Skessuhorn


Skessuhorn - 26.11.2014, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 26.11.2014, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2014 Freisting vikunnar Í upphafi aðventu safnast gjarn- an íslenskar fjölskyldur, ættingjar, vinir og vinnufélagar, saman til að skera og steikja laufabrauð, við- heldur þannig þessum norðlenska og góða sið. Laufabrauð er næf- urþunn og stökk hveitikaka sem er víða mikilvægur hluti jólahalds. Laufabrauðið er venjulega skorið með litlum skurðarhnífum, oftast vasahnífum, en einnig eru til svo- kölluð laufabrauðsjárn þar sem mynstrið er skorið í kökurnar með því að renna yfir þær þar til gerðu hjóli. Uppskriftir að laufabrauði eru breytilegar eftir fjölskyldum. Sumir búa til hreinar hveitikök- ur á meðan aðrir bæta heilhveiti eða rúgmjöli í uppskriftina. Enn aðrir setja kúmen í deigið. Margir kaupa laufabrauðið tilbúið í næstu verslun og einnig er hægt að fá deigkökurnar ósteiktar, þannig að einungis á eftir að skera út og steikja. En svo eru alltaf einhverjir sem vilja prófa að gera hlutina frá grunni, enda þykir laufabrauðið yfirleitt best heimabakað. Við birtum hér klassíska uppskrift af laufabrauði eftir Helgu Sig- urðardóttur, sem birtist í Mat og drykk, 1949. Laufabrauð (35 stk). Efni: 1 kg hveiti 1 ½ teskeið lyftiduft 1 teskeið salt 5-6 dl mjólk Fita til að sjóða í. Aðferð: Mjólkin er soðin. Hveitið er sett á borð. Þar í blandað salti og lyfti- dufti, og nú er mjólkinni, sem er sjóðandi heit, hrært í. Hrært, þar til það er alveg jafnt, en á að vera vel þykkt. Þá er deigið hnoð- að saman, og nú er það hnoðað, þar til það er gljáandi, hart og sprungulaust, en það má ekki fest- ast við borðið. Það á að vera seigt og hart. Hnoðið í lengjur, sem skornar eru í jafn stóra bita. Bit- arnir hnoðaðir milli handanna í jafnar kökur, sem eru breiddar svo þunnt út sem mögulegt er. Þá er kakan tekin undan diski og skorin með alls konar laufaskurði. Hægt er að skera stafi o.m.fl. Kökurnar eru soðnar í feiti við mikinn hita og eiga að vera ljósbrúnar. Laufa- brauð er helzt búið til fyrir jólin, og er það gamall og góður siður. Laufabrauð á aðventu Meistaramánuður fer fram í októ- ber hvert ár. Þá skora þátttakend- ur sjálfa sig á hólm og setja sér ýmis markmið. Þau geta verið stór og smá. Sumir hafa til dæmis sett sér markmið um að lesa fleiri bæk- ur eða að taka mataræðið í gegn, mæta oftar í ræktina og þannig mætti lengi telja. Ásta Kristín Guð- mundsdóttir setti sér óvenjulegt markmið í meistaramánuði. Henn- ar meistaralega markmið var að mæla hversu mikill úrgangur kæmi frá heimilinu og hver ávinningur- inn yrði af því að geta nýtt matarúr- ganginn til jarðgerðar, í kílóum og hlutfalli talið. Skessuhorn heyrði í Ástu Kristínu og spurði hana út í hvernig það kom til að hún ákvað að setja sér þetta markmið í meist- aramánuði og hver útkoman hefði verið. Flokkaði á Hvanneyri „Umhverfismál og flokkun hafa verið mér hjartfólgin undanfarin ár. Þjónusta og aðgengi að flokkun var aukin til muna í Borgarnesi haust- ið 2010 er öllum heimilum var út- hlutað endurvinnslutunnu. Ég hef nýtt mér Grænu tunnuna eftir fremsta megni en mig langaði allt- af til að gera betur. Þessi markmið í meistaramánuði þurfa ekki endi- lega að vera tengd heilsurækt, það er hægt að gera svo margt annað. Við smíðuðum moltukassa í sept- ember og mig langaði að sjá hverju munaði ef við notuðum hann og hvað við gætum í raun endurnýtt mikið af heimilisúrgangi hjá okk- ar þriggja manna fjölskyldu,“ út- skýrir Ásta Kristín sem starfar hjá Veiðimálastofnun á Hvanneyri. Hún byrjaði að flokka rusl fyrir al- vöru þegar hún var í námi í nátt- úru- og umhverfisfræði hjá LbhÍ fyrir níu árum. „Það varð ákveðin vakning hjá mér í þessum málum í námsgreinum sem tengdust sjálf- bærri þróun, mengun og úrgangi. Á Hvanneyri var boðið upp á lífræna flokkun til moltugerðar og ég nýtti mér það. Auk þess safnaði ég pappír og fernum og fór með í gámastöð- ina í Borgarnesi,“ segir Ásta Kristín um upphafið af flokkuninni. Í dag flokkar hún allt sorp. „Ég vissi að þrátt fyrir að vera nokkuð nýtin og útsjónarsöm, þá