Skessuhorn


Skessuhorn - 26.11.2014, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 26.11.2014, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2014 Snyrtistofa Jennýjar Lind 25 ára 1. desember 2014 Í tilefni þessara tímamóta verður sérfræðingur frá Académi snyrti- vörum og kynnir nýjar nátturúlegar og heilnæmar ilmkjarnavörur Boðið er upp á 30 mínútna dekurmeðferð á 3.000 kr. þar sem hægt er að kynnast vörunum og áhrifum þeirra Ef keyptar eru vörur frá Académie fyrir 3.000 kr. eða meira, er dekurmeðferðin frí Panta þarf tímalega í síma 437 1076 / 846 1805 Einnig eru góð snyrtivörutilboð í jólapakkann í tilefni afmælisins S K E S S U H O R N 2 01 4 „Ég hef alltaf verið heilluð af list- um. Ekki vegna þess að ég hafi unnið nein afrek á listasviðinu, heldur frekar hvað er að baki lista- verka og listasögunni. Ég vissi ekki að þetta nám væri til hér á landi en svo fór ég að fletta bæklingi um há- skólanám og sá þá að listfræðinám var í boði við Háskóla Íslands og þegar ég hafði kynnt mér það, sá ég að þetta nám var alveg sniðið fyr- ir mig. Það hefur líka komið í ljós og ég er mjög ánægð í þessu námi. Ég er núna á þriðja ári, lýk náminu í vor, skila BA ritgerð um jólin og á síðan eftir eina önn í náminu. List- fræðingar velta fyrir sér teoríunni í kringum listina, af hverju eitthvað er fallegt, hvernig við greinum mál- verk, hvers vegna eitthvað hreyf- ir við okkur, hvað er list, hvernig þróast listin og hvernig samfélagið tekur við henni. Þetta er oft svo- lítið heimspekimiðað og svo för- um við auðvitað í gegnum listasög- una því maður þarf að hafa grunn- inn til að byggja á. Fólk er oft að segja við mig: „Við hvað ætlarðu svo að vinna og hvar ætlarðu að fá vinnu eftir þetta nám?“ Ég hef hins vegar lagt áherslu á að læra eitt- hvað skemmtilegt og get ekki hugs- að mér ömurlegra hlutskipti en að mæta með hangandi haus í vinn- una á hverjum degi.“ Þetta segir Inga Björk Bjarnadóttir, tuttugu og eins árs Borgnesingur, sem hefur að auki numið fjölmiðlafræði með list- fræðinni. Kláraði stúdentsnámið á þremur árum Inga Björk hefur verið bundin við hjólastól frá fjögurra ára aldri enda segist hún ekki þekkja annað og að það hafi ekki truflað sig á nokkurn hátt. „Á öðru aldursári greindist ég með vöðvarýrnunarsjúkdóm, sem á upptök sín í mænunni og kall- ast SMA. Mátturinn minnkar hægt og bítandi á hverju ári en ég hef bara alltaf haldið mínu striki.“ Inga Björk lauk stúdentsprófi á þrem- ur árum frá Menntaskóla Borgar- fjarðar og hélt eftir það rakleitt í Háskóla Íslands. „Námið í MB er byggt upp til að ljúka því á þremur vetrum en þeir sem vilja fara hægar yfir og ljúka því á fjórum árum, geta það eftir sem áður. Námið gekk vel og ég var líka mjög virk í félagsstarf- inu.“ Inga Björ segist taka 120 ein- ingar í listfræðináminu og síðan 60 einingar í fjölmiðlafræði, sem auka- fag. Hún segist snemma hafa fengið áhuga á fjölmiðlum. „Já, ég hef allt- af haft áhuga á fjölmiðlum og í MB sat ég í ritstjórn skólablaðsins Eglu. Ég fékk svo sumarvinnu hjá frétta- stofu RÚV fyrir tveimur árum með aðsetur í Borgarnesi og það kveikti áhuga minn enn frekar að kynn- ast starfi fréttamanna og taka þátt í að skrifa innlendar fréttir fyrir út- varp og vef, sérstaklega af Vestur- landi. Ég var við störf ásamt Gísla Einarssyni í stúdíói RÚV í Borgar- nesi og fór auk þess í smá tíma til Reykjavíkur og fór inn á vaktirnar hjá fréttastofunni í Efstaleitinu.