Skessuhorn


Skessuhorn - 26.11.2014, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 26.11.2014, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2014 Varasjóður húsnæðismála hjá vel- ferðarráðuneytinu hefur tekið sam- an fjölda leiguíbúða á vegum 50 stærstu sveitarfélaga lands- ins. Í árslok 2013 voru leiguíbúðir sveitarfélaga rúm- lega 4.900 og hafði fjölgað um 1,2% frá fyrra ári. Um 40 sveitarfélög telja sig búa við skort á leigu- íbúðum en sex eru með áform um fjölgun þeirra. Markmið þessarar upplýsingaöflunar er að fylgjast með framvindu og breyt- ingum á stöðu leiguíbúðakerfisins og afla upplýsinga sem nýst geta við stefnumótun stjórnvalda í húsnæð- ismálum. Niðurstöður könnunar- innar sýna meðal annars að vandi sveitarfélaga vegna íbúða sem standa auðar um lengri tíma heyrir sögunni til en áður var þetta tölu- vert vandamál, einkum á Vestfjörð- um. Þá fer rekstrarvandi s v e i t a r - f é l a g a vegna leiguíbúða minnkandi. Árið 2011 glímdi 31 sveitarfé- lag við rekstrarvanda vegna en hef- ur fækkað niður í 25 sveitarfélög. Þeim sveitarfélögum sem telja sig búa við skort á leiguhúsnæði hef- ur fjölgað. Þegar fyrst var spurt um þetta atriði árið 2009 töldu 23 þeirra svo vera en 40 árið 2013. Í sex stærstu sveitarfélögunum á Vesturlandi eru 134 leiguíbúðir á vegum sveitarfélaganna. Á Akranesi eru þær 27, í Borgarbyggð og Snæ- fellsbæ 32 í hvoru sveitarfélagi, 25 eru í Stykkishólmi, 18 í Grundar- firði en engin í Hvalfjarðarsveit. Að þessu sinni var spurt í könn- un Varasjóðs húsnæðismála hversu margar umsóknir um félagslegt leiguhúsnæði hefðu borist árið 2013 og einnig hve margir umsækjend- ur hefðu verið á biðlista þess eftir félagslegu leiguhúsnæði við lok árs- ins. Fjöldi fólks sem sótt hefur um félagslega leiguíbúð er langmest- ur í Reykjavík og nágrannasveitar- félögunum. Sama á við fjölda þeirra sem eru á biðlista eftir félagslegri leiguíbúð. Um 70% umsóknanna eru um leiguíbúðir á höfuðborgar- svæðinu og um 80% þeirra sem eru á biðlista eftir félagslegri leiguíbúð búa á höfuðborgarsvæðinu. mm Í ljósi þess að senn gengur í garð sá árstími þegar hætta er á eldsvoðum af völdum kertaljósa og jólaskreyt- inga, vill undirritaður fá að fanga athygli ykkar um nokkur grund- vallar atriði sem nauðsynlegt er að hafa í huga. Heilræði frá slökkviliðinu. Reykskynjarar eru sjálfsögð og • ódýr líftrygging. Skipta skal um reykskynjara á tíu ára fresti og rafhlöður í byrjun desember ár hvert eða oftar ef þörf er á. Átt þú handslökkvitæki? Er það í • lagi? Hvenær var það síðast yfir- farið? Slökkvitæki á að vera á sýnilegum • stað, ekki í felum inni í skáp! Ofhlöðum ekki fjöltengi og gæt-• um að gömlum og lélegum raf- búnaði. Notum ávallt viðurkenndar raf-• vörur og fjöltengi með slökkvara og gaumljósi. Eldvarnateppi skal vera í hverju • eldhúsi og á aðgengilegum og sýnilegum stað. Gerum flóttaáætlun úr íbúðinni/• húsinu vegna eldsvoða. Förum yfir það með öllum á heimilinu og æfum hana reglulega. Tvær greiðar flóttaleiðir úr hverri íbúð! Gætum varúðar í umgengni við • kertaljós og skreytingar, skilj- um börn aldrei eftir eftirlitslaus nærri logandi kertum eða eldi. Aðgætum íbúðir okkar áður en • gengið er til hvílu, eða þær eru yfirgefnar að degi til. Athuga þarf hvort einhvers staðar logi á kerti eða skreytingum. Logandi kertaljós skulu aldrei • höfð í gluggum vegna dragsúgs og lausra gluggatjalda! Dreifið sem mest raforkunotk-• un við matseld um jól og áramót. Það kemur í veg fyrir hugsan- leg óþægindi vegna mikils álags á dreifikerfi rafmagns. Ullar- eða leðurvettlingar og ör-• yggisgleraugu skal nota við með- ferð flugelda um áramót! Munum 112 neyðarlína ef slys, • veikindi eða eldsvoða ber að höndum! Með jólakveðju, Bjarni K. Þorsteinsson Slökkviliðsstjóri í Borgarbyggð. Á Vesturlandi eru 134 leiguíbúðir á vegum sveitarfélaga Gætum varúðar um jól og áramót! WWW.LEIKHUSID.IS Gjafakort Þjóðleikhússins á sérstöku hátíðartilboði til jóla. Gefðu góðar stundir. S m á a u g l ý s i n g a r - a t b u r ð a d a g a t a l - f r é t t i r www.skessuhorn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.