. 13 á föstudag með stúdíó ABC þar sem Óli Palli og Hjörtur Hjartar fara á kostum. Síðan rekur hver dagskrárliðurinn annan og m.a. verður nú að nýju spurningakeppni þar sem tólf lið, flest frá fyrirtækjum á Akranesi etja kappi. Útsend- ingar á FM 95,0 standa fram undir sunnudagskvöld. Meðal vinsælla og fastra liða eru jóla- krakkar sem að þessu sinni er 5. bekkur Brekkubæjarskóla og Rokkþing Jóns Allans og Tomma Rúnars. Gísli og Hall- bera rekja sögu Bjarnalaugar í 70 ár, fjölbrautaskólanemar verða með þáttinn Fjör í fjöl- braut, Skór með stáltá heitir þáttur með Samma Þorsteins, Vatnaskil með Pétri Ottesen og fleira mætti nefna. Trúlega verður allt á fullu með „Þrem- ur á palli“ sem eru Sigrún Ósk, Hlédís og Óli Palli. Rjómandi gott úr eldhúsi er frá Hrund og Möggu, Gísli Einarsson verður með Súkkulaði með rjóma og þannig mætti áfram telja. –þá Forstjóri hættir STRÆTÓ: Starfsmenn Strætó bs fengu eftir helgina tilkynningu í tölvupósti um að Reynir Jónsson forstjóri hafi látið af störfum. Samkomu- lag hefði náðst milli hans og stjórnar Strætó bs um starfs- lok, enda ríkti ekki lengur traust milli aðila. Styr hef- ur staðið um störf Reynis að undanförnu einkum vegna umdeildrar bílakaupa hans. Starf forstjóra Strætó bs verð- ur auglýst á næstunni. –þá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.