Skessuhorn


Skessuhorn - 26.11.2014, Blaðsíða 90

Skessuhorn - 26.11.2014, Blaðsíða 90
90 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2014 Krossgáta Skessuhorns Hér er krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á að leysa. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnar- orð/in á netfangið: krossgata@skessuhorn.is Dreg- ið verður úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn bókagjöf frá Skessuhorni. Athug- ið að lausnir þurfa að berast fyrir klukkan 15:00 á mánudögum. Um þrjátíu lausnir bárust við kross- gátu síðustu viku. Lausnin var: „Hundalíf.“ Vinn- ingshafi í krossgátu síðustu viku er Þórunn Sig- hvatsdóttir, Dalsflöt 9, Akranesi. lausnir bárust við krossgátu síðustu viku. Lausnin var: „Efi villir all- flesta.“ Vinningshafi í krossgátu síðustu viku er Rúnar Gíslason, Áskinn 5, Stykkishólmi. Hann fær senda bókagjöf. Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. auðveldar smásendingar Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR ������� ��������� � e���.�� F ÍT O N / S ÍA Máls- háttur Rymja For Innan Tær Ska!a Ekra Ójafna Lappir Dreifir Skraut Gola Fri!sæl Rö! Væng Grimm- ur Hégómi Takast Hryggur Angar Galli Gelt "egar Hæ! At- vinna Depill Gáll 3 Taut Stöng Ú!i Féll Hreyf- ing Sni!ug- ar Dyggur Læknar Jafningi Halir 2 Samtök Sérstök Upptök Hreinsa Lágfóta Jötnar Rétt Egndi Verma Rass Slétt Óvilji 6 Háva!i Kassi Kusk 9 Duft 5 Fugl Birting- in Bardagi Áfellu Hafgola Sk.st. Etja Spjald Gó! Kvaka Vísan Korn Fitla Kyn Hra!i Tíndi Go! Hvílir Vendi Gæ!i Hjól S#ll Glatt Duft 1 Innan Ras Ílát Skyn Poki 7 Kjökrar Fjör!ur Vökvar Háva!i Skjól Rösk Konan Flana Hlass Ker Skála Tvíhlj. Tónn "egar Tónn 4 Vals Utan Bar Árás Sér- hljó!ar 8 1 2 3 4 5 6 7 8 9 Efni fyrirlesturs í Snorrastofu í Reykholti nk. þriðjudagskvöld 2. desember nefnist: Lausafjáreign bænda og búaliðs í Borgarfirði á 19. öld. Már Jónsson sagnfræðing- ur flytur. Tilefnið er bókin Hvítur jökull, snauðir menn, sem Snorra- stofa gaf út á árinu í samvinnu við Sögu jarðvang, þar sem Már hef- ur safnað saman skrám yfir eignir sextán kvenna og ellefu karla sem bjuggu í kirkjusóknum Gilsbakka og Stóra-Áss í uppsveitum Borg- arfjarðar fyrir miðja 19. öld. Heiti bókarinnar er sótt í ljóð eftir Jón Óskar. „Jafnvel þótt eignir á þessum tíma væru ekki endilega miklar, voru þær samviskusamlega skráð- ar, undantekningalítið fáum dögum eftir að fólkið lést og er að sjá sem ekkert hafi verið undanskilið. Þar er getið um kistur og katla, spíkur og orf, bækur og hvers kyns flíkur auk margs annars, sem veitir sanna inn- sýn í daglegt amstur fólks og við- leitni við að sjá fyrir sér og sínum. Már, sem er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, reifar efni bók- arinnar og segir frá sambærilegum gögnum sem til eru úr öðrum sókn- um í Borgarfjarðarsýslu, Mýrasýslu og Hnappadalssýslu. Fyrirlesturinn fellur inní röð Snorrastofu, Fyrir- lestrar í héraði og hefst hann í Bók- hlöðunni kl. 20:30. Aðgangur er kr. 500 og að venju verða kaffiveitingar og umræður,“ segir í tilkynningu. mm Samhljóða tölvupóstur sendur til ráð- herra og á netfang mennta- og menn- ingarmálaráðuneytis 17. sept. 2014, ítrekun send 19. okt. 2014 (eftir sam- tal) en ekkert svar hefur borist. Erind- ið sent hér sem almennt bréf 23. nóv. 2014 í von um formlegt svar, en bréfið jafnframt sent til Skessuhorns til birt- ingar, upphaflegri dagsetningu ekki breytt. Akranesi 17. september 2014 Hæstvirtur mennta- og menningar- málaráðherra Illugi Gunnarsson Fyrirspurn um stöðu Landbúnaðarháskóla Íslands Á liðnum árum hefur mikið ver- ið rætt um stöðu og framtíð Land- búnaðarháskóla Íslands (LbhÍ). Allt frá því að skólinn var gerður að há- skóla 2004 virðist sem fjárveitingar hafi verið undir raunþörf til að reka skólann sem háskóla. Þannig hafi strax