Skessuhorn


Skessuhorn - 26.11.2014, Blaðsíða 59

Skessuhorn - 26.11.2014, Blaðsíða 59
59MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2014 Dagný Hauksdóttir er deildar­ stjóri sérdeildar Brekkubæjar­ skóla á Akranesi. Hún er bú­ sett á Eystra­Súlunesi í Hval­ fjarðarsveit. Auk þess að vera eiginkona oddvita sveitarstjórn­ ar er hún þriggja barna móð­ ir sem vinnur hörðum höndum við að ljúka meistaranámi í sér­ kennslufræðum en mætir engu að síður í mjaltir eftir dagvinnu heima á búinu á Súlunesi. Þessi eljusemi og orka fær blaðamann til að velta fyrir sér hvort ógeril­ sneydda mjólkin innihaldi eitt­ hvað annað og meira en einung­ is mjólk! „Ég er ótrúlega heppin að búa eins og ég bý,“ segir Dagný sem býr í næsta nágrenni við tengdafor- eldra sína og fær þaðan mikla hjálp, sem og frá foreldrum sínum. „Það eru náttúrlega algjör forréttindi að geta unnið við það sem mann lang- ar og verið í skóla en að börnin fái á sama tíma að njóta góðs af ömm- um og öfum. Ég gæti þetta ekki án þeirra hjálpar.“ Dagný bætir því við að það sé fjölskylduverkefni að vera með búskap, það þekki allir sem hafi reynt. Dagný kveðst ekkert hafa vit- að endilega út í hvað hún væri að fara þegar hún flutti að kúabúinu á Eystra-Súlunesi en kveðst þó lesa Bændablaðið með meiri áhuga í dag en áður. Hún og eiginmaður- inn, Björgvin Helgason, hafa nú búið þar saman í þrettán ár. „Ég kann þessu mjög vel,“ segir Dagný. „Það er mér nauðsynlegt að tak- ast á við ögrandi verkefni og ég á auðvelt með að aðlagast aðstæðum. Þessa stundina felst ögrunin í því að hafa mörg járn í eldinum.“ Hún segir jafnframt að veturnir séu eins konar vertíð og þá sé hún bara með „hornin á undan sér.“ Sumrin hins vegar séu léttari tími og í því langa fríi sem hún fær frá vinnunni og skólanum skapist rými fyrir áhuga- mál eins og hreyfingu, en Dagný sækir orku í fjallaklifur og hlaup. Hún hljóp meðal annars hálfmara- þon í Reykjavíkurmaraþoninu sum- arið 2013. Aukið annríki fylgir því að eiga mann í sveitarstjórn. Því hef- ur óneitanlega fylgt meiri fjar- vera Björgvins frá heimilinu. Þegar blaðamaður spyr Dagnýju hvernig börnin sætti sig við annríki foreldr- anna, svarar hún að það gangi ótrú- lega vel. Þau búi líka við þau ýmsu forréttindi sem fylgja því að alast upp í sveit. Í sveitinni er svo oft hægt að skottast með pabba þeg- ar hann er heima við, í traktornum eða annarri útivinnu og kíkja í fjós- ið og hjálpa foreldrunum við mjalt- ir. „En svo er ég líka oft með litla samviskubitið á öxlinni sem fæðist með börnunum. Ég held að flest- ar mæður geti tengt við það,“ seg- ir hún. Þau Dagný og Björgvin eiga sem áður sagði þrjú börn. Börnin heita Eymar Kristinn 5 ára, Arnþór Máni er 7 ára en elst er Ástdís Birta 11 ára. Oddvitafrúin útskrifaðist sem iðjuþjálfi árið 2007. Iðjuþjálfun er einungis kennd á Akureyri. Dagný bjó því í fjarbúð á Akureyri í þrjá vetur og segir að það hafi ver- ið bæði erfiður en ekki síður lær- dómsríkur tími að svo mörgu leyti. „Þá áttum við bara Ástdísi Birtu og hún þurfti greyið að þeytast þetta með mömmu sinni og vera í tveim- ur leikskólum á þessum tíma. Við fórum heim aðra hverja helgi og Björgvin kom til okkar norður hin- ar helgarnar.“ Dagný bætir því við að annríkið núna sé bara hjómið eitt í samanburði við þennan tíma. „Fjölskyldan er bara sterkari fyrir vikið en þegar ég horfi til baka skil ég varla hvernig ég fór að þessu,“ segir Dagný. Að lokum er Dagný spurð hvern- ig hún sjái framtíðina fyrir sér? „Ég horfi björtum augum fram á við. Hér er gott að búa. Hvar sem ég er hlakka ég til að takast á við þau verkefni sem upp kunna að koma. Hversu gott lífið er, er jú alltaf und- ir manni sjálfum komið. Hver er sinnar gæfu smiður.“ bs Dagný við morgunmjaltir í fjósinu á Eystra – Súlunesi. Ögrun að hafa mörg járn í eldinum Spjallað við iðjuþjálfann, deildarstjórann og húsmóðurina Dagnýju Hauksdóttur Dagný og börnin hennar Ástdís Birta, Eymar Kristinn og Arnþór Máni Björgvins- börn. Unaðsdagar í Stykkishólmi Jólagjön í ár fyrir mömmu, pabba, afa, ömmu eða ástina þína Komdu og láttu okkur dekra við þig á Unaðsdögum í Stykkishólmi Dagskráin, maturinn og þjónustan á Unaðsdögunum hafa fengið frábæra dóma gesta okkar Verð einungis 39.900 kr,- Unaðsvikur fyrir 60 ára og eldri árið 2015 verða: 16. – 20. mars - 13. – 17. apríl - 27. apríl – 1. maí Láttu Hólminn heilla þig Hótel Stykkishólmur er kjörinn staður fyrir árshátíðir og ráðstefnur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.