“ Inga Björk segist lifa innihalds- ríku lífi. Hún hafi menntað sig vel og fari sinna ferða hvert sem er og í raun allt sem hún komist. Nú þegar er Inga Björk farin að huga að því hvað taki við í vor þegar hún lýkur BA náminu í listfræðinni og er farin að skoða framhaldsnám utan lands- steinanna. Málefnastýra ungra jafnaðarmanna Listin og fjölmiðlarnir eru ekki einu áhugamál Ingu Bjarkar því hún seg- ist hafa mjög mikinn áhuga á stjórn- málum. Hún hefur búið í Reykja- vík í tvö ár í ágætri íbúð í stúdenta- görðum. Síðustu ár hefur hún tek- ið virkan þátt í ungliðastarfi Sam- fylkingarinnar í frístundum frá stífu háskólanámi. „Stjórnmálin eiga alla minn hug núna og ég hef haft áhuga á þeim nokkuð lengi. Ætli það hafi ekki verið um fjórtán ára aldurinn sem ég fór að hafa áhuga á stjórnmálum. Ég er málefnastýra ungra jafnaðarmanna auk þess að vera í framkvæmdastjórn og mið- stjórn Ungra jafnaðarmanna, ung- liðahreyfingar Samfylkingarinnar, og það er því nóg að gera hjá mér í pólitíkinni í frístundum frá nám- inu. Mér finnst slæmt hve ungu fólki hefur verið haldið frá stjórn- málum. Til dæmis í framhaldsskól- unum virðist vera bannað að stjórn- málaflokkarnir komi og kynni stefnumið sín. Mér þykir það skjóta skökku við þar sem þetta snýst um samfélagið okkar. Krakkar byrja að borga skatta 16 ára en fá ekki að kjósa fyrr en 18 ára. Þeir kjósa samt ekki þótt þeir séu orðnir 18 ára því þeim finnst þetta ekki koma þeim við. Mér finnst þetta áhyggju- efni. Þessu er öfugt farið á Norð- urlöndunum þar sem ungu fólki er sérstaklega kynnt starf stjórnmála- flokka í skólunum. Ungliðar stjórn- málahreyfinga koma þar inn í fram- haldsskólana til að skýra út hvern- ig stjórnmálin virka. Auðvitað tek- ur unga fólkið ekki þátt nema vita hvernig þetta virkar. Stjórnmálin hér hafa líka frekar leiðinlegt orð á sér. Þau þykja leiðinleg. Talað er um að þau séu óhrein og mik- ið leynimakk. Mér finnst stjórn- málin snúast um hvernig við vilj- um hafa samfélagið og það þarf að halda þeim að ungu fólki. Samt finnst mér áhugi ungs fólks aðeins að aukast núna en kannski er það bara óskhyggja.“ Inga segir að mál- efnastýra ungra jafnaðarmanna hafi umsjón með öllu málefnastarfi hjá Ungliðahreyfingu Samfylkingar- innar. „Ég skipulegg alla málefna- fundi og ef upp koma heit mál í samfélaginu er það á minni könnu að skipuleggja fundi svo ungt fólk geti fræðst og tekið afstöðu til þess- ara mála.“ Komin í stjórn MB Það er svo sannarlega nóg að gera í pólitíkinni hjá Ingu Björk því fram- kvæmdastjórnarfundirnir eru viku- lega og einu sinni í mánuði fund- ar svo miðstjórn. Málefnafundirn- ir eru hins vegar þegar tilefni gefast til. Þegar talað var við hana var hún að búa sig undir fund um landbún- aðarmál en kvöldið áður hafði verið fundur um aðskilnað ríkis og kirkju. Mörgum þykir líklega nóg um allt sem þessi unga kona hefur fyrir stafni dags daglega og hefur áætl- anir um, en ekki er allt upp talið. Fyrir utan þetta stjórnmálavafstur á Inga Björk sæti í stjórn Mennta- skóla Borgarfjarðar. Hún er nýlega komin í þá stjórn og segir stjórn- ina bara búna að funda einu sinni þannig að ekki hafi mikið reynt á þá stjórnarsetu ennþá. hb Inga Björk Bjarnadóttir: Listfræðinemi í fjölmiðlanámi að auki og virkur þátttakandi í stjórnmálum Inga Björk Bjarnadóttir á heimili sínu á stúdentagörðum í Reykjavík. forsteyptar einingar BM Vallá • Breiðhöfða 3, 110 Reykjavík • Sími: 412 5050 • sala@bmvalla.is · Sterk, falleg og hagkvæm · Endalausir möguleikar Fljótlegur og hentugur kostur fyrir öll svið atvinnulífsins, heimilið og bústaðinn. Lækkar viðhalds- og rekstrarkostnað. PI PA R\ TB W A · SÍ A · 14 14 77 Smellinn einingahús
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.