frá stofnun háskólans safnast upp rekstrarskuldir. Ekki ætla ég að leggja mat á það hér eða fara nánar út í þá sálma. Árið 2007 (gildistaka nýrra laga 1. jan. 2008), var LbhÍ færður á milli ráðuneyta frá landbúnaðar- ráðuneyti til menntamálaráðuneyt- is. Þær skuldir sem þegar hvíldu á skólanum héldust á skólanum, þar sem ekki náðist samkomulag milli ráðherra um að hreinsa skuldir af við þessa breytingu. Síðan hefur þessi halli hangið sem skuld á skól- anum og vandi skólans aldrei ver- ið leystur með viðunandi hætti. Niðurskurður í kjölfar hrunsins var skólanum þungbær. Fyrri rík- isstjórn samþykkti aukafjárveitingu til að rétta skólann við en það dugði skammt. Hvaða kostir eru í boði? Þegar ný ríkisstjórn tók við, kynnt- ir þú sem mennta- og menningar- málaráðherra, þá fyrirætlan þína að sameina LbhÍ og Háskóla Ís- lands. Á liðnum misserum hafa verið gerðar úttektir og greining- ar varðandi þessa sameiningu og hefur ráðuneytið átt þátt í viðræð- ur á milli þessara tveggja skóla um sameiningu að mér skilst. Andstaða hefur verið við þessi áform m.a. hjá heimamönnum en mér er sagt að þú sem ráðherra hafir stillt upp tveim- ur valkostum fyrir stjórn Landbún- aðarháskólans og jafnframt kynnt heimamönnum (bæjarstjórn Borg- arbyggðar). Fyrri kosturinn er sagður samein- ing LbhÍ og HÍ. Því fylgdi að eldri skuldir skólans yrðu felldar niður (greiddust ekki af LbhÍ) og að ríkis- stjórnin væri tilbúin að leggja 200- 300 mkr á ári til viðbótar til rekstr- ar skólans til að styrkja rekstrar- grunn og til nýrra verkefna. Síðari kosturinn er sagður að LbhÍ verði að greiða niður fyrirsjá- anlegan hallarekstur líðandi árs og gert að aðlaga reksturinn að núver- andi fjárlagaramma (sbr. fjárlaga- frumvarp fyrir 2015) skólans og að auki yrði gerð krafa um að skólinn endurgreiddi á næstu árum allan eða a.m.k. hluta eldri halla. Ósk um gögn Undirritaður, sem fulltrúi í allsherj- ar- og menntamálanefnd Alþingis, óskar hér með eftir að fá eintak af þeim gögnum sem unnin hafa verið varðandi sameiningu LbhÍ og HÍ, s.s. greinargerðir og útreikninga og tillögur og um leið þau tilboð sem lögð hafa verið fram sbr. fyrri val- kostinn hér að ofan. Jafnframt óskast svör um hvernig ráðherra sér framtíð LbhÍ verða að óbreyttu, þ.e. án sameiningar, sbr. fyrirliggjandi frumvarp til fjárlaga 2015 og þær hagræðingarkröfur sem lagðar hafa verið á skólann. Auk þess væri fróðlegt að vita hvort sala á eignum skólans séu fyr- irhugaðar til að leysa úr vanda skól- ans? Ljóst er að ákvörðun um framtíð LbhÍ getur haft margvísleg áhrif á atvinnu- og byggðamál í héraði, á háskólanám, starfsnám og endur- menntun, rannsóknir og nýsköpun einkum í landbúnaði og garðyrkju. Því er mikilvægt að málið sé skoðað og rætt rækilega. Fjárveitingar til háskóla geta aðeins aukist í heildina Ljóst er að háskólar á Íslandi eru reknir fyrir langtum minna fé en háskólar á Norðurlöndum (50% lægra en á Norðurlöndum og 38% lægra en meðaltal OECD, skv. nýj- ustu tölum frá OECD) og því ljóst að valkostir stjórnvalda og Alþingis snúast um hvar, hvernig og hvenær útgjöld verða aukin til háskólamála, en ekki hvort. Því er mikilvægt að geta áttað sig á hvaða framtíð menntamálaráð- herra boðar fyrir LbhÍ. Sambærilegar upplýsingar um Háskólann á Hólum Ljóst er að Háskólinn á Hól- um er í svipuðum vanda og fróð- legt væri að fá jafnframt svör við því hvaða vinna er í gangi eða hefur farið fram á vegum ráðuneytisins, Már Jónsson sagnfræðingur. Lausafjáreign bænda og búaliðs í Borgarfirði Pennagrein Opið bréf til mennta­ og menningarmálaráðherra varðandi sameiningar og endur- skoðun á rekstri skólans. Í von um skjót svör svo þau nýtist í tengslum við fjárlagavinnuna fyr- ir næsta ár. Með vinsemd og virðingu Guðbjartur Hannesson alþingismaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.