næði ég ekki þeim árangri sem ég yrði sátt við á með- Vigtaði ruslið í meistaramánuði an matarleifar og þess háttar úr- gangur færi í tunnuna. Þess vegna smíðuðum við jarðgerðarkassann,“ bætir hún við. Ekki vond lykt Kassi Ástu Kristínar er í útjaðri garðsins við heimili hennar í Borg- arnesi. „Við ákváðum að smíða bara einn til að byrja með en stefnum á að smíða annan kassa strax næsta vor. Mér fannst bara mikilvægt að geta byrjað. Mér skilst að það taki tvö til þrjú ár fyrir úrganginn að brotna niður, þannig að þessi fer bara í niðurbrotsferli þegar hann er orðinn fullur og þá þurfum við að hafa annan kassa til að setja úr- ganginn í.“ Ásta Kristín notar lauf sem íblöndunarefni og segir að eins sé hægt að nota gras sem fell- ur til við slátt á sumrin. Þar að auki megi ákveðinn pappír fara ofan í kassann, svo sem innan úr eldhús- eða salernisrúllum og eggjabakk- ar. En kemur ekki vond lykt upp úr kassanum? „Ég er svo nýbyrjuð að flokka ruslið á þennan hátt að það er ekki komin reynsla á það enn, enda kalt úti á þessum árstíma. En ég hef spurst fyrir hjá vinum mín- um sem eru með slíka kassa og þeir segja að það sé engin teljandi lykt af þessu. Við tókum þann pól í hæðina að sleppa því að setja fisk og kjöt í kassann, til að forðast lykt og flug- ur,“ segir hún. Niðurstöðurnar komu á óvart Það kom Ástu Kristínu á óvart að sjá að almennt heimilissorp minnk- aði um heil 70% eftir að moltukass- inn var tekinn í notkun. „Í þessu litla verkefni mínu fóru 5,7 kg í ruslatunnuna, sem fer í urðun. Það voru samtals 28 kg af rusli þennan mánuð og tæp 13 kg af því fóru í jarðgerðina. Það eru tæp 46% af heildarþyngd úrgangsins. Það þarf reyndar að taka mið af því að þessi gerð úrgangs er hlutfallslega þung.“ Ásta leggur áherslu á að þetta verk- efni hennar í októbermánuði sé ekki nein viðurkennd rannsókn, en geti þó gefið ákveðna mynd af því hversu vel sé hægt að endur- vinna ruslið sem fellur til á heimil- um. „Með þessari flokkun náum við að endurnýta 80% af öllu sem við hendum. Það eru ekki nema rétt rúm 20% af almennu heimilissorpi sem fara í urðun,“ bætir hún við. Plast, málmur og allur pappír vóg 33,6% af heildarþyngd ruslsins. Til gaman má geta þess að Ásta er nú með litla 4 lítra fötu undir almennt rusl í eldhússkápnum og það tekur hátt í viku að fylla hana. Kemur við pyngjuna Ásta Kristín segir hvern sem er geta flokkað ruslið á þennan hátt, eða að minnsta kosti alla sem hafa einhvern stað til að geyma moltu- kassann. Þeir sem ekki hafi tök á því geti að minnsta kosti flokkað end- urvinnanlegt sorp í grænu tunn- urnar og það muni um það. „Ef maður er með endurvinnslu tunnu við dyrnar þá er þetta lítið mál. Það þarf ekki að safna miklu í einu. Það er vel hægt að flokka ruslið þó mað- ur hafi lítið pláss, ég hef séð ýmsar sniðugar útgáfur þar sem plássið er lítið. Það hefur hver sitt lag á því.“ Hún hvetur fólk til að flokka rusl og vonast til þess að niðurstöð- ur hennar verði til þess að vekja fólk til umhugsunar og að það nýti Grænu tunnuna eins vel og kostur er. „Þegar maður sér þetta svona sundurliðað getur maður frekar spurt sig að því hvort og hvar mað- ur geti gert betur. Ég safnaði líf- ræna matarúrganginum í tveggja lítra ísbox og fór svo með boxið út þegar það fylltist. Þegar maður flokkar svona er mun auðveldara að sjá hvort maður hendir t.d. of miklu brauði eða hvort maður sýð- ur alltaf of mikið spaghetti,“ segir hún og hlær. „Þetta hjálpar því til við að sporna gegn sóun. Kemur við pyngjuna hjá okkur öllum og er auðvitað gott fyrir umhverfið. Með aukinni umhverfisvitund í úrgangs- málum felst sparnaður. Það kemur eiginlega að sjálfu sér að fólk leitast við að skipuleggja innkaupin betur, nýtir hráefnið betur og sóar minnu. Auk þess er ávinningurinn fjárhags- legur og umhverfislegur í mun víð- ara samhengi,“ segir Ásta Kristín að lokum. grþ Allt tilbúið í grænu tunnuna. Ljósm. ákg. Ásta Kristín Guðmundsdóttir mældi hversu mikill heimilisúrgangur kæmi frá fjölskyldunni. Ljósm. Elín Ásta Sigurðardóttir. Jarðgerðarkassinn góði. Ljósm. ákg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.