Skessuhorn


Skessuhorn - 26.11.2014, Side 20

Skessuhorn - 26.11.2014, Side 20
20 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2014 Varasjóður húsnæðismála hjá vel- ferðarráðuneytinu hefur tekið sam- an fjölda leiguíbúða á vegum 50 stærstu sveitarfélaga lands- ins. Í árslok 2013 voru leiguíbúðir sveitarfélaga rúm- lega 4.900 og hafði fjölgað um 1,2% frá fyrra ári. Um 40 sveitarfélög telja sig búa við skort á leigu- íbúðum en sex eru með áform um fjölgun þeirra. Markmið þessarar upplýsingaöflunar er að fylgjast með framvindu og breyt- ingum á stöðu leiguíbúðakerfisins og afla upplýsinga sem nýst geta við stefnumótun stjórnvalda í húsnæð- ismálum. Niðurstöður könnunar- innar sýna meðal annars að vandi sveitarfélaga vegna íbúða sem standa auðar um lengri tíma heyrir sögunni til en áður var þetta tölu- vert vandamál, einkum á Vestfjörð- um. Þá fer rekstrarvandi s v e i t a r - f é l a g a vegna leiguíbúða minnkandi. Árið 2011 glímdi 31 sveitarfé- lag við rekstrarvanda vegna en hef- ur fækkað niður í 25 sveitarfélög. Þeim sveitarfélögum sem telja sig búa við skort á leiguhúsnæði hef- ur fjölgað. Þegar fyrst var spurt um þetta atriði árið 2009 töldu 23 þeirra svo vera en 40 árið 2013. Í sex stærstu sveitarfélögunum á Vesturlandi eru 134 leiguíbúðir á vegum sveitarfélaganna. Á Akranesi eru þær 27, í Borgarbyggð og Snæ- fellsbæ 32 í hvoru sveitarfélagi, 25 eru í Stykkishólmi, 18 í Grundar- firði en engin í Hvalfjarðarsveit. Að þessu sinni var spurt í könn- un Varasjóðs húsnæðismála hversu margar umsóknir um félagslegt leiguhúsnæði hefðu borist árið 2013 og einnig hve margir umsækjend- ur hefðu verið á biðlista þess eftir félagslegu leiguhúsnæði við lok árs- ins. Fjöldi fólks sem sótt hefur um félagslega leiguíbúð er langmest- ur í Reykjavík og nágrannasveitar- félögunum. Sama á við fjölda þeirra sem eru á biðlista eftir félagslegri leiguíbúð. Um 70% umsóknanna eru um leiguíbúðir á höfuðborgar- svæðinu og um 80% þeirra sem eru á biðlista eftir félagslegri leiguíbúð búa á höfuðborgarsvæðinu. mm Í ljósi þess að senn gengur í garð sá árstími þegar hætta er á eldsvoðum af völdum kertaljósa og jólaskreyt- inga, vill undirritaður fá að fanga athygli ykkar um nokkur grund- vallar atriði sem nauðsynlegt er að hafa í huga. Heilræði frá slökkviliðinu. Reykskynjarar eru sjálfsögð og • ódýr líftrygging. Skipta skal um reykskynjara á tíu ára fresti og rafhlöður í byrjun desember ár hvert eða oftar ef þörf er á. Átt þú handslökkvitæki? Er það í • lagi? Hvenær var það síðast yfir- farið? Slökkvitæki á að vera á sýnilegum • stað, ekki í felum inni í skáp! Ofhlöðum ekki fjöltengi og gæt-• um að gömlum og lélegum raf- búnaði. Notum ávallt viðurkenndar raf-• vörur og fjöltengi með slökkvara og gaumljósi. Eldvarnateppi skal vera í hverju • eldhúsi og á aðgengilegum og sýnilegum stað. Gerum flóttaáætlun úr íbúðinni/• húsinu vegna eldsvoða. Förum yfir það með öllum á heimilinu og æfum hana reglulega. Tvær greiðar flóttaleiðir úr hverri íbúð! Gætum varúðar í umgengni við • kertaljós og skreytingar, skilj- um börn aldrei eftir eftirlitslaus nærri logandi kertum eða eldi. Aðgætum íbúðir okkar áður en • gengið er til hvílu, eða þær eru yfirgefnar að degi til. Athuga þarf hvort einhvers staðar logi á kerti eða skreytingum. Logandi kertaljós skulu aldrei • höfð í gluggum vegna dragsúgs og lausra gluggatjalda! Dreifið sem mest raforkunotk-• un við matseld um jól og áramót. Það kemur í veg fyrir hugsan- leg óþægindi vegna mikils álags á dreifikerfi rafmagns. Ullar- eða leðurvettlingar og ör-• yggisgleraugu skal nota við með- ferð flugelda um áramót! Munum 112 neyðarlína ef slys, • veikindi eða eldsvoða ber að höndum! Með jólakveðju, Bjarni K. Þorsteinsson Slökkviliðsstjóri í Borgarbyggð. Á Vesturlandi eru 134 leiguíbúðir á vegum sveitarfélaga Gætum varúðar um jól og áramót! WWW.LEIKHUSID.IS Gjafakort Þjóðleikhússins á sérstöku hátíðartilboði til jóla. Gefðu góðar stundir. S m á a u g l ý s i n g a r - a t b u r ð a d a g a t a l - f r é t t i r